Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2008, Qupperneq 3

Læknablaðið - 15.12.2008, Qupperneq 3
Frá vinstrí: Gunnar Helgi Guðmimdsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Oddur Stcinarsson, Gcrður Jónsdóttir, Sigurður Halldórsson, Sigríður Ýr Jensdóttir, Jörundur Kristinsson, Sturla Johnsen, jóhann Ágúst Sigurðsson, Alina Eir Svavarsdóttir, Þórarinn Þorbergsson, Pétur I. Pctursson, Guðbjörg Birna Guðmundsdóttir, Jón Torfi Halldórsson, Katrín Fjeldsted, Guðmundur Jörgensen og Elínborg Bárðardóttir. Félag íslenskra heimilislækna 30 ára Þing Félags íslenskra heimilislækna var haldið á Grand Hótel 17.-18. október sl. og var sótt af um 120 læknum víðs vegar að af landinu. Á dagskrá var fjöldi erinda og tvö málþing um framtíð heirn- ilislækninga og mönnun í nánustu framtíð og um sjálfstæðan rekstur. Einnig var dagskrá í tilefni 30 ára afmælis félagsins þar sem farið var um víðan völl heimilislækninga. Verðlaun fyrir besta fram- lagið hlaut heilsugæslan í Efra-Breiðholti fyrir fjölda gæðaverkefna sem kynnt voru á þinginu og Ólafur Stefánsson fékk Heimilislæknarósina fyrir störf að félagsmálum FÍH. Yfir hátíðarkvöldverði var þeim sem lokið hafa sémámi í heimilislækningum í samræmi við marklýsingu FÍH og kröfur heimilislæknisfræði við læknadeild HÍ afhent viðurkenningarskjal þess efnis. Á myndinni eru nýútskrifaðir heimilislæknar ásamt prófessomum í heimilislækningum, kennslu- stjóra, mentorum og kennurum auk formanns. ■■^MM LISTAMAÐUR M Á N AÐA R I N S Á forsíðu Læknablaðsins er mynd af málverki eftir kunnan listamann, Eggert Pétursson (f. 1956). Ekki er langt um liðið síðan haldin var stór sýning á verkum hans á Kjarvalsstöðum og af því tilefni gefin út vegleg bók. Hér getur að líta verk sem enn hefur ekki komið fyrir sjónir almennings, Eggert hefur nýlokið við það, en það er eins og öll hans verk án titils og unnið á löngum tíma, 2007-2008. Glöggir munu kannast við jurtina sem er fyrirmynd verksins, smárabreiða sem að hluta til er í blóma. Það reynist flóknara mál að festa hendur á því sem umlykur hana, þar má greina vísanir í jurtaheiminn en litir og form flaeða saman í mörgum lögum og móta gulleita umgjörð. í heild byggir verkið á grunnformum hrings og fernings og er þannig samhverft en þó er augljóst að það snýr á einn veg. Á gróðurbreiðuna fellur Ijós að ofan og hún skyggist að neðan sem gefur tilfinningu fyrir því að hún sé kúpt. Umgjörðin lýsist að sama skapi í efri hluta verksins en dökknar neðst. Verk Eggerts Péturssonar virðast fljótt á litið hrein og bein eftirlíking náttúrunnar, enda stundum vísað til hans sem „blómamálarans”. Þegar þau eru skoðuð nánar koma eiginleikar í Ijós sem kollvarpa þessari fullyrðingu, hið raunsæislega tekst á við hið óhlutbundna, hið náttúrulega við hið manngerða og hið efniskennda við hið hugmyndafræðilega. Eggert gerir í því að rjúfa tenginguna við náttúruna með því að nefna verkin ekki eftir því sem þar er að sjá, þau eru ekki málverk af þessari eða hinni jurtinni, miklu fremur sjálfstæð verk sem lúta lögmálum myndlistar. I sögulegu samhengi má greina framhald af landslagshefð íslenskrar málaralistar, þar sem áður var horft í fjarska fram undir sjóndeildarhring er nú horft niður og eins nálægt og komist verður. Eins er tenging til staðar við konseptlist sjöunda og áttunda áratugarins, þar sem eðli myndlistar var krufið og efasemdir settar fram um að listaverk geti í sjálfu sér borið merkingu, hún verði að koma utan frá. Hugmyndafræðilega endurspegla verk Eggerts tíma sem skynja má í fínlegu handverkinu og uppbyggingu litalaganna. (mörgum nýrri verka Eggerts, rétt eins og í því sem hér um ræðir, er efsta lagið að hluta til hvitt. Þótt undir leynist raunsæisleg og þaulunnin eftirmynd gróðurs málar hann hvíta litleysu yfir, eins og til þess að undirstrika eiginleika málverksins og að það sé sköpunarverk hans sem listamanns en ekki hlutlaus speglun náttúrunnar. Að því sögðu er Ijóst að það veitir mikla ánægju að leita uppi náttúruna í verkum Eggerts og dást að smáatriðunum í hverjum stilk og laufi. Jólagetraun Læknablaðsins að þessu sinni er hvort hugsanlega leynist fjögurra blaða smári í breiðunni. Gleðilega hátíð! Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag (slands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Margrét Árnadóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@iis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@iis.is Upplag 1700 Áskrift 6.840,- m. vsk. Lausasala 700,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prentsmiðjan Oddi Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Ubrary of Medicine), Science Citation Index (SciSearch) og Journal Citation Reports/Science Edition. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Ubrary of Medicine), Science Citation Index (SciSearch) and Journal Citation Reports/Science Edition. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2008/94 799
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.