Læknablaðið - 15.04.2008, Side 63
U M R Æ Ð U R O G FRÉTTIR
F R Á SIÐANEFND |
Úrskurður siðanefndar LÍ
Úrskurðurinn er birtur í Læknablaðinu skv. tilmælum siðanefndar
Ár 2008, miðvikudaginn 12. mars, kom Siðanefnd Læknafélags
íslands saman á skrifstofu formanns í Dómhúsinu við
Lækjartorg. Nefndina skipa Allan V. Magnússon, formaður,
Ingvar Kristjánsson læknir og Stefán B. Matthíasson læknir.
Fyrir var tekin kæra Kára Stefánssonar læknis frá 20. október
2005 á hendur Vilhjálmi Rafnssyni lækni og kveðinn upp svo-
hljóðandi.
Úrskurður
Með bréfi dagsettu 20. október 2005 kærði lögmaður Kára
Stefánssonar læknis Vilhjálm Rafnsson lækni til Siðanefndar
Læknafélags íslands.
Hinni kærðu háttsemi lýsir lögmaðurinn svo að kærði hafi,
sem ritnefndar- og ábyrgðarmaður Læknablaðsins, veitt atbeina
sinn og samþykki sem ábyrgðarmaður Læknablaðsins, fyrir
birtingu ærumeiðandi ummæla um Kára Stefánsson lækni í
grein undir fyrirsögninni „Nýi sloppur keisarans" í 9. tblv 91
árg. Læknablaðsins 2005. Telur hann háttsemi þess varða við 28.
gr. Codex Ethicus Læknafélags íslands („LÍ"), og 2. gr. laga LÍ.
Þess er krafist
1. Að Siðanefnd LÍ úrskurði, að i) kærði hafi með háttsemi sinni
brotið gegn Codex Ethicus LI og að ii) siðanefnd finni að hátt-
semi kærða og honum verði veitt áminning skv. 16. gr. við-
auka við Lög Læknafélags íslands.
2. Að forsendur og úrskurðarorð úrskurðar verði birt í
Læknablaðinu skv. 21. gr. viðauka við lög LÍ án nafnleyndar.
Af hálfu kærða er þess krafist að öllum kröfum kæranda á
hendur honum verði hafnað.
í 9. tbl. 91. árg. Læknablaðsins 2005 og í vefútgáfu blaðsins
birtist grein eftir Jóhann Tómasson lækni undir fyrirsögninni
„Nýi sloppur keisarans". Kveður kærandi hana hafa verið
birta með vitund og vilja Vilhjálms Rafnssonar, ábyrgðarmanns
blaðsins. í umræddri grein hafi höfundur veist að kæranda og
starfsheiðri hans sem lækni, m.a. í tengslum við störf hans sem
sérfræðings í taugalækningum á taugalækningadeild LSH sum-
arið 2005. Einnig haldi höfundur því fram í greininni að lækn-
ingaleyfi kæranda séu ógild. Hafi kærandi margoft þurft að þola
svipuð tilskrif af hendi greinarhöfundar á opinberum vettvangi
á síðustu árum, en hér sé þó, á síðum Læknablaðsins, málgagns
lækna, gengið mun lengra en nokkru sinni fyrr.
Það geti ekki dulist neinum sem til þekkir, allra síst lækni
og ábyrgðarmanni prent- og vefmiðils, að fullyrðingar í grein
Jóhanns Tómassonar brjóti gróflega gegn 28. gr. Codex Ethicus,
auk þess að ábyrgðarmanninum hefði átt að vera ljóst að einnig
sé brotið gegn XXV. kafla almennra hegningarlaga um meiðyrði,
með því að hann hafi borið ábyrgð á og veitt atbeina sinn til,
að breiða út óhróður um kæranda, sem auk þess var fallinn til
að skerða atvinnuöryggi hans sem læknis. Þrátt fyrir þetta hafi
umrædd grein verið birt með vitund og vilja kærða Vilhjálms
Rafnssonar ábyrgðarmanns blaðsins og sé hann aðalmaður
í broti á 28. gr. Codex Ethicus ásamt Jóhanni Tómassyni skv.
verknaðarlýsingu greinarinnar.
Einnig telur kærandi að birting greinarinnar brjóti gegn ís-
lenskri meiðyrðalöggjöf, sérstaklega 234. gr. almennra hegning-
arlaga.
Þá sé það ekki síður grafalvarlegt að ásakanir sem settar séu
fram í umræddri grein í málgagni lækna og samtaka þeirra,
Læknablaðinu, þess efnis, að kærandi hafi starfað sem læknir
og sérfræðilæknir án tilskilinna leyfa, fælu í sér ef sannar væru,
refsivert brot á læknalögum nr. 53/1988. Hlutdeild í ósönnum
aðdróttunum um refsiverða háttsemi geti varðað við ákvæði
148. gr., sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga 19/1940 eins og
kærandi telur að hér eigi við.
Þótt siðanefndin sé ekki ætlað að dæma um brot á þeim
almennu lögum sem hér hafa verið rakin sé þó rétt að hafa þau
til hliðsjónar að því leyti, að ef það liggi fyrir eins og hér blasir
við, að læknir hafi framið réttarbrot gagnvart öðrum lækni sem
einnig er brot á almennum lögum, hljóti það að leiða til þeirrar
niðurstöðu að jafnframt hafi verið brotið gegn tilvitnuðu ákvæði
28. gr. Codex Ethicus.
Það sé einnig sérlega ámælisvert að kærði Vilhjálmur hafi
ekki gripið til neinna þeirra ráðstafana sem honum hafi verið
tiltækar til að draga úr tjóni vegna fyrrgreindar birtingar, t.d.
með því draga umrædda grein til baka, afmá hana úr vef-
útgáfu Læknablaðsins, gangast fyrir því að blaðið bæði kær-
anda afsökunar á birtingunni og harma hana. Þá sýnir það hve
kærði Vilhjálmur sé forhertur í viðvarandi brotastarfsemi sinni
að hann hafi aftekið að takmarka tjón af birtingu greinarinnar
með því að neita að afmá hana úr vefútgáfu Læknablaðsins
þegar tillaga um það var borin upp á ritstjórnarfundi blaðsins
20. september 2005 og sé greinina ennþá að finna í vefútgáfunni
þegar þetta er ritað. Tjón kæranda af vefútgáfunni hafi aukist
síðan enn við það að hún hafi orðið tilefni fréttar í aðalfréttatíma
Ríkissjónvarpsins. Sú umfjöllun hafi orðið til þess að aðstoð-
arlandlæknir hafi þurft að lýsa því yfir að kærandi hefði starfað
í skjóli gilds lækningaleyfis, en annars hefðu störf hans falið í sér
lögbrot sem varðað geta refsiábyrgð.
Læknablaðið njóti mikillar virðingar sem ritrýnt (e. Peer-
reviewed) vísindatímarit þar sem gerðar séu strangar kröfur til
efnis og efnistaka þeirra greina sem þar birtast. Greinar sem birt-
ist í slíkum tímaritum þyki því mun áreiðanlegri og síður hafnar
yfir gagnrýni en þær sem birtist annars staðar, t.d. í dagblöðum
sem oft séu ekki vönd að virðingu sinni. Jafnvel sé litið svo á að
efni sem birtist í ritrýndum tímaritum endurspegli að nokkru
leyti skoðanir útgefenda slíkra blaða. Því sé það mjög alvarlegt
mál þegar ritrýnt tímarit sem jafnframt er málgagn íslensku
LÆKNAblaðið 2008/94 331