Læknablaðið - 15.04.2008, Page 45
Sigríður Ólína
Haraldsdóttir
sigrohar@landspitali. is
Höfundur er lyf- og lungnalæknir
starfandi á Landspítala Fossvogi.
Stjórn LÍ
Birna Jónsdóttir,
formaður
Sigurður E. Sigurðsson,
varaformaður
Sigurveig Pétursdóttir,
gjaldkeri
Sigríður Ó. Haraldsdóttir,
ritari
Elínborg Bárðardóttir
Kristján G. Guðmundsson
Ragnar Freyr Ingvarsson
Sigurður Böðvarsson
Þórarinn Guðnason
í pistlunum Úrpenna
stjórnarmanna LÍ birta
þeir sínar eigin skoöanir
en ekki félagsins.
ú R
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR
PENNA STJÓRNARMANNA LÍ
Landspítalinn
Við sem störfum á Landspítala höfum beðið eftir
fréttum af byggingu nýs spítala. Við höfum heyrt
af vinnu ráðgjafahópa og arkitekta en einnig hafa
fréttir borist af því að „símapeningarnir" verði
notaðir í annað og bygging nýs spítala látin bíða.
Á dögunum var boðað til fundar með starfsmönn-
um þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigð-
isráðherra og Inga Jóna Þórðardóttir, formaður
nefndar um fasteignir, nýbyggingar og aðstöðu
heilbrigðisstofnana, kynntu áform um nýjan
Landspítala. Þau tóku af öll tvímæli, spítali mun
rísa við Hringbraut í náinni framtíð. Mikil ánægja
er meðal starfsmanna vegna þessara frétta.
Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður skrif-
aði grein í 24 stundir nýlega um Landspítalann og
kallaði hann móðurskip heilbrigðisþjónustunnar.
Þetta er alveg rétt hjá honum. Á Landspítala fer
menntun flestra heilbrigðisstarfsmanna fram, þar
fæðast nær allir Islendingar og þar er reynt að
leysa vandamál sem oft geta verið mjög flókin.
Landspítali vísar engum frá sem leitar til hans. Þar
er alltaf opið og ætíð er fagfólk við störf sem hefur
kunnáttu til að taka á nánast öllum þeim heilsu-
farsvandamálum sem upp geta komið. Oftar en
ekki er leitað á bráðamóttöku Landspítala vegna
félagslegra vandamála. Fyrir kemur að taka þarf á
móti einstaklingi sem er orðinn ósjálfbjarga heima.
Hann er ekki veikur í þeim skilningi að hann
þurfi bráða læknisþjónustu, en eitthvað veldur
því að hann getur ekki verið einn. Þá kemur hinn
ósjálfbjarga á Landspítalami og fær öruggt skjól.
En eins og ég hef áður skrifað í pistli sem þessum
er langt í frá að bráðadeildir séu ákjósanlegur
staður fyrir þessa einstaklinga og kostnaður við
dvöl þeirra mikill. Mér finnst að það þurfi að hafa
þetta í huga þegar talað er um samkeppni í heil-
brigðisþjónustu. Landspítalinn getur ekki keppt
við einkarekstur. Á honum er tekið við öllum á
hvaða tíma sólarhringsins sem er en við ráðum
ekki að fullu hvenær við útskrifum þá sem ekki
þurfa lengur á okkur að halda. Sumir eru í þeirri
aðstöðu að komast ekki heim heldur þurfa að
komast á endurhæfingarstofnanir eða elliheim-
ili. Þessar stofnanir ráða innflæðinu til sín og þar
ræður mannafli og pláss. Landspítali verður alltaf
að taka við sjúklingum, óháð mannafla og pláss-
um. Fólk er lagt inn á ganga og starfsfólk þarf oft
að taka ábyrgð á fleiri sjúklingum en æskilegt er.
Landspítalinn á að spara og skera niður. Hvernig
er það hægt þegar hvorki er hægt að stjórna inn-
eða útflæði sjúklinga?
Landspítalinn getur ekki keppt við einkaaðila
um laun. Þau eru ákveðin í kjarasamningum og
þar sem sparnaðarkrafan hefur sífellt verið uppi er
ekki möguleiki á sveigjanleika í launamálum. Við
sem vinnum á Landspítala skynjum mikla þreytu
hjá þeim starfsstéttum þar sem mannekla hefur
verið mikil og lengi. Það er í lagi að taka aukavakt-
ir í skamman tíma, en þegar það er orðið daglegt
brauð og starfsfólk kemst ekki heim af vakt vegna
þess að það er enginn til að taka við, missir það
móðinn. Á tímabili komu leigumiðlanir hjúkrunar-
fræðinga að mönnun á Landspítalanum en vegna
sparnaðar var því hætt. Meðan þessi háttur var
hafður á leysti það vandann að hluta en reyndar
þótti mörgum einkennilegt að vinna við hlið ein-
hvers sem fékk betur borgað fyrir sama starf. Þá
væri eðlilegra að borga fastráðnum hjúkrunar-
fræðingum betur og reyna þannig að laða fleiri að.
Af og til koma fram hugmyndir um að breyta
eigi sj ú kra húsþjónustu n n i þannig að um fleiri og
minni sjúkrahús sé að ræða. Þá skapist samkeppni
sem muni bæta gæði þjónustunnar og auðvelda
mönnun. Einnig hefur verið bent á að erfitt sé
t.d. fyrir lækna að hafa aðeins einn valkost um
vinnustað. Mér finnst að það væri skref aftur á
bak að hafa fleiri, minni sjúkrahús. Nú á dögum
er meðferð sjúkdóma flókin og þarf oftast aðkomu
fleiri en eins sérfræðings. Vegna smæðar landsins
er ekki hægt að halda uppi fyrsta flokks þjónustu
á fleiri en einum stað, ákveðinn fjölda aðgerða og
meðferða þarf til að halda sérþekkingu við.
Það þarf að standa vörð um Landspítalann, fjár-
veitingar eiga að vera í takt við þá starfsemi sem
þar fer fram. Hlúa þarf betur að starfsfólki og gera
þarf átak til að laða að þær starfsstéttir sem mestur
skortur er á. Þar vegur þungt að mínu mati mögu-
leiki til samvinnu við Háskóla Islands, starfsfólkið
fái tækifæri til að mennta sig frekar í samstarfi spít-
alans og Háskólans.
Landspítalinn getur ekki verið í samkeppni við
einkareknar stofnanir eða læknastofur, til þess eru
engar forsendur. Hins vegar má færa verk út frá
Landspítalanum til aðila sem heilbrigðisyfirvöld
treysta til að veita þá þjónustu sem krafa er gerð
um. Þá verður að gæta þess að öllum sé tryggður
aðgangur að þjónustunni og að enn gildi sú meg-
inregla að á íslandi eigi allir rétt á bestu heilbrigð-
isþjónustu sem völ er á hverju sinni, óháð stöðu og
efnahag.
Á dögunum skrifaði annar ritstjóri Fréttablaðsins
í leiðara að Landspítalinn væri versti vinnustaður
landsins. Þetta er algjör fjarstæða. Á Landspítala er
að finna hóp sérmenntaðs fólks í teymisvinnu við
að koma þeim sem til þeirra leita til betri heilsu.
Þetta er bæði gefandi og göfugt starf og mjög
skemmtilegt þegar vel gengur.
LÆKNAblaðíð 2008/94 313