Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2008, Page 73

Læknablaðið - 15.04.2008, Page 73
U M R Æ Ð U R 0 G FRÉTTIR í Ð O R Ð 2 0 8 Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali. is Sýrur og basar Blóðsúr Runólfur Pálsson, nýmalæknir og annar af rit- stjórum Handbókar í lyflæknisfræði, hafði samband og sendi ítarlegan tölvupóst sem svar við umfjöll- un í síðasta pistli um súr og sýringu. Runólfur vildi ekki fallast á þá tillögu undirritaðs að heitið acidemia yrði fellt niður og notkun þess hætt. Hann sagði að þörf væri fyrir það. Latnesk-gríska heitið acidemia (L. acidum, sýra; G. haima, blóð) táknar aukinn vetnisjóna-styrk (H+) í blóði og lækkað pH-gildi (eðlilegt gildi í slagæða- blóði er 7,4; bil 7,35-7,45), án tillits til þess hvort aðrar breytingar fylgja. Heitið er ýmist notað stakt eða í samsetningum (isovalericacidemia). Runólfur vill hér nota íslenska heitið blóðsúr, enda er það í samræmi við íðorðasafn lækna. Blóðsýring Fræðiheitið acidosis er sömuleiðis latnesk-grískt (L. acidum, sýra; G. -osis, ástand, ferill) og táknar uppsöfnun sýrandi vetnisjóna (H+) í blóði, vökvum og líkamsvefjum eða tap basískra jóna (HC03). Mótvægisaðgerðir á hverjum tíma geta þó leitt til þess að pH-gildi sé innan eðlilegra marka. Runólfur vill hér nota íslenska heitið sýring, en Iðorðasafn lækna birtir heitið blóðsýring. Blóðsúr og sýring Undirritaður gat þess í síðasta pistli að hann gæti ekki fullyrt að acidemia og acidosis væru aðgreind á rökréttan hátt með íslensku heitunum blóðsúr og blóðsýring. Stöðug hætta er því á að heitunum sé ruglað saman. Vegna fullyrðingar Runólfs um að beggja erlendu heitanna, acidemia og acidosis, sé þörf getur undirritaður ekki annað en fallist á að samsvarandi íslensk heiti séu til reiðu. Lausnin virðist í bili sú að halda fyrra heitinu, blóðsúr um lækkað pH-gildi í blóði (acidemia), en að stytta síðara heiti Iðorðasafnsins, blóðsýring (acidosis), þannig að það verði eingöngu sýring. Með þessu má ef til vill draga úr ruglingi. Rétt er að benda á heitin metabolic acidosis og respiratory acidosis, sem verða þá efnaskiptasýring og öndunar- sýring. Lútur og lýting Runólfur lætur ekki staðar numið við súr og sýringu, hann vill einnig fá niðurstöðu um fyrirbærin alkalemia, sem fengið hefur íslenska heitið lútarblóð í íðorðasafni lækna og alkalosis, sem hefur á sama hátt fengið heitið blóðlýting. Alkalemia er arabísk-grískt heiti (A. al-qaliy, pottaska; G. haima, blóð) sem lýsir minnkuðum vetnisjónastyrk (H+) og hækkuðu pH-gildi í blóði. Alkalosis er einnig arabísk-grískt heiti (A. al-qaliy, pottaska; G. -osis, ástand, ferli), sem lýsir upp- söfnun basa (HC03) í blóði, vökvum og líkams- vefjum eða tapi á vetnisjónum. Samkvæmt erlendum læknisfræðiorðabókum er alkali efni sem gefur frá sér basískar jónir (OH') í lausn og leiðir þar með til hærra pH-gildis en 7,0. í íðorðasafni lækna fær slíkt efni heitið lútur en í íslenskri orðabók Eddu má finna samheitin lútur og basi. Samkvæmt Orðabók Háskólans er einnig til kvenkynsnafnorðið lút og er það þeirra elst í íslensku máli. Blóðlútur Runólfur greindi frá því að ritstjórum Handbókar í lyflæknisfræði hefði ekki líkað íslenska heitið lútar- blóð fyrir alkalemia og að þeir hefðu ákveðið að nota í staðinn heitið blóðlútur. Ekki er ástæða til að amast við því, en svolítið freistandi er að horfa til samstæðunnar blóðsúr (kk, hann súrinn) og blóðlút (kvk, hún lútin). Lýting A svipaðan hátt voru ritstjórarnir ekki alls kostar sáttir við fyrrgreint heiti, blóðlýting, og styttu þeir það og nota nú orðið lýting sem íslenskt heiti á alkalosis. Orðið lýting finnst ekki í tiltækum íslenskum orðabókum, en ekki virðist nein ástæða til að leggjast gegn því. Sýring og lýting virðast ágæt í samstæðu og á sama hátt og fyrr er ástæða til að benda einnig á heitin efnaskiptalýting og öndunarlýting. Sýrustig Ekki er hægt að skilja við þetta stundum ruglingslega efni án þess að minnast til gamans á orðið sýrustig. Það birtist í íslenskum læknisfræðiheitum Guðmundar Hannessonar frá 1954 sem þýðing á aciditet (E. acidity), sýrumagn. Nú er það hins vegar almennt notað sem heiti á pH-gildi lausnar. Almennt segir sýrustig til um það hversu súrar slíkar lausnir eru. Það er því sennilega alveg órökrétt að þurfa að tala um lægra sýrustig í þeirri merkingu að lausnin sé súrari! Skeið Heilsugæslulæknir á landsbyggðinni sendi tölvu- póst til að minna á að sum af okkar „vits- munalegu" heitum næðu ekki alltaf „þráðbeint út til almúgans". Tilefnið var það að hans stuttu og skýru fyrirmæli: „einn stíll í skeið að kvöldi" höfðu valdið sjúklingi hans miklum heilabrotum þegar kom að framkvæmd lyfjagjafarinnar. LÆKNAblaðið 2008/94 341

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.