Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2008, Side 49

Læknablaðið - 15.04.2008, Side 49
U M R Æ Ð U R FRAMHALD O G FRÉTTIR SNÁM LÆKNA Framhaldsmenntun í lyflækningum á Landspítala vorið 2006. Aftari röðfrá vinstri: Fjölnir Einarsson, Konstantin Shcherbak, Þorsteinn Ástráðsson, Páll Svavar Pálsson, Stefán Haraldsson, Þorgeir Gestsson, Birgir Már Guðbrandsson, Guðmundur Þorgeirsson, Steinn Jónsson, Runólfur Pálsson, Kristján Guðmundsson, Björn Logi Þórarinsson, Friðbjörn Sigurðsson. Fremri röðfrá vinstri: Jón Þorkell Einarsson, Steinunn Þórðardóttir, Þórhildur Kristinsdóttir, Berglind Libungan, Alma Dögg Einarsdóttir, Sigurdís Haraldsdóttir, Signý Vala Sveinsdóttir, Helga Eyjólfsdóttir, Teitur Guðmundsson og Jónas Geir Einarsson. Ljósmynd: Þórdís Ágústsdóttir. höfum komið málum í nokkuð gott horf og þannig má segja að frá því spítalamir þrír voru sameinaðir hafi okkar hugmyndir skýrst og mótast. Við vitum núna betur hvað við viljum leggja áherslu á og hvernig best er að haga kröfum nýrrar reglugerð- ar. Endurskoðunin á samkvæmt lögum að vera gerð í samráði við læknadeild Háskóla íslands og við höfum ágætis möguleika á að koma sjónarmið- um á framfæri í gegnum læknadeildina. Ég hugsa að með því að útgáfa lækningaleyfa hefur verið færð yfir til embættis landlæknis muni þessi mál komast á skrið að nýju. Mér finnst eðli- legt að landlæknisembættið sinni þessu verkefni og Sigurður Guðmundsson landlæknir hefur haft mikirm áhuga á þessum málum og er sjálfur gam- all framhaldsmenntunarfrömuður héðan. Málið er núna í þeirri stöðu að læknadeild er að vinna að tillögum sem verða lagðar fyrir ráðuneytið. Við teljum eðlilegast að við útgáfu sérfræðileyfa séu gerðar skýrar kröfur um innihald námsins og tekið mið af árangri í sérfræðinámi sem er staðfest- ur af niðurstöðum úr alþjóðlegum prófum." Stærstur hluti hópsins héðan fer til Skandinavíu. Færri fara til Bandaríkjanna af þeim ástæðum sem ég hef nefnt en einnig er kostnaðarsamara að fá inngöngu í nám þar en í Skandinavíu. Fyrir þá sem ekki setja þessa hluti fyrir sig er sérnám í Bandaríkjunum þó tvímælalaust þess virði. í dag fara nær allir námslæknar í lyflækningum í gegn- um okkar prógram fyrst að hluta eða fullu og fara síðan utan. Ég þekki ekki dæmi frá undanförnum árum að íslenskir unglæknar fari beint til útlanda í sérnám eftir kandídatsárið. Við höfum verið heppin að því leyti að þurfa ekki að hafna fólki í stórum stíl. Það hefur nokk- urn veginn gengið upp að ráða þá sem hafa sótt og eitt af því sem ég óttast hvað mest er að þurfa að hafna efnilegum námslæknum. Ég veit hvað þetta fólk er duglegt og hefur lagt mikið á sig. Við erum núna með fullmannað prógramm og þetta virðist passa ágætlega eins og er. Fyrst eftir sameiningu spítalanna var mikill hörgull á námslæknum en það hefur lagast." Góður árangur „Árangur okkar námslækna hefur yfirleitt verið mjög góður og við höfum fengið hæfileikafólk inní prógrammið til okkar. Þetta fólk hefur nán- ast undantekningarlaust komist í framhaldsnám á bestu háskólasjúkrahúsin austan hafs og vestan. Við getum ekki annað en verið ánægð með það. Langhlaup sem aldrei lýkur Ásamt Steini sitja margir af fremstu sérfræðingum okkar í lyflækningum í framhaldsmenntunar- nefnd lyflækninga. „í nefndinni eru sviðstjóramir Guðmundur Þorgeirsson og Vilhelmína Haraldsdóttir, Runólfur Pálsson á lyflæknisviði I og Friðbjörn Sigurðsson á lyflæknissviði II. Við störfum einnig í nánu sam- LÆKNAblaðið 2008/94 31 7

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.