Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 22
F R Æ Ð I G R E I Y F I R L I T N A R sjúklinga. Tengslin gætu skýrst af bólgusvörun og fibrínútfellingum sem fylgja sýkingum.13 Óljóst er hvers vegna umlykjandi lífhimnuhersli greinist eftir að kviðskilunarmeðferð hefur verið stöðvuð. Stór hluti þeirra sjúklinga sem hætta í kviðskilun hafa mjög gegndræpa lífhimnu og eru þannig í aukinni áhættu.9 Hjá slíkum sjúklingum gæti sjúkdómsferlið einfaldlega hafa verið vel á veg komið þegar kviðskilun var stöðvuð. Auk þess gæti verið skaðlegt að hætta þeirri skolun sem af kviðskilun hlýst.21 Langflestir nýraþegar fá meðferð með kalsíneurínblokka til að koma í veg fyrir höfnun en þau lyf ýta undir bandvefs- myndrrn.24'25 Erfðaþættir gætu ráðið því hversu hætt sjúk- lingum er við umlykjandi lífhimnuhersli. í því til- liti er helst horft til gena sem kóða fyrir prótínum sem hafa áhrif á bólgu og bandvefsmyndun. í lítilli rannsókn fannst munur á erfðabreytileika gens sem kóðar fyrir AGE-viðtaka milli kviðskilunar- sjúklinga með og án umlykjandi lífhimnuherslis.26 Að lokum má nefna að sú eitrun sem fylgir nýrnabilun gæti komið við sögu. Stór rarmsókn sýndi að bandvefslag lífhimnunnar var að með- altali 50 |im hjá hraustu fólki, 150 |im hjá blóð- skilunarsjúklingum og 270 |im hjá kviðskilunar- sjúklingum.27 Einkenni og greining Meirihluti sjúklinga fær hægt vaxandi einkenni. Helstu einkenni stafa af garnastíflu sem kemur oftast í köstum til að byrja með en getur orðið stöðug. Sjúklingarnir fá svæsna kviðverki, ógleði og uppköst og næringarástand versnar. Við skoð- un eru garnahljóðin léleg og oft þreifast fyrirferð í kviðnum. Oft sést aukning á bráðafasaprótínum (til dæmis CRP) í sermi við upphaf einkenna. Síðustu ár hafa birst lýsingar á bráðasjúkdómi sem kemur oftast í kjölfar lífhimnubólgu.28'33 í þessum tilvikum eru sjúklingarnir jafnan fárveikir með háan hita og mikla aukningu á bráðafasapró- tínum í sermi. Ekki er vitað hversu stór hluti þeirra sem greinast með umlykjandi lífhimnuhersli í tengslum við lífhimnubólgu veikjast á þennan hátt en um mikinn minnihluta virðist vera að ræða. Grunur vaknar oftast vegna einkenna. Stað- festing fæst með myndgreiningarrannsókn eða kviðarholsaðgerð. Á sneiðmynd sjást kalkanir og þykkveggja, samanlóðaðar garnalykkjur.34 Mælt er með sneiðmynd til greiningar en ómskoðun má nota til að fylgjast með þykkt garnaveggja hjá kviðskilunarsjúklingum.35 Við kviðarholsaðgerð kemur í ljós þykk, brúnleit lífhimna sem líkist leðri. Hún þekur kviðarholið að innan og myndar hjúp sem þrengir að görnum. Við smásjárskoðun á líf- himnusýni sést þykknuð lífhimna með misþykku frumufátæku bandvefslagi. Bólgufrumuíferð í vefnum er yfirleitt mjög lítt áberandi. Smáæðar eru misáberandi eftir svæðum. Meðferð og horfur Við greiningu umlykjandi lífhimnuherslis er kvið- leggur fjarlægður og kviðskilun hætt. Verkjalyfja- meðferð og næringu í æð er beitt eins og þurfa þykir. Ein og sér hafa þessi úrræði þó lítil áhrif á gang sjúkdómsins sem nánast alltaf leiddi til dauða áður fyrr. Þótt sjúkdómurinn sé sjaldgæfur og ekki til neinar slembaðar meðferðarrannsóknir er augljóst að horfur hafa batnað verulega við notkun lyfja og þróun skurðaðgerðar. Sykursterar hafa bjargað lífum í svæsnum bráðatilfellum.28'33 Menn telja þá einnig gera gagn við hægari sjúkdómsgangi og er því mælt með sykursterum í þeim einu meðferðarleiðbeiningum sem til eru.21 Nákvæmar leiðbeiningar varðandi skammtastærð og meðferðarlengd liggja ekki fyrir en menn hafa trú á að meðferðin hjálpi mest snemma í ferlinu.21 Önnur ónæmisbælandi lyf hafa verið reynd í litlum mæli, til dæmis azatíóprín og mýkófenílat mófetíl.36' 37 Tamoxífen hefur gefið góða raun við aftanskinutrefjun (retroperitoneal fibrosis) og var þess vegna upphaflega reynt við umlykjandi lífhimnuhersli.38 Meðferð einstakra tilfella eða lítilla hópa bendir til gagnsemi en þó verður að athuga að stundum hafa sykursterar verið gefnir samtímis.39’42 Lengst af var talið að forðast ætti skurðaðgerðir við umlykjandi lífhimnuhersli enda dóu flestir af völdum lífhimnubólgu eftir aðgerð.43 Þetta breyttist eftir að þróuð var aðgerð sem byggist á að skræla bandvefspokann varlega utan af göm- unum og losa samvexti44 og birtur árangur 112 slíkra aðgerða hjá 86 sjúklingum.44 Dánartíðni eftir aðgerð var 5,8% en aðrir hlutu bata að einhverju eða öllu leyti. Tæplega fjórðungur sjúklinga fékk þó sjúkdóminn aftur eftir 15 mánuði að meðaltali og þurfti að fara í eina eða fleiri enduraðgerðir.44 Þeir sem þurftu að fara í enduraðgerð höfðu sam- kvæmt smásjárskoðun fleiri smáæðar í lífhimnu en hinir. Var það eini marktæki forspárþáttur end- urkomu sem höfundar fundu.44 Fyrirbyggjandi aðgerðir Best væri að fyrirbyggja umlykjandi lífhimnu- hersli. Leiðbeiningar um fyrirbyggjandi aðgerðir hafa nýlega verið birtar þó lítið sé um hágæða- rannsóknir á sjúkdómnum.21 Samkvæmt leiðbein- ingunum á að nota þá veikustu glúkósalausn sem hægt er án þess að sjúklingur safni á sig vökva. Áhersla er lögð á að leita leiða til að koma í veg fyrir lífhimnubólgu. Óhætt er talið að beita kvið- skilun án varúðarráðstafana í fimm ár ef ekki 818 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.