Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2008, Síða 82

Læknablaðið - 15.04.2008, Síða 82
H U G L E I Ð I N T A K S Æ N G G Þ í HÖFUNDAR N A O G GAKK f'W ■ Guðrún Helgadóttir Guðrún Helgadóttir er Hafnfirðingur, fædd árið 1935. Hún gaf út sína fyrstu bók tæplega þrítug að aldri, Jón Odd og Jón Bjarna (1974) og varð strax vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur þjóðarinnar. Síðan hefur Guðrún sent frá sér fjölda bóka sem íslensk börn hafa lesið og lært af. Hún hefur hlotið góða dóma heima og erlendis og verið skipað á bekk með höfundum á borð við Astrid Lindgren og Thorbjörn Egner. Auk barnabóka hefur Guðrún skrifað skáldsögur, sjónvarpsleikrit og fleira. í Guðrúnarhúsi (2005) er safn greina um verk hennar eftir ýmsa fræðimenn. Guðrún hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín, árið 2005 Bókaverðlaun barnanna fyrir bókina Öðruvísi fjölskylda og sama ár Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu. Tak sæng þína og gakk sagði frelsarinn við lama manninn og sá reis upp alheill, sér að kostnaðarlausu. Þegar ég var barn fannst mér læknirinn okkar, hann Bjarni Snæbjömsson, einmitt svona læknir. Hann lækn- aði bara öll okkar mein þegjandi og hljóðalaust og það kostaði aldrei neitt, enda áttu fæstir pen- inga. Fæstir fengu að vita hvað var að þeim, en mixtúrur Bjarna læknuðu flesta og Hafnfirðingar létust ekki fyrr en í hárri elli. Ef eitthvað alvarlegt steðjaði að, tóku systurnar á St. Jósefsspítala við og það kostaði heldur ekkert. Þar var botnlangi minn fjarlægður þegar ég var sjö ára og ber ég enn stórt og mikið ör á rennilegum kviðnum eftir þá lífgjöf. Bjarni leit eftir mér og systurnar hjúkruðu mér og mér fannst þetta heilagt fólk. Mér fannst hann Bjarni alveg jafngóður og Jesús. Og það fannst öllum, enda var hann kosinn á þing, en ekki er vitað til þess að hann hafi heldur talað þar. Honum var ekkert gefið um þvaður. Hann lét hins vegar verkin tala. Þegar umkomulaus stúlka ól barn á heimili hans og dó af barnsförum, tóku Bjarni og Helga kona hans barnið, sem var alvarlega fatlað, og ólu þau drenginn upp með sínum eigin stóra barnahópi. Hjá þeim var hann í hálfa öld og var allra hugljúfi í bænum. En þó að verkafólkið í firðinum væri félítið, safnaðist afrakstur vinnu þess í digra sjóði sem fleyttu þjóðinni fram á veg til framfara og vel- sældar. Og umfram allt til betri heilsu, enda voru ótrúleg afrek unnin á því sviði, og nægir að nefna útrýmingu berklaveikinnar og stofnun almannatrygginga. Menn gerðu sér grein fyrir rétt eins og Járnkanslarinn Otto von Bismarck að lítið gagn væri að heilsulausri þjóð. Til þess að bæta líf og heilsu þyrftu sameiginlegir sjóðir að koma til. Ekkert væri arðvænlegra fyrir samfélagið en veik- ur maður sem gengi albata aftur út í lífið eftir dvöl á sjúkrahúsi eða aðra læknismeðferð. Enginn tal- aði um að slíkar stofnanir væru reknar með halla. Og árangurinn lét ekki á sér standa. Litla þjóðin okkar tók höfuðstökk úr eymd og örbirgð inn í öfl- ugt samfélag velferðar og hagsældar. Og við kom- umst á blað með hinum ríkustu þjóðum. En nú sýnist heldur betur vera að harðna á dalnum. Öld skósólanna virðist vera að renna upp. í gær mátti heyra útvarp allra landsmanna auglýsa marsípan-sálmabækur og það tók mig nokkra stund að skilja að þær átti að éta. Og Ámi Magnússon hvergi nærri. Og í dagblöðum dagsins auglýsir heilbrigðisráðherrann örvinglaður eftir einhverju fólki sem nenni að taka við veikum gam- almennum og býður húsnæði Landakotsspítala til starfans. Það sárvantar samkeppni í umönnun hinna öldnu. St. Jósefssystur þurftu aldrei að keppa við neinn, hvorki á Landakotsspítala né í Hafnarfirði. Og hjá þeim talaði enginn um rekstr- arhalla. Þær hjúkruðu bara sjúkum og unnu af elskusemi við hlið góðra og vandaðra lækna. Eini hallinn í rekstrinum varð þegar ekki tókst að bjarga lífi. En systumar þurftu heldur ekki að sitja fundi heilu og hálfu dagana, læknamir ekki heldur. Þau voru bara að lækna fólk. Það var algjörlega ástæðulaust að eyða tímanum í að ræða um rekst- ur sjúkrahúsanna við fólk sem ekkert hefur til þess unnið annað að vera duglegt að sleikja frímerki á kosningaskrifstofum landsins. Nú sýnist mér að ómældur tími heilbrigðisstétta fari í að þvaðra um hallann í heilbrigðiskerfinu á svipuðu plani og tapið í laxeldinu eða refaræktinni. En kannski mætti ræða óheyrilegan verkjalyfjakostnað vegna langs biðtíma eftir aðgerðum og annað sem tengist heilsu landsmanna og læknisverkum. En kosningasmalarnir vita lítið um svoleiðis tap. Þeir sitja bara í stjóm sjúkrahúsanna og í ráðuneytunum og horfa tileygir á aukinn kostnað vegna þeirra gífurlegu framfara sem orðið hafa í tækni og lyfjum, sem nú bjarga mannslífum sem áður var ógerlegt. Þessar framfarir heita á þeirra máli halli. Er ekki kominn tími til að heilbrigðisstétt- imar hætti að láta bjóða sér þessa endileysu? Og fari aftur að vera læknar eins og hann Bjami Snæbjörnsson og systurnar á St. Jósefs með öllum þeim möguleikum sem ekki vom til staðar í þeirra tíð? Að þeir reki hagfræðingana og hagræðingana heim til þess að lesa sér til um hvað sé arðbært í samfélaginu og hvað ekki? Þá kynnu þeir góðu fræðingar að komast að því að það getur aldrei orðið halli á heilbrigðisstofnunum. Öll sú vinna sem þar fer fram er hreinn gróði fyrir samfélagið allt. Sá eini sem máli skiptir þegar öllu er á botn- inn hvolft. Um það held ég að þjóðin sé sammála. Eigum við ekki að sameinast um að leggja því frábæra fólki sem vinnur við lækningar og umönnim sjúkra í þessu landi það fé sem nauðsynlegt er að þess eigin mati til að veita sérhverju landsins bami þá læknisþjónustu sem talin er með þeirri bestu í heimi hér? Það fólk er aðeins í samkeppni um eitt: að berjast við sjúkdóma og þrautir, sem sækja að okkur öllum, og vinna sem flesta sigra. Eitt er að éta sálmabækur í hallæri, en að svelta heilbrigð- iskerfið er heimskulegt. 350 LÆKNAblaðið 2008/94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.