Læknablaðið - 15.04.2008, Síða 32
FRÆÐIGREINAR
LUNGNAKRABBAMEIN
Tafla III. Helstu vefjagerðir lungnakrabbameirts. Byggt
er á styttri flokkun Alþjóða heilbrigöisstofnunarinnar frá
2004 á illkynja þekjuæxlum í lungum (28).
Squamous cell carcinoma
Variants
Papillary etc.
Small cell carcinoma
Variant
Combined small cell carcinoma
Adenocarcinoma
Adenocarcinoma, mixed subtype
Acinar adenocarcinoma
Papillary adenocarcinoma
Bronchioloalveolar carcinoma
Nonmucinous etc.
Solid adenocarcinoma with mucin production
Variants
Mucinous ("colloid”) carcinoma
Mucinous cystadenocarcinoma
Signet ring adenocarcinoma etc.
Large cell carcinoma
Variants
Large cell neuroendocrine carcinoma
Combined large cell neuroendocrine
carcinoma
Basaloid carcinoma etc.
Adenosquamous carcinoma
Sarcomatoid carcinoma
Pleomorphic carcinoma etc.
Carcinoid Tumor
Typical carcinoid
Atypical carcinoid
Salivary Gland Tumors
Mucoepidermoid carcinoma etc.
amir þrír og er oftast útbreitt við fyrstu greiningu
(31). Smáfrumukrabbamein (mynd 3a) er skil-
greint sem æxli án smásærrar mynsturmyndunar.
Flatarmál æxlisfrumna er um það bil tvöfalt meira
en flatarmál eitilfrumna, æxlisfrumur eru um-
frymissnauðar, kjarnakorn þeirra eru lítt áberandi
og frumudeilingar margar. Smásæ greiningarskil-
merki flöguþekjukrabbameins (mynd 3b) eru milli-
fmmubrýr og/eða hornefnismyndun, síðartalið
irtnan fruma eða milli þeirra. Greiningarskilmerki
kirtilmyndandi krabbameins (mynd 3c) er kirt-
ilmyndun og/eða slímmyndun, síðartalið innan
fmma eða utan. Stórfrumukrabbamein (mynd
3d) er að nokkru leyti afgangsstærð, það er æxli
af ekki-smáfrumugerð sem ekki uppfylla smásæ
skilmerki flöguþekju- eða kirtilkrabbameins.
A Vesturlöndum hefur orðið umtalsverð
breyting á innbyrðis hlutföllum æxlisflokkanna
fjögurra frá því í lok áttunda áratugs 20. aldar.
Þannig hefur fjöldi kirtilmyndandi krabbameins
hér á landi aukist að því marki að það er nú al-
gengasta vefjagerðin meðal kvenna (47%) og karla
(37%). Hlutfall flöguþekjukrabbameins (karlar
32%, konur 25%), og þó sérstaklega smáfrumu-
krabbameins (karlar 18%, konur 14%), hefur að
sama skapi lækkað á þessu tímabili (30). Þessi
innbyrðis hliðrun hefur einnig orðið hér á landi
(3). Þótt ósartnað sé með öllu hefur skýringa verið
leitað í breyttum reykingavenjum, til dæmis dýpri
innöndun með tilkomu síuvindlinga og breyttu
innihaldi þessarar vindlingategundar með tilliti
til krabbameinsvaldandi efna, sérlega nitrósamína
(32). Að auki hefur lengi hefur verið vitað að
orsakatengsl reykinga eru sterkust við smáfrumu-
krabbamein en veikust við kirtilmyndandi krabba-
mein, og má vænta þess að fjöldi kirtilmyndandi
krabbameins vaxi miðað við smáfrumukrabba-
mein þegar heildarnýgengi lungnakrabbameins
fer lækkandi.
Myndgreining
Þegar grxmur vaknar um lxmgnakrabbamein á
lungnamynd er ástæða til nánari skoðunar með
tölvusneiðmyndarannsókn (TS), bæði til greining-
ar og stigunar. Oftast sést afmörkuð staðbundin
þétting á lungnamynd (mynd 4), en einnig getur
æxlið valdið lokun á berkjugreinum með samfalli
eða þéttingu á aðlægum hluta lunga. Lungnabólga
sem erfiðlega gengur að meðhöndla eða íferðir
sem ekki vilja hverfa ættu því að vekja grun um
lungnakrabbamein.
Hluti lungnakrabbameins (5-10%) greinist við
myndrannsóknir hjá einkennalausum sjúklingum
(22) og er þá oftast um stakan hnút að ræða. Útlit
hnúta á TS getur gefið vísbendingu um hvers eðlis
n) Stnáfrumukrnbbamein. b) Flögupekjukrabbamein. c) Kirtilmyndandi krabbamein. d) Stórfrumukrabbamein.
Mynd 3. Fjórar helstu vefjagerðir lungnakrabbameins. a) Smáfrumukrabbamein. Þéttar breiður smárra æxlisfrumna vaxa án mynsturs. Kjarnalitarefni er
pétt, einsleitt og kjarnakorn sjást naumast eða ekki. b) Flögupekjukrabbamein. Æxlisfrumur mynda hornefni og tengjast millifrumubrúm. c) Kirtilmyndandi
krabbamein. Stórar æxlisfrumur með áberandi kjarnakorn mynda kirtilholrými. d) Stórfrumukrabbamein. Stórar æxlisfrumur vaxa í breiðum án sérhæfingar í átt
til flögu- eða kirtilpekju.
300 LÆKNAblaðið 2008/94