Læknablaðið - 15.04.2008, Page 26
FRÆÐIGREINAR
BRISKIRTILL
Mynd 1.
Tölvusneiðmynd af
sýndarblöðru í briskirtli.
Aðgerðin með holsjá og holsjárómun
Notað var holsjárómskoðunartæki (endoscopic
ultrasound) sem gefur langleguómmynd (linear
ultrasound).
Byrjað var á hefðbundinni holsjárskoðun á
vélinda, maga og skeifugörn. Þar sást innbung-
un á neðan- og aftanverðum magabol. Annað
var eðlilegt. Næst var farið niður með holsjár-
ómskoðunartæki og gerð langleguómskoðun
á magaveggnum. Handan við magavegg sást
stór vel afmörkuð vökvafyllt blaðra staðsett eins
og lýst var á tölvusneiðmynd. Gerð var flæð-
isómskoðun (doppler) til að tryggja að engar æðar
væru á milli maga og blöðruveggs á fyrirhug-
uðum ástungustað. Holuð nál 19 G var þrædd um
vinnugang tækisins og stungið ómstýrt gegnum
magavegginn inn í blöðruna. Dreginn var út gul-
leitur vökvi og þannig ásamt með röntgenskyggn-
ingu tryggt að nálarendinn var staðsettur inni í
blöðrunni. Síðan var leiðari með mjúkum enda
0,035 inch þræddur um nálina inn í blöðruna.
Holsjárómskoðunartækið var fjarlægt og holsjá
með stærri vinnugangi þrædd niður í magann
yfir leiðarann. Magablöðruopið var víkkað með
þanþinli (6 Fr Sohendra dilator®) sem þræddur
var gegnum tækið og yfir leiðarann. Hann var svo
fjarlægður og lagt inn 2,3 mm (7Fr) vítt, fjögurra
sentímetra langt plaststoðrör með lykkjum á sitt
hvorum enda (double pigtail). Lega stoðrörsins
var staðfest með röntgenskyggningu og holsjá
(mynd 2). Töluvert magn af vökva sem tæmdist úr
sýndarblöðrunni um stoðrörið var sogað upp úr
maganum. Engrar blæðingar var vart. Aðgerðin
tók um eina klukkustund.
Eftir stoðrörsísetninguna var drengurinn settur
á almennt fæði og hafður á prótónupumpuhemj-
ara. Amýlasi og lípasi gildi í sermi lækkuðu
skarpt við tæminguna blöðrunnar niður í eðli-
leg gildi. Almennt ástand drengsins var gott.
Tölvusneiðmynd strax eftir aðgerð og ómskoðun
fjórum og átta vikum síðar sýndu að blaðran var
að fullu samfallin og því var stoðrörið fjarlægt.
Ómskoðun tveimur vikum eftir það sýndi áfram
samfallna blöðru. Almennt ástand drengsins var
gott.
Umræða
Sýndarblaðra í briskirtli (pancreatic pseudocyst)
er bandvefsholrúm, tengt við brisið, fyllt með
samsafni af vef, vökva, úrfellingum, pancreas
ensímum og blóði sem myndast við rof á brisgöng-
um (1). Hún er vel þekktur fylgikvilli brisbólgu og
áverka á briskirtli (2). Margar blöðrur, sérstaklega
ef þær eru litlar, gefa lítil einkenni og hverfa án
aðgerða. Aðrar halda áfram að stækka og geta
gefið einkenni, svo sem kviðverk, fyrirferð í kviði
og erfiðleika við fæðuinntöku. Blætt getur inn í
blöðruna og hún getur sýkst eða myndað fistla (3).
Greining er venjulega með tölvusneiðmynd eða
ómskoðun (2, 3).
Algengasta ástæðan fyrir briskirtilssýndar-
blöðrum í börnum er bráð brisbólga en aðrar
orsakir eru langvinn brisbólga og áverkar en þeir
eru sjaldgæfar hjá bömum (4).
Ef tæma þarf blöðru er hefðbundna meðferðin
að gera blöðrumagaop (cystogastrostomy), blöðru-
ásgamarop (cystojejunostomy) eða blöðruskeifu-
garnarop (cystoduodenostomy) með skurðaðgerð
eða kviðarholsspeglun. Endurmyndun blaðra
eftir opna aðgerð er um 10% (5). Einnig er hægt
að tæma þær í gegnum húð í völdum tilfellum hjá
mikið veikum sjúklingum eða ef blöðrur sýkjast
(6). Seinni ár hefur holsjármeðferð færst í aukana
og er vel þekkt hjá fullorðnum þar sem í 85% til-
fella næst góður árangur (7). Þekktir fylgikvillar
hjá fullorðnum eru blæðing, gat á görn, sýking,
leki við stoðrör, tilfærsla á stoðröri og endurmynd-
un blöðru (5-7). Hægt er að tæma blöðrur í maga
294 LÆKNAblaðið 2008/94