Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2008, Síða 30

Læknablaðið - 15.04.2008, Síða 30
FRÆÐIGREINAR LUNGNAKRABBAMEIN Mynd 1. Árlegt aldursstaðlað nýgengi lungnakrabbameinsfyrir bæði kyn á íslandi (alþjóðlegur aldursstaðall). tíðnin var hæst, en hefur lækkað eftir það og er nú 29,4 fyrir hverja 100.000 íbúa (mynd 1). Nýgengi lungnakrabbameins meðal kvenna á íslandi er með því hæsta í heiminum og aðeins stallsystur þeirra í Bandaríkjunum eru með hærra nýgengi. Ennfremur er kynjahlutfall lungnakrabbameins- sjúklinga á Islandi óvenjulega jafnt (4) og er skýr- ingin talin vera hröð og almenn útbreiðsla reyk- inga meðal íslenskra kvenna um og upp úr seinni heimsstyrjöld. Ef tekið er mið af þróun nýgengis lungna- krabbameins og reykingavenjum íslendinga mun nýgengi lungnakrabbameins halda áfram að lækka hjá bæði körlum og konum, en búist er við að lækkunin hjá konum verði áfram hægari. Því getur farið svo að lungnakrabbamein verði algengara meðal kvenna en karla í framtíðinni. Áhættuþættir Reykingar eru veigamesta orsök lungnakrabba- meins og eru taldar valda um 90% tilfella. Tengslin eru sterkust við flöguþekjukrabbamein og smá- frumukrabbamein, en heldur veikari fyrir kirt- ilmyndandi krabbamein þar sem 80-85% eru talin af völdum reykinga (5, 6). í íslenskri rannsókn á 105 sjúklingum höfðu 93% reykt að meðaltali 20 sígarettur á dag en 7% höfðu aldrei reykt (7). Reykmengun í umhverfi (óbeinar reykingar) eykur áhættu á lungnakrabbameini hjá reyklaus- um (8) og hafa meiri áhrif á börn og unglinga en fullorðna (9). Ymis eiturefni í umhverfi og á vinnustað geta einnig aukið áhættuna verulega, svo sem asbest, radon og fleiri slík efni. Með reykbindindi minnkar áhætta á lungna- krabbameini í 15 ár eftir að reykingum er hætt úr allt að þrítugfaldri áhættu í um tvöfalda áhættu (10,11). Vegna mikils fjölda fyrrverandi reykinga- manna eru álíka mörg tilfelli lungnakrabbameins nú greind meðal fyrrverandi reykingamanna og þeirra sem enn reykja (12). Svo virðist sem hátt hlutfall grænmetis og ávaxta í fæðu geti lækkað áhættu á lungnakrabbameini (13), en það hefur þó ekki verið sannað í framvirkum samanburð- arrannsóknum (14). Þó svo að um 90% lungnakrabbameins sé af völdum reykinga fá aðeins um 16% reykinga- manna lungnakrabbamein (11) sem bendir til þess að einstaklingar séu misnæmir fyrir krabbameins- valdandi áhrifum tóbaksreyks. Þeir reykingamenn sem fá teppusjúkdóm hafa margfalt hærri tíðni lungnakrabbameins og virðist hættan aukast í réttu hlutfalli við loftvegateppu (15, 16). Því hefur verið sett fram sú kenning að sameiginlegur undirliggjandi áhættuþáttur sé til staðar, líklega byggður á arfgengi (17,18). Nýleg rannsókn á Islandi sem byggð var á gögnum úr krabbameinsskrá KÍ og ættfræði- grunni íslenskrar erfðagreiningar hefur staðfest meira en tvöfalda áhættu hjá nákomnum ætt- ingjum lungnakrabbameinssjúklinga. Einnig sást marktækt aukin áhætta hjá fjarskyldari ættingjum sem ýtir stoðum undir erfðaþátt, enda sameig- inleg umhverfisáhrif síður til staðar hjá þeim, en nákomnum ættingjum (19). I nýlegri rannsókn á 52 bandarískum fjölskyldum fannst í fyrsta sinn svæði í erfðamengi manna, á litningi 6q23-25, sem hafði marktæka fylgni við krabbamein í lungum og efri loftvegum (20). Óhætt er að fullyrða að framfarir í erfðarannsóknum hafi opnað nýjar leið- ir til þess að rannsaka áhættuþætti krabbameina og annarra algengra sjúkdóma. Mikilvægir þættir við mat á áhættu eru reykingasaga, teppa við öndunarmælingu og fjölskyldusaga og gætu þeir aðstoðað við val sjúklinga vegna skimunar og virkrar reykbindindismeðferðar. Einkenni Yfir 90% sjúklinga sem greinast með lungna- krabbamein hafa einkenni sjúkdómsins við grein- ingu (21). Aðeins 5-10% sjúklinga greinast fyrir tilviljun vegna myndrannsókna á brjóstholi (22). Einkenni vegna lungnakrabbameina má rekja til frumæxlis, dreifingar innan brjósthols, fjar- meinvarpa eða hjáeinkenna æxlis (paraneoplastic syndromes). Helstu einkenni eru sýnd í töflu I. Flestir sjúklingar með lungnakrabbamein hafa fleiri en eitt einkenni við greiningu, bæði einkenni frá öndunarvegum og almenn einkenni. Hósti er algengasta fyrsta einkenni lungna- krabbameins (23, 24). Andnauð, brjóstverkur og blóðhósti koma næst í röðinni hvað algengi varðar (25). Blóðhóstinn er yfirleitt vægur, brjóstverk- ur kemur fyrir hjá allt að helmingi sjúklinga 298 LÆKNAblaðið 2008/94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.