Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2008, Qupperneq 65

Læknablaðið - 15.04.2008, Qupperneq 65
U M R Æ Ð U R F R Á O G FRÉTTIR SIÐANEFND Á því er byggt sérstaklega að sú háttsemi kærða sem kærandi telur að varði við 3. mgr. 22. gr. siðareglna lækna, geti ekki undir neinum kringumstæðum fallið undir þá verknaðarlýsingu sem fram komi í ákvæðinu. Fráleit sé tilvísun kæranda til 234. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 í þessu sambandi enda feli það ekki í sér að bera út móðgun í skilningi ákvæðis að vera ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðs eða tímarits þar sem ærumeið- andi móðgun er birt. Sama marki sé brennd tilvísun til þess að kærandi sé hlut- deildarmaður í broti gegn 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hér verði að hafa í huga að Siðanefnd lækna sé á engan hátt bær til að taka afstöðu til þess hvort læknir hafi brotið gegn refsiákvæðum almennra hegningarlaga og sé skylt að leggja til grundvallar í niðurstöðu að menn séu saklausir af refsiverðri háttsemi nema hún hafi verið sönnuð fyrir dómi. Niðurstaða I úrskurði siðanefndar frá 7. desember sl. segir að umfjöllun Jóhanns Tómassonar læknis í grein £ Læknablaðinu um þá ákvörðun að Kári Stefánsson leysti af lækna á taugadeild Landspítalans (LSH) fæli í sér mjög hvassa gagnrýni á þá ráð- stöfun. Komi þar fram mikil vandlæting greinarhöfundar á ráð- stöfun þessari sem hann er augljóslega mjög ósáttur við. Siðanefnd áréttar að til þess beri að líta að því eru takmörk sett hverjar skorður læknum eru settar þegar þeir fjalla um störf starfssystkina sinna. Of þröng túlkun gæti leitt til þess að menn teldu sér ekki fært að fjalla um menn eða málefni af ótta við að verða sakaðir um brot á siðareglum stéttarinnar og telur Siðanefnd að það sé til þess fallið að hamla eðlilegri umræðu. Því taldi nefndin að ekkert hafi verið því til fyrirstöðu að fjallað var um ráðningu Kára Stefánssonar til afleysinga á taugadeild Landspítalans (LSH) í grein í Læknablaðinu umrætt sinn. Verði enda að játa höfundi svigrúm í þessu efni með vísan til grunnraka þeirra sem liggja að baki ákvæðis 3. mgr. 5. gr. siðareglna lækna. Þá taldi nefndin að greinarskrifin í heild sinni hafi ekki falið í sér brot á siðareglum lækna. Hins vegar taldi nefndin tiltekin ummæli engan veginn fela í sér háttvísi í umtali grein- arhöfundar um starfsbróður sinn. Var það einnig álit nefnd- arinnar að ummælin væru til þess fallin að rýra traust og álit starfsbróður Jóhanns og taldi Siðanefnd að ummælin fælu í sér brot á 3. mgr. 22. gr. siðareglna lækna þar sem segir: Lækni er skylt að auðsýna öðrum læknum drengskap og hátt- vísi jafnt í viðtali sem umtali, ráðum sem gerðum, í ræðu og riti og hann skal forðast að kasta rýrð á þekkingu eða störf annarra lækna. Ákvæði þetta er öldungis samhljóða 1. mgr. 28. gr. siðareglna lækna sem í gildi voru þegar greinin birtist. Samkvæmt fram- ansögðu liggur fyrir það álit Siðanefndar að greinarhöfundur hafi brotið gegn siðareglum lækna með skrifum sínum í umrætt sinn. Greinin er merkt höfundi sínum auk þess sem mynd hans birtist með greininni í Læknablaðinu. Fer því ekkert á milli mála hver sá aðili er sem samkvæmt framansögðu braut gegn siða- reglum lækna með tilteknum ummælum í greininni. Kemur þá til álita hvort kærði hafi brotið gegn siðareglum lækna með því að margnefnd grein birtist í blaði því sem hann var ábyrgðarmaður fyrir. Við það mat verður ekki fram hjá því litið að samkvæmt 1. mgr. 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt ber höfundur refsi- og fébótaábyrgð á efni rits, ef hann hefur nafngreint sig og er auk þess annaðhvort heimilisfastur hér á landi, þegar ritið kemur út, eða undir íslenskri lögsögu, þegar mál er höfðað. Þá segir í 2. mgr. sömu greinar að ef enginn slík- ur höfundur hafi nafngreint sig, beri útgefandi rits eða ritstjóri ábyrgðina, því næst sá er hefur ritið til sölu eða dreifingar, og loks sá, sem annast hefur prentun þess eða letrun. Siðanefnd telur að þegar af þeirri ástæðu að framangreindar ábyrgðarreglur prentlaga eiga við hér beri að sýkna kærða af kröfum kæranda. Birta ber úrskurð þennan í Læknablaðinu. Úrskurðarorð Kærði Vilhjálmur Rafnsson skal sýkn af kröfum kæranda Kára Stefánssonar. Birta skal úrskurð þennan í Læknablaðinu. Allan V. Magnússon Ingvar Kristjánsson Stefán B. Matthíasson LÆKNAblaðið 2008/94 333
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.