Læknablaðið - 15.04.2008, Qupperneq 48
U M R Æ Ð U R
FRAMHALD
OG FRÉTTIR
SNÁM LÆKNA
velja flestir námslæknar sér undirsérgrein innan
lyflækninga og fara þá utan til að nema hana. Það
nám tekur að jafnaði 3-4 ár í viðbót."
Er þaðframtíðarmarkmið að bjóðafullt sérnám hér-
lendis?
„Framhaldsmenntunamefnd í lyflækningum
hefur tekið skýra afstöðu í því að við eigum að
halda því einkenni íslenskrar læknisfræði að menn
sæki hluta sérfræðimenntunar sinnar erlendis.
Við ætlum okkur að bjóða upp á grunnnámið og
undirbúa okkar ungu lækna eins vel og kostur
er fyrir framhaldsnám erlendis. Það er nokkur
munur á hvort unglæknar sækja til Bandaríkjanna
eða Evrópu. Vandinn við námið í Bandaríkjunum
er að þeir viðurkenna ekki gmnnnám í öðrum
löndum og þeir sem fara þangað þurfa að byrja
á fyrsta ári. Reyndar hefur færst í vöxt að menn
taki grunnnámið á tveimur árum í stað þriggja en
lengra komumst við ekki með Bandaríkjamenn. í
Evrópu, einkum á Norðurlöndum, viðurkenna há-
skólasjúkrahúsin hins vegar grunnnámið íslenska
að fullu.
Námið hér er í rauninni sniðið eftir þeim
kröfum sem gerðar eru bæði í Evrópu og
Bandaríkjunum. Námslæknar taka til að mynda
stöðupróf sem er hið sama og bandarískir náms-
læknar taka og útkoman úr því hefur verið góð.
Meirihluti okkar sem höfum stýrt þessu námi
höfum stundað framhaldsnám í lyflækningum í
Bandaríkjunum og þar er námið mjög skipulega
byggt upp. Okkar sémám ber talsverðan keim af
því skipulagi. Evrópulöndin hafa verið að færast
nær þessu skipulagi en Evrópusamtök lyflækna
hafa gefið út viðmiðanir og reglur sem svipar
mjög til þeirra sem við byggjum okkar nám á. Við
erum því í góðum félagsskap hvað þetta snertir."
Góð klínísk vinnubrögð
„Við höfum 26 stöður deildarlækna í framhalds-
náminu og þær skiptast á námsárin þrjú, " segir
Steinn. „Fyrir utan þetta eru 18 kandídatar á
lyflækningadeildum sem starfa með deildarlækn-
unum. Þetta er starfsnám og unglæknar geta
sótt um þetta eftir að hafa lokið kandídatsárinu.
Flestir okkar sérnámslækna hafa lært læknisfræði
á Islandi, en það hafa verið nokkrir útlending-
ar hjá okkur sem hafa staðið sig mjög vel. Við
gerum kröfu um að þeir séu talandi á íslensku.
Námstíminn er þrjú ár og deildarlæknamir starfa
á öllum deildum spítalans; lyflækningadeildum,
göngudeildum og bráðadeildum. Þetta nám snýst
fyrst og fremst um að kenna góð klínísk vinnu-
brögð við að annast sjúklinga. Um leið taka þeir
þátt fræðsluprógrammi þar sem eru nánast dag-
legir fræðslufundir, suma þeirra flytja þeir sjálfir.
Það er gert ráð fyrir að þeir vinni að minnsta kosti
eitt rannsóknarverkefni sjálfir og kynni niðurstöð-
ur þess á fyrirlestri eða ráðstefnu. Nokkrir hafa
innritast í meistaranám og lokið meistaragráðu í
læknavísindum samhliða námi sínu hér.
Starfsemin skiptist í teymi sem skipað er sér-
fræðilækni, deildarlækni, kandídat og læknastúd-
ent sem annast allt að 14 sjúklinga á tiltekinni leg-
udeild og sér um þá sjúklinga frá því að þeir koma
inn á spítalann og þar til þeir útskrifast. Teymið
gengur stofugang, setur upp rannsóknar- og með-
ferðaráætlun fyrir sjúklinginn meðan hann er hér.
Þá eru vaktir ríkur þáttur í framhaldsnáminu og
liður í að þróa sjálfstæð vinnubrögð. Fyrir utan
þetta falla mörg viðfangsefni til á göngudeildum
og við höfum lagt áherslu á að deildarlæknarnir
hafi sína eigin göngudeild sem þeir geta vísað
sjúklingum á eftir útskrift. Allt er þetta unnið
undir handleiðslu sérfræðilækna."
Hvernig metiðþið svo árangurinn?
„Við metum árangur og framgang námslækn-
anna eftir ákveðnu matskerfi þar sem bæði deild-
arlæknirinn metur deildina og sérfræðilækninn
sem hann vinnur með og sérfræðingurinn metur
deildarlækninn og kandídatinn útfrá tilteknum
spurningum sem taldar eru mikilvægar. Síðan
gangast deildarlæknarnir undir stöðupróf sem
við fáum frá Bandaríkjunum, Internal Medicine
In-training Examination, en það er staðlað próf
sem lagt er fyrir framhaldsnámslækna í lyflækn-
ingum um öll Bandaríkin og mörg þúsund læknar
þreyta árlega. Þar fáum við gott viðmið bæði á
stöðu hvers einstaklings og námsins í heild. Þetta
gerir okkur kleift að sjá skýrt hvað er að ganga vel
og hvar gera má betur. Deildarlæknarnir fá með
þessu mjög mikilvægar upplýsingar um hvar þeir
standa í námi sínu, hvar styrkur þeirra liggur og
veikleikar."
Er ekki reglugerð urn veitingu sérfræðileyfa orðin
nokkuð gamaldags miðað við þær kröfur sem gerðar eru
í sérnáminu?
„Ef borið er saman hversu miklar kröfur eru
gerðar í dag í sérfræðinámi í læknisfræði og
hversu markvisst er fylgst með framgangi náms-
læknanna er ekki hægt að segja annað en að
reglugerðin sem stuðst er við varðandi útgáfu sér-
fræðileyfa sé úrelt. Þar eru einungis gerðar kröfur
um að læknirinn hafi starfað samtals í fjögur og
hálft ár á sérdeildum en engar kröfur eru gerðar
um innihald tímans og ekki gert ráð fyrir prófum
eða skipulegu mati á árangri. Þessi mælikvarði er
einfaldlega úreltur í dag.
Við höfum í mörg ár knúið á um að sérfræði-
reglugerðin verði endurskoðuð og sú vinna hefur
verið sett í gang en gengið afskaplega hægt. Við
sem höfum haldið utan um námið á Landspítala
31 6 LÆKNAblaðið 2007/93