Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2008, Page 55

Læknablaðið - 15.04.2008, Page 55
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR LANGVINNIR SJÚKDÓMAR Hlutverk sjúkrahúsa, einkum Landspítala „Það er að miklu leyti sjálfgefið hvaða verkefni sjúkrahúsin sjá um, til dæmis alvarlega bráða sjúkdóma og slys, og hverju er sinnt utan spítala. Hins vegar þarf að skilgreina hvaða ferlisjúkling- um skuli sinnt af læknum Landspítalans og snertir það fyrst og fremst þjónustu vegna langvinnra sjúkdóma. Skipulag ferliþjónustu Landspítalans er vægast sagt tilviljunarkennt og byggist fyrst og fremst á persónulegu framlagi ákveðinna lækna. Að mínu mati ætti áherslan á Landspítala að vera á alvarlega sjúkdóma, sjúklinga með fjölþætt vanda- mál og svo þá sem búa við mikla færniskerðingu. Slíkum verkefnum er æskilegt að sinna í tengslum við sjúkrahús vegna fjölþættra þjónustumögu- leika og greiðs aðgengis fyrir sjúklinga. Einnig er göngudeildarþjónusta nauðsynleg vegna kennslu- hlutverks spítalans. I sumum sérgreinum lækn- inga, svo sem nýrnalækningum og krabbameins- lækningum, hefur verið byggð upp umfangsmikil þjónusta við ferlisjúklinga á Landspítalanum, en í ýmsum greinum er engin skipuleg þjónusta fyrir hendi. Ljóst er að sum viðfangsefni, til dæmis al- varleg líffærabilun, eiga nær undantekningarlaust eiga heima á Landspítalanum." Umsjónarlæknir sjúklings Lykilatriði í hugmyndum Runólfs er að allir sem glíma við langvinna sjúkdóma og í raun allir þegnar samfélagsins hafi umsjónarlækni. „í flest- um tilvikum ætti það að vera heilsugæslulæknir en það má þó ekki hindra aðgengi að þjónustu sérfræðilækna þegar hennar er þörf. Heilsugæslan á að hafa yfirsýn yfir málefni allra einstaklinga sem njóta þjónustu ákveðinnar stöðvar, sama á við um sjálfstætt starfandi heimilislækna. Það getur ekki verið flókið verkefni. Forsenda þess er að heilsugæslulæknar hafi aðgang að upplýsingum um sjúklinga sína og stöðu þeirra þegar þeir njóta þjónustu annarra þátta heilbrigðiskerfisins. Víða erlendis er þetta í mun betri farvegi en hér og byggist það á öflugri samvinnu lækna innan og utan sjúkrahúsa. Á Landspítala þekkist varla að heilsugæslulæknar vitji langveikra sjúklinga sem eru í þeirra umsjá. Hér virðist vera veruleg tregða í þessum samskiptum og úr því verður að bæta. Umsjón með lyfjameðferð sjúklinga þarf einnig að bæta. I mörgum tilvikum eru sjúklingar með lang- vinna sjúkdóma á nokkrum eða jafnvel mörgum lyfjum. Stundum eru þeir með nokkra sjúkdóma og eru í eftirliti hjá fleiri en einum lækni. Því miður er ekki óalgengt að enginn hafi heildaryfirsýn yfir lyfjameðferðina. Því geta fylgt alvarlegar afleið- ingar. Þessu verður að breyta. Lyfjagagnagrunnur landlæknis og TR gæti reynst gagnlegur í þessu tilliti og rafrænar lyfjaávísanir eru merkt framtak en ég legg auk þess til að ávallt verði skilgreint hver sé umsjónarlæknir sjúklings með langvinnan sjúkdóm. Oft er það heilsugæslulæknir en það getur verið sérfræðilæknir þegar um alvarlegan sjúkdóm er að ræða. Hver það er verður að liggja fyrir og allar ný]ar lyfjaávísanir þyrfti þá að til- kynna þessum umsjónarlækni. Rafræn kerfi hljóta að gera þessa skráningu mögulega." Rafræn sjúkraskrá Af orðum Runólfs er ljóst að rafræn sjúkraskrá er grundvallaratriði í heildstæðri læknismeðferð sjúklinga með langvinna sjúkdóma. Eigi allir sem koma að meðferðinni að hafa nægilega góða yfirsýn verður aðgengileg rafræn sjúkraskrá að vera til staðar. „Nútímaupplýsingatækni á að sjálfsögðu að vera grundvallarþáttur í heilbrigðiskerfi okkar, ekki síður og kannski enn frekar en á ýmsum öðrum sviðum samfélagsins. Tilkoma rafrænna sjúkraskrárkerfa er eitt stærsta framfaraskref í heilbrigðisþjónustu á síðari árum. Allar vestrænar þjóðir vinna að því göfuga takmarki að koma á samtengdri rafrænni sjúkraskrá sem allir læknar verða að tengjast og geta þannig samnýtt heilsu- farsupplýsingar sjúklinga. Þetta er gríðarlega umfangsmikið og flókið verkefni fyrir fjölmennar þjóðir þar sem eru hundruð eða jafnvel þúsundir sjúkrastofnana sem margar hafa þegar komið sér upp rafrænni sjúkraskrá. Því miður er víðast hvar sá vandi fyrir hendi að það er ekki hægt að tengja saman þessi sjúkraskrárkerfi. Rafræn sjúkraskrá hefur ekki þróast nægilega hratt hér á landi og því þarf stórátak að eiga sér stað á því sviði. Því fylgir óhjákvæmilega kostnaður en hann mun skila sér til baka vegna hagræðingar sem rafræn sjúkraskrá mun hafa í för með sér. Því til stuðnings má benda á að margar vestrænar þjóðir hafa lagt mikla fjár- muni í uppbyggingu rafrænnar sjúkraskrár. Hér á landi ætti þetta að vera tiltölulega einfalt, að minnsta kosti í samanburði við erlendar þjóðir, þar sem mannfjöldinn er viðráðanlegur og sjúkra- stofnanirnar þó ekki fleiri en þær eru." LÆKNAblaðið 2008/94 323

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.