Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2008, Side 39

Læknablaðið - 15.04.2008, Side 39
FRÆÐIGREINAR LUNGNAKRABBAMEIN æxli, en geislameðferð fyrir aðgerð virðist hvorki bæta lífshorfur né heldur bæta staðbundinn ár- angur (98). Krabbameinslyfja- og geislameðferð gefin samhliða fyrir aðgerð á skurðtækum æxlum bætir heldur ekki lífshorfur (105). Hefðbundin aðferð við geislameðferð óskurð- tækra lungnakrabbameina er að gefa meðferð einu sinni á dag fimm daga vikunnar, að heild- arskammti um 60 Gy í 2 Gy skömmtum (49). Meðferðarsvæðið er æxlið sjálft ásamt þeim eitlum sem sterkur grunur er um að innihaldi meinvörp (106). Rannsóknir á áhrifum þess að gefa geisla- meðferð tvisvar sinnum eða jafnvel oftar á dag (hyperfractionated treatment) við sjúkdómi á stigi III benda sumar til betri lífshorfa en þessi meðferð er þó að öllum líkindum ekki betri en samhliða lyfja- og geislameðferð (105). Sýnt hefur verið fram á betri árangur með því að gefa samhliða krabbameinslyfja- og geislameð- ferð en geislameðferð eingöngu (107). Ljóst er að tíðni snemmkominna aukaverkana geislameðferð- ar, á borð við vélindabólgu og geislalungnabólgu, er marktækt hærri en við geislameðferð eingöngu. Af þessu leiðir að einungis þeir sjúklingar sem eru í góðu líkamlegu ástandi geta gengist undir sam- hliða meðferð (108). Geislameðferð hefur löngum verið beitt eftir skurðaðgerð, sérstaklega í tilfellum þar sem æxli greinist í skurðbrúnum eða eitilmeinvörp finnast í miðmæti við aðgerð. Niðurstöður rannsókna á gildi geislameðferðar einnar sér eða sam- hliða krabbameinslyfjameðferð hjá þessum hópi sjúklinga benda til þess að slík meðferð bæti ekki marktækt lífshorfur (109). Hjá sjúklingum með hreinar skurðbrúnir á stigi I og II virðist viðbótar geislameðferð jafnvel geta gert lífshorfur verri (109). Viðbótargeislameðferð á svæði í miðmæti þar sem eitilmeinvörp hafa verið fjarlægð eða annars staðar innan brjósthols virðist heldur ekki bæta lífshorfur, enda þó ekki sé fullljóst hvort slík meðferð geti átt við í N2-sjúkdómi og þá samhliða krabbameinslyfjameðferð fyrir skurðaðgerð (110). Smáfrumukrabbamein Venja er að meðhöndla smáfrumukrabbamein sem bundið er við annan helming brjósthols í læknandi skyni með bæði krabbameinslyfjum og geislameð- ferð (31). Talið er að árangur og þar með taldar lífshorfur, séu betri ef þessar meðferðir eru gefnar samhliða (111). Mælt er með að gefa verndandi geislameðferð gegn heilavef hjá sjúklingum með staðbundinn sjúkdóm, en það bætir lifun þeirra ef fullkomin svörun hefur orðið við undangenginni krabbameinslyfja- og geislameðferð (31). Mynd 16. Cati ípind lokað með Goretex®-bót. Um var að ræða lungnakrabbamein sem óx inn í pindina og purfti pví aðfjarlægja hluta afpindinni. Sams konar bót má nola til að loka götum í gollurshúsi og brjóstvegg. Krabbameinslyfjameðferð Á síðastliðnum árum hafa orðið töluverðar framfarir í krabbameinslyfjameðferð við lungna- krabbameini. Ný lyf eru komin til sögunnar, ábendingar fyrir notkun eldri lyfja hafa breyst og í vaxandi mæli er farið að nota krabbameinslyf eftir skurðaðgerðir sem viðbótarmeðferð (adjuv- ant). Umfjöllun um krabbameinslyfjameðferð er hér skipt eftir vefjagerð og fjallað um smáfrumu- krabbamein og lungnakrabbamein af ekki-smá- frumugerð í sitt hvoru lagi. Smáfrumukrabbamein Meðferð smáfrumukrabbameina fer eftir stigi sjúkdómsins, hvort um staðbundinn sjúkdóm er að ræða eða útbreiddan. Hjá fyrmefndu sjúkling- unum er gefin samhliða meðferð krabbameins- lyfja, yfirleitt cisplatin og etoposid í æð á þriggja vikna fresti auk geislameðferðar (31). Best er að hefja geislameðferð snemma í ferlinu en það bætir lífshorfur þessara sjúklinga um allt að 36% (31). Smáfrumukrabbamein svarar yfirleitt mjög vel meðferð, eða í allt að 80% tilfella (112). Hins vegar er algengt að sjúklingar fái endurtekið krabbamein Mynd 17 a, b. Tölvusneiðmyndir 64 ára karlmanns með flögupekjukrabbamein (ör) sem vaxið var inn í miðmæti (T4 æxli) (mynd 17á). Fyrst var gerð miðmætisspeglun sem var eðlileg. íkjölfarið fékk hann geislameðferð á miðmæti, samtals 44 Gy. Við petta minnkaði æxlið (mynd 17b). Fjórum mánuðum síðar var gerð skurðaðgerð par sem lungað var fjarlægt ásamt eitlum hægra megin í miðmæti og hluta af gollurshúsi. Við vefjaskoðun reyndust skurðbrúnir hreinar og engin merki um eitilmeinvörp. Hann fékk krabbameinslyfjameðferð eftir aðgerð og er við góða heilsu í dag, rúmum tveimur árutn frá aðgerð. LÆKNAblaðið 2008/94 307

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.