Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2008, Qupperneq 34

Læknablaðið - 15.04.2008, Qupperneq 34
FRÆÐIGREINAR LUNGNAKRABBAMEIN Tafla IV. TNM stigun lungnakrabbameins (afekki-smáfrumugerð). Byggt á Mountain (38) og Myrdal (50). TNM Descriptors Tis Carcinoma in situ T1 Tumor <3 cm, no invasion of main bronchus T2 Tumor >3 cm, involves main bronchus >2 cm distal to carina. Invades visceral pleura. Atelectasis or pneumonitis of lobe T3 Invades: chest wall, diaphragm, mediastinal pleura, parietal pericardium. Involves main bronchus <2 cm from carina. T4 Invades: mediastinum, heart, great vessels, trachea, oesophagus, vertebral body, carina. Malignant pleural/pericardial effusion or sattellite tumor within ipsilateral lung. N0 No regional lymph node metastasis N1 Ipsilateral peribronchial/hilar or intrapulmonary lymph node metastasis N2 Ipsilateral mediastinal or subcarinal lymph node metastases N3 Contralateral mediastinal, hilar or scalene or supraclavicular lymph node metastasis. Stage grouping: TNM subset 0 TisNOMO IA T1N0M0 IB T2N0M0 IIA TINIMO IIB T2N1M0 T3N0M0 111A T3N1M0 T1N2M0 T2N2M0 T3N2M0 IIIB Any T, N3, MO T4, any N, MO IV Any T, any N, M1 og JS. Af 31.567 einstaklingum sem skimaðir voru fannst lungnakrabbamein hjá 484, eða 1,5%. Af þessum hópi voru 412 með sjúkdóm á stigi I, eða 85%, og voru 10 ára lífshorfur þeirra sem fóru í skurðaðgerð 92% en heildar 10 ára lífshorfur þeirra sem greindust með lungnakrabbamein í skimunarhópnum voru 80% (44). Bandaríska krabbameinsstofnunin og fleiri alþjóðasamtök hafa enn ekki mælt með skim- un þótt sterkar vísbendingar séu um gagnsemi Tafla V. TNM-stigun og iífshorfur sjúklinga með lungnakrabbamein af ekki-smáfrumugerð (38). Lífshorfur (%) Stig 1-árs 5-ára IA 94 67 IB 87 57 IIA 89 55 IIB 73 39 IIIA 64 23 IIIB 32 5 IV 20 1 hennar (45). Þar ræður sennilega mestu reynsla af eldri rannsóknum en þær sýndu aukinn fjölda tilfella á lægri stigum án þess að dánartíðni eða að hlutfall sjúklinga með meinvörp lækkaði (40, 41). Slembirannsóknir eru hins vegar hafnar bæði vestanhafs og austan og niðurstaðna að vænta á næstu árum. Stigun Stigun lungnakrabbameins ræðst af vefjagerð. Við smáfrumukrabbamein er um tvö stig að ræða, takmarkaðan (limited disease) og útbreiddan sjúkdóm (extensive disease) (31). í takmörkuðum sjúkdómi er krabbameinið bundið við lungað og brjósthol æxlismegin, auk miðmætiseitla og eitla ofan við viðbein er fellur í eitt geislasvæði. Utbreiddur sjúkdómur er þó mun algengari en þar eru fjarmeinvörp oftast til staðar, til dæmis í beinmerg, lifur, heila og lungum (46). Stigun er mikilvægasti forspárþáttur lífshorfa hjá þessum sjúklingum, en almennt líkamlegt ástand sjúklings og aðrir þættir eins og hækkun á LDH í sermi hafa þar einnig áhrif (47). Einnig hafa rannsóknir sýnt að konur svari betur meðferð en karlar og hafi því betri lífshorfur (48). Lungnakrabbamein af ekki-smáfrumugerð er stigað samkvæmt TNM-stigunarkerfi Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (38). Lagt er mat á stærð (T) æxlisins, útbreiðslu þess í eitla (N) og önnur líffæri (M). í töflu IV eru sýndir fjórir stigunar- flokkar TNM-kerfisins. Þessar upplýsingar eru síðan notaðar til að spá fyrir um horfur sjúklinga og ákvarða meðferð. Stigun er jafnframt sterkasti forspárþáttur lífshorfa fyrir þessa sjúklinga (49). Tafla V sýnir fimm ára lífshorfur eftir TNM- stigum (38, 49). Aðrir mikilvægir forspárþættir eru stærð æxlisins (38, 51, 52), frumugerð (53), innvöxtur í æðar og sogæðar (54), en einnig aldur og ýmis klínísk atriði, svo sem almennt ástand sjúklings, þyngdartap og starfsgeta (55). Rannsóknir til greiningar og stigunar Nákvæm greining er nauðsynleg til þess að unnt sé að taka ákvörðun um viðeigandi meðferð. Greiningar-stigunarrannsóknir eru fjölmargar og eru þær helstu sýndar í flæðiriti á mynd 7. Þessum rannsóknum má skipta í tvennt, myndrannsóknir (sjá áður) og rannsóknir til vefja- og/eða frumugreiningar en þær krefjast yfirleitt inngrips. TS af brjóstholi og efri hluta kviðar er grunnrannsókn stigunar og er oft gerð um leið og rannsókn sem framkvæmd er til þess að staðfesta að æxli sé til staðar. Næmi TS við mat á ífarandi vexti í miðmæti er talið 40-84% og sértækni 57- 302 LÆKNAblaðið 2008/94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.