Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2008, Síða 51

Læknablaðið - 15.04.2008, Síða 51
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR FRAMHALDSNÁM LÆKNA starfi við skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar hér á spítalanum þar sem Kristján Erlendsson og Ólafur Baldursson halda um taumana. Þórður Harðarson prófessor og forstöðumaður fræða- sviðs situr einnig í nefndinni en hann mun láta af störfum í mars vegna aldurs. Þórður hefur unnið óhemju merkilegt starf í framhaldsmenntunarmál- um í gegnum árin frá því hann tók við sem pró- fessor og verið brautryðjandi í rannsóknarvinnu ungra lækna. Einnig sitja í nefndinni umsjón- ardeildarlæknar á hverjum tíma. Námslæknarnir sinna mjög mikilvægu starfi hér á spítalanum og mynda framvarðasveit lækna sem taka á móti sjúklingunum og sjá um að þeir séu greindir fljótt og vel og fái viðeigandi meðferð." Teljið pið námið vera komið í varanlegar skorður? „Þetta er langhlaup og eilífðarverkefni að vinna að framþróun náms af þessu tagi. Það hefur tals- vert breyst frá því ég stundaði mitt framhaldsnám á síðari hluta 8. áratugarins og fyrri hluta þess 9. Við erum ánægð með þann árangur sem hefur náðst en það er alltaf hægt að gera betur og við erum stöðugt að leita leiða til að bæta starfsem- ina og auka gæði námsins og um leið þjónustu Landspítala. Hingað til hafa sérfræðingar í lyflækningum fengið störf við hæfi en þetta er alltaf spuming sem ungum læknum er ofarlega í huga þegar þeir standa frammi fyrir því að velja sérgrein. í mínum huga er skynsamlegast að fylgja sinni köllun og gera það sem hugurinn stendur til og gera það vel. Tíminn sem ungt fólk er að afla sér sérmenntunar er mjög dýrmætur og það er mikilvægt að vanda sig við valið og nota síðan tímann vel." Göngur FÍFL í vor - Hvannadalshnjúkur og Eyjafjallajökull Eins og kom fram í síðasta tölublaði Læknablaðsins er fyrirhuguð hópganga lækna á hæsta tind l'slands, Hvannadalshnjúk (2110 m), dagana 8.-10. maí næstkomandi. Félag íslenskra fjallalækna (FÍFL) stendur fyrir göngunni en öllum læknum og mökum þeirra er velkomið að taka þátt. Viðtökur hafa verið framar vonum og aðeins örfá sæti laus í gönguna, en takmarka verður fjölda þátttakenda við 40 manns. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu má nálgast í síðasta tölublaði Læknablaðsins eða á netinu www.laeknabladid.is Aðalleiðsögumaður í ferðinni verður enginn annar en sjálfur Há- tindahöfðinginn Þorvaldur Þórsson. Hann er á meðal reyndustu fjallaleiðsögumanna hér á landi og hefur margsinnis gengið á Hvannadalshnjúk. Á síðasta ári náði hann þeim merka áfanga að verða fyrstur allra til að stíga fæti á alla 100 hæstu tinda á íslandi og það á innan við ári! Þvi er Ijóst að FÍFLarar og aðrir göngumenn verða í öruggum höndum um hvítasunnuhelgina þegar lagt verður til atlögu við hnjúkinn. Samkvæmt venju mun FÍFL einnig bjóða upp á árlega göngu á Eyjafjallajökul (1660 m) á sumardaginn fyrsta 23. apríl. Gengið verð- ur á jökulinn frá Seljavöllum og má gera ráð fyrir að gangan taki um 9-10 klst. Fararstjóri verður Gunnar Guðmundsson lungnalæknir og formaður FÍFL og honum til aðstoðar nokkrir aðrir meðlimir FÍFL. Þátttaka takmarkast við 20 manns en þetta er upplögð æfingaferð fyrir Hvannadalshnjúk. Því eru þeir sem þegar hafa skráð sig í þá göngu hvattir til að taka einnig þátt í þessari. Best er að skrá sig með því að senda tölvupóst á annaðhvort ggudmund@landspitali.is eða tom- asgud@landspitali. is Hvannadalshnjúkur (2110) úr suðvestri. Skaftafellsheiði og Hafrafell i forgrunni. Ljósmynd: Guðbjartur Kristófersson. Eyjafjallajökull (1660) úr suðri. FÍFL ráðgerir göngu á jökulinn á sumardaginn fyrsta. Ljósmynd: Tómas Guðbjartsson. LÆKNAblaðið 2008/94 319
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.