Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2008, Síða 37

Læknablaðið - 15.04.2008, Síða 37
FRÆÐIGREINAR LUNGNAKRABBAMEIN þó lág við miðmætisspeglun, eða undir 0,1% (77). Leit að meinvörpum er mikilvægur hluti af stigun. TS rannsókn af heila er gerð ef einkenni benda til slíkra meinvarpa og hjá sjúklingum á stigi IIIA og IIIB (78). Fyrir utan bein eru lifur og nýrnahettur (mynd 14) líklegustu staðir fyrir meinvörp. Fyrirferðir í nýrnahettum eru algeng- ar (10-20% sjúklinga) og eru þetta oft góðkynja fyrirferðir (78). Nánari skoðun á stækkuðum nýrnahettum er því stundum nauðsynleg og geta TS og segulómun oft sagt til um hvort um góð- kynja fyrirferð sé að ræða. Nýlega hefur verið sýnt fram á gagnsemi JS við leit að fjarmeinvörpum (79). Sértæki og nákvæmni JS við mat á mein- vörpum í beinum er talið betra en við beinaskann, en næmi er sennilega heldur síðra (80). Beinaskann er þó kjörrannsókn þar sem JS er ekki fyrir hendi (78). Brjóstholsspeglun getur komið til greina þar sem sterkur grunur leikur á meinvörpum í fleiðru, til dæmis ef smásjárskoðun á fleiðruvökva er nei- kvæð og æxli ekki sjáanleg á TS (78). Skurðmeðferð Skurðaðgerð er helsta meðferðin til lækninga á lungnakrabbameinum og á einungis við þegar fjar- meinvörp eru ekki til staðar, það er hjá sjúklingum á stigi I og II og í völdum tilvikum á stigi IIIA (81, 82). Talið er að aðeins 10-15% allra sjúklinga með lungnakrabbamein læknist með skurðaðgerð (83) en meirihluti sjúklinga er ekki rannsakaður með tilliti til skurðaðgerðar vegna fjarmeinvarpa eða ífarandi vaxtar í miðmæti (T4-æxli). í Evrópu hefur hlutfall sjúklinga með lungnakrabbamein sem gengst undir skurðaðgerð verið í kringum 10-20% (84). Á síðustu árum hefur þetta hlutfall hækkað og nálgast óðum 25-30%, líkt og þekkist í Bandaríkjunum (85). Hefðbundin skurðaðgerð við lungnakrabba- meini er blaðnám þar sem lungnalappinn er fjarlægður í heild sinni ásamt eitlum í kring (82). í sömu aðgerð er reynt að fjarlægja eða taka sýni úr miðmætiseitlum, það er miðmætiseitlum sömu megin og lungnaæxlið (eitilsvæði 4, 10, 11 og stundum 5,7 og 9) (86,87). Þetta er gert til stigunar og eykur óverulega fylgikvilla við aðgerð (87). Fleygskurður (wedge resection) og geira- skurður (segmentectomy) eru síðri kostir en blað- nám við lungnakrabbameini (81, 82). Ástæðan er þrefalt hærri tíðni endurtekins krabbameins eftir fyrrnefndu aðgerðirnar (88). Skýringuna á þessu er sennilega að finna í eitlum miðsvæðis í lung- nalappanum (Nl-eitlar) en þeir eru fjarlægðir við blaðnám og geta í allt að 15% tilfella innihaldið meinvörp (75,82). Fleygskurður kemur hins vegar til greina hjá sjúklingum sem ekki þola blaðnám, Mynd 13. Miömætisspeglun. til dæmis ef lungnastarfsemi er verulega skert (82). Þegar æxlin eru staðsett miðsvæðis í lunganu eða æxlið teygir sig á milli blaða getur þurft að fjarlægja allt lungað, eða hjá 10-15% sjúklinga (89). Lungnabrottnám (pulmectomy) er stór aðgerð og sjúklingar eru lengur að jafna sig en eftir blaðnám (89). Samanborið við blaðnám eru fylgikvillar fátíðari eftir fleygskurð og um það bil helmingi algengari eftir lungnabrottnám (89, 90). Sama á við um skurðdauða (dánir <30 daga frá aðgerð) sem er yfirleitt á bilinu 1,2-4% eftir blaðnám og 3,2-12% eftir lungnabrottnám (90). Erma-blaðnám (sleeve-lobectomy) er í völdum tilvikum hægt að framkvæma við miðlæg æxli í efri blöðum lungna og komast þannig hjá lungnabrottnámi (91). Þá er auk hefðbundins blaðnáms fjarlægður bútur úr meginberkju og berkjuendarnir saumaðir saman. Fleygskurð, blað- og jafnvel lungnabrottnám Mynd 12. TS afbrjóstholi sem sýnir stækkaða eitla í miðmæti (ör) sem við mið- mætisspeglun reyndust vera meinvörpfrá lungnakrabba- meini í vinstra lunga. Mynd 14. Tölvusneiðmynd afkvið sem sýnir meinvarp í hægri nýrnahettu (ör). LÆKNAblaðið 2008/94 305
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.