Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2008, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.04.2008, Qupperneq 21
FRÆÐIGREINA FYRIRBURA gildi (dreifing) eftir því sem við á. Samanburður á tölfræðilegri marktækni milli tveggja mælinga hjá börnunum var gerð með pöruðu t-prófi. Tilskilin leyfi fengust hjá Siðanefnd Landspítala og Persónuvernd. Niðurstöður A rannsóknartímabilinu lögðust 397 böm inn á vökudeild. Þar af voru 26 börn fædd fyrir 30 vikna meðgöngu og vógu <1250g við fæðingu. Af þeim voru sex börn útilokuð vegna ófullnægjandi upp- lýsinga um vökva- og saltbúskap í sjúkraskrám. Miðgildi meðgöngulengdar bamartna var 27 vikur (24-29 vikur) og miðgildi fæðingarþyngdar þeirra var 905g (620-1250g). Vökvagjöf, eðlisþyngd þvags og þyngdartap Bömin fengu að meðaltali 164+22 ml/kg á sól- arhring af vökva á rannsóknartímabilinu. Þeim var gefið að meðaltali minnst af vökva fyrsta sólarhringinn eftir fæðingu (100+35 ml/kg) og mest á sjötta sólarhring (194+46 ml/kg). Marktæk neikvæð fylgni var milli meðgöngulengdar og fæðingarþyngdar, og þess magns af vökva sem börnunum var gefið á fyrstu dögunum eftir fæð- ingu (R2=-0,33; p=0,008 og R2=-0,42; p=0,002). Sjá mynd 1. Ekki vora nægilega nákvæmar upplýsingar um þvagútskilnað barnanna til þess að hægt væri að skrá vökvajafnvægi þeirra. Eðlisþyngd þvags var hæst á fyrsta sólarhring en fór síðan lækkandi og var lægst á tíunda sólarhring (1008,7+8,07 og 1004,3±2,9; p=0,01). Þyngdartap barnanna fyrstu dagana eftir fæðingu var að meðaltali 11,7+7,6% af fæðing- arþyngd þeirra. Miðgildi þyngdartaps var 10,6% (3,1-29,5%). Það reyndist vera marktæk jákvæð fylgni milli þyngdartaps og vökvagjafar bamanna (R2=0,70; p<0,001). Sjá mynd 2. Samband með- göngulengdar og þyngdartaps náði ekki tölfræði- legri marktækni (R2=-0,19; p=0,05), en neikvæð fylgni var milli fæðingarþyngdar og þyngdartaps bamanna (R2=-0,27; p=0,02). Þéttni natríums og natríumgjöf Öll börnin mældust með lága þéttni natríums í sermi (<135 mmól/L) að minnsta kosti einu sinni á rannsóknartímabilinu. Magn natríums sem gefið var fyrstu 10 dagana eftir fæðingu er sýnt á mynd 3. Meðalþéttni natríums í sermi allra bamanna á rannsóknartímabilinu var 137+4 mmól/L og mið- gildið var einnig 137 mmól/L (127-150 mmól/L). Natríumgjöf var að meðaltali 5,7+3,1 mmól/ kg/sólarhring. Börnin fengu að meðaltali minnst af natríum á þriðja sólarhring (4,4+1,7 mmól/kg) Sólarhringur en mest á sjötta sólarhring eftir fæðingu (7,3±3,3 mmól/kg). Það reyndist vera marktæk neikvæð fylgni milli þess magns af natríum sem börnunum var gefið og meðalþéttni natríums í sermi (R2=-0,3; p=0,01), sjá mynd 4. Hins vegar var ekki marktæk fylgni milli þess vökvamagns sem börnin fengu að með- altali á dag og meðalþéttni natríums í sermi þeirra (R2=0,006; p=0,7). Marktæk neikvæð fylgni fannst milli fæðingarþyngdar og þess magns af natríum sem bömunum var gefið á fyrstu 10 dögunum eftir fæðingu (R2=-0,25; p=0,02), (mynd 5), en ekki milli meðgöngulengdar og þess magns af natríum sem gefið var (R2=-0,08; p=0,2). Mynd 3. Magn natríums sem gefið varfyrstu 10 sólarhringana eftir fæðingu. Umræður Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kartna orsakir lágrar þéttni natríums í sermi minnstu fyrirburanna á vökudeild Barnaspítala Hringsins. I þeim tilgangi var einkum kannað samband natríumgjafar, vökvagjafar og fæðingarþyngdar, og þéttni natríums í sermi barnanna. Samband vökvagjafar og þéttni natríums í sermi Byrjað var á því að kanna hvort lág gildi natríums í sermi barnanna gætu verið vegna of mikillar Mynd 4. Samband natríumgjafar og meðalþéttni natríums í sermifyrstu 10 dagana eftir fæðingu. R2=-0,3; p=0,02 *Magn natríums sent gefið var að meðaltali á sólarhring Jyrstu 10 dagana eftir fæðingu. LÆKNAblaðið 2008/94 289
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.