Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2008, Síða 53

Læknablaðið - 15.04.2008, Síða 53
U M R Æ Ð U R 0 G FRÉTTIR LANGVINNIR SJÚKDÓMAR L_ öldrunarlækna og sérfræðinga í ýmsum greinum lyflækninga í tilviki aldraðra. Þessir læknar þurfa að byggja upp kerfi í samvinnu við aðra fagaðila og félagsþjónustuna til að öllum sé tryggð þjónusta við hæfi. Þjónusta við fæmiskerta aldraða einstak- linga sem búa heima ætti að fela í sér vitjanir lækna og hjúkrunarfræðinga í auknum mæli." Hlutverk sjálfstætt starfandi sérfræðilækna Runólfur segir sjálfstætt starfandi sérfræðilækna gegna veigamiklu hlutverki við eftirlit og meðferð langvinnra sjúkdóma og telur að stefnuleysi ríki varðandi hver þeirra hlutdeild eigi að vera sem og samstarf þeirra við aðrar stofnanir, til dæmis Heilsugæsluna og Landspítalann. „A undanförnum ámm hafa verið byggðar upp af miklum myndarskap miðstöðvar sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, til dæmis Læknasetrið. Starfsemi þessara miðstöðva hefur hins vegar ekki þróast nægilega til að þar sé unnt að veita heild- ræna þjónustu við langveika. Segja má að flestir sjálfstætt starfandi læknar séu einyrkjar sem sam- nýta húsnæði og rannsóknaaðstöðu. Kerfisbundin nálgim að þjónustu við sjúklingahópa með til- tekna algenga sjúkdóma er því sjaldnast fyrir hendi. Þá er fremur ótryggt aðgengi að læknum sem í mörgum tilvikum eru ekki við á stofunni nema einn eða tvo daga í viku. Þá er þjónusta sérgreina innan læknamiðstöðva yfirleitt ekki skipulögð á heildrænan hátt. Til dæmis virðist lítið um að læknar leysi hver annan af þegar með þarf. Það verður að teljast miður að læknum hafi ekki tekist að skipuleggja starfsemi sína betur og er hér sennilega bæði þeim sjálfum um að kenna og hugsanlega þröngsýni þeirra fulltrúa yfirvalda (Tryggingastofnun ríkisins) sem annast hafa samninga við þessa aðila." Til að finna fyrirmyndir að fjölþættari þjónustu sjálfstæðra læknamiðstöðva segir Runólfur að horfa megi til annarra landa. „Sums staðar erlendis hafa sjálfstæðar lækna- miðstöðvar þróast miklu meira en hér og bjóða þær upp á alhliða þjónustu og greitt aðgengi að lækni ef bráð vandamál koma fyrir, til dæmis aukaverkanir lyfja sem læknir hefur ávísað. Þetta er gert á þann hátt að nokkrir læknar, gjaman innan sömu sérgreinar, starfa saman í hóp og dekka hver fyrir annan. Auk þess skipuleggja þeir gjarnan kerfisbundna þjónustu fyrir algenga sjúk- dóma, svo sem lífsstílssjúkdóma eins og offitu, sykursýki 2 og háþrýsting. Einnig standa slíkar miðstöðvar oft fyrir umfangsmiklu forvamastarfi í samvinnu við aðra fagaðila, líkamsræktarstöðvar og svo framvegis. í samningum við sjálfstætt starf- andi sérfræðilækna þarf að skilgreina betur hvaða þjónustu ætlast er til að þeir veiti þegar sjúklingar með langvinna sjúkdóma eru annars vegar. " Runólfur Pálsson yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala. LÆKNAblaðið 2008/94 321
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.