Læknablaðið - 15.04.2008, Síða 35
FRÆÐIGREINAR
LUNGNAKRABBAMEIN
94% (56). í völdum tilvikum getur segulómum
einnig verið hjálpleg til að meta frekar ífarandi
vöxt í miðmæti og frá lungnatoppum (Pancoast
æxli) (mynd 8) (57).
Berkjuspeglun er mikilvæg rannsókn, bæði til
greiningar og stigunar (mynd 9). Oftast eru tekin
vefjasýni beint úr æxlinu eða frumusýni með
bursta- og/eða skoli, sérstaklega við miðlæg æxli
en þá er næmi berkjuspeglunar til greiningar allt
að 88%, en aðeins 33% ef æxlin eru lítil (<2 cm)
og utar í lunganu (58). Hjá síðamefnda hópnum
finnast þó breytingar í berkjuslímbúð í allt að
10% tilfella (59). Því er mælt með að gera berkju-
speglun á flestum sjúklingum sem greinast með
lungnakrabbamein, óháð staðsetningu æxlisins.
Þegar æxli liggja utan stærri berkjugreina getur
verið erfitt að komast að þeim með hefðbundinni
berkjuspeglun. Kemur þá til greina að stinga nál
í gegnum berkjuna (transbronchial needle aspi-
ration, TBNA) (mynd 10) þar sem staðsetning
fyrirferðar er áætluð með hjálp tölvusneiðmynda
(60). Nýlega er farið að notast við segulmiðun
(electromagnetic navigation) (61), útfjólublátt ljós
(ultraviolet light) eða ómtækni (62) til að auka
greiningarhæfni þessara rannsóknar (61, 62).
Rannsóknir á útbreiðslu sjúkdómsins í miðmæt-
iseitla eru sérlega mikilvægar og frekari meðferð
er undir niðurstöðum þessara rannsókna komin.
Eitilstöðvum í miðmæti er skipt upp í svæði og
þær númeraðar til hægðarauka (mynd 11).
Með TS eru eitlar í miðmæti og stærð þeirra
metin (mynd 12). Hefðbundið viðmið er að líta á
eitla sem eru minni en 1 cm í þvermál sem góð-
kynja (64). Litlir eitlar geta þó borið í sér smásæ
meinvörp í allt að 20% tilfella (65) og sömu-
leiðis getur stækkun stafað af bólgubreytingum.
Nákvæmni þessa stærðarmats er því lítil og í
nýlegri samantekt á fjölda rannsókna var næmi TS
einungis 57% og sértæki 82% (66). Á síðustu árum
hefur fjöldi rannsókna staðfest betra næmi og
sértæki JS samanborið við TS. Næmi JS er yfirleitt
á bilinu 79-85% og sértækni 89-92% (67). Er talið
að JS geti fækkað óþarfa skurðaðgerðum um allt
að fimmtung (68). Þótt neikvætt forspárgildi JS sé
mjög hátt verður að telja ólíklegt að JS/JSS tæknin
komi algjörlega í stað miðmætisspeglunar (67).
Nálarstunga í gegnum berkju hefur reynst
örugg aðferð til að ná vefjasýni úr miðmætis-
eitlum, sérstaklega eitlum sem liggja nálægt
stærri loftvegum. I nýlegri rannsókn reyndist
næmi þessarar rannsóknar til greiningar á
miðmætismeinvörpum vera 79% (66). Sýnataka
með aðstoð ómunar við vélinda- og berkju-
speglun (esophageal ultrasound, EUS, endo-
bronchial ultrasound, EBUS) er nýleg aðferð þar
sem tekin eru sýni úr miðmætiseitlum með nál
TBNA: transbronchial needle aspiration, EBUS-TBNA: Endobronchial ultrasound-guided transbronchial needle aspiration,
EUS-FNA: Transoesophagal ultrasound-guided fine needle aspiration, TTNA: Transthoracic needle aspiration.
sem stungið er í gegnum vélinda eða berkju með
aðstoð ómstýringar. Ástunga í gegnum vélinda
kemur sérstaklega til greina við eitlastækkanir í
neðri hluta miðmætis (eitlastöðvar 8 og 9) sem
Mynd 7. Flæðirit yfir
uppvinnslu sjúklinga tneð
lungnakrabbamein (án
jáeindaskanna).
LÆKNAblaðið 2008/94 303