Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
Tafla I. TNM stigun krufningagreindra nýrnafrumu-
krabbameina 1971-2005. Gefinn er upp fjöldi tilfella og
% í sviga.
‘TNM-stigun n (%)
1 89 (83,2)
II 5(4,7)
III 6 (5,6)
IV 7 (6,5)
'Upplýsingar vantaói fyrir þrjú æxli.
um sem er 0,71% krufninga eða 7,1 tilfelli/1000
krufningar. Á sama tímabili greindust í heild
1023 nýrnafrumukrabbamein og voru krufninga-
greindu tilfellin 10,8% þeirra, lægst 1,9% á árunum
1996-2000 og hæst 20,5% á árunum 1991-1995. Alls
greindust 913 sjúklingar á lífi á þessu tímabili, þar
af 255 fyrir tilviljrm, oftast vegna myndrannsókna
á kviði sem framkvæmdar voru vegna óskyldra
sjúkdóma.
Skipting 110 krufningagreindu tilfellanna ásamt
krufningahlutfalli á fimm ára tímabilum er sýnd á
mynd 1. Krufningahlutfallið hækkaði fyrstu 10 ár
rannsóknarinnar úr 30,7% í 38% (p<0,001) en lækk-
aði aftur frá 1981-2005 úr 36,4% í 15,2% (p<0,001).
Fjöldi tilfella var breytilegur og sem dæmi voru 11
tilfelli greind 1971-75, 38 tilfelli 1991-1995 og 9 til-
felli 2001-2005. Á mynd 2 er sýnd hlutfallsleg tíðni
krufningagreininga (fjöldi tilfella/1000 krufning-
ar) sem einnig var breytileg á fimm ára tímabilum
(p<0,001), 1,8-18,8/1000 krufningar frá 1971-2005.
Tvö tímabil skera sig úr, 1991-1995 þegar tíðnin
er há (18,8/1000 krufningar) og 1996-2000 þegar
tíðnin er lág (1,8/1000 krufningar) (p<0,001).
Breytingar á tíðni eru þó ekki tölfræðilega mark-
tækar yfir 10 ára tímabil.
Meðalaldur krufningagreindra sjúklinga var
74,4 ár. Heldur fleiri karlar greindust en konur og
var hlutfall karla og kvenna 1,6 (p=0,87). Alls fund-
ust 52 (49,1%) æxli í hægra nýra og 50 (47,2%) í því
vinstra (p=0,84). Fjórir (3,8%) sjúklingar voru með
æxli í báðum nýrum og hjá fjórum vantaði upp-
lýsingar um staðsetningu. Stærð krufninga-
greindra æxla var að meðaltali 3,7 cm (bil 0,4-18
cm) og voru 58 þeirra (61,1%) undir 4 cm og 9
(9,5%) yfir 7 cm. Hjá 15 sjúklingum vantaði upp-
lýsingar um stærð. TNM-stigun krufningagreindu
æxlanna er sýnd í töflu I. Langflest æxlanna voru
á stigi I.
Flest æxli voru af tærfrumugerð eða 80 (74,1%)
talsins, 23 (21,3%) totumyndandi, þrjú (2,8%) af
litfælugerð og tvö (1,9%) reyndist ekki unnt að
flokka. Meirihluti æxlanna var af gráðu 2 eða 72
(67,3%), 19 (17,8%) voru af gráðu 1, 13 (12,1%)
af gráðu 3 og þrjú (2,8%) af gráðu 4. í þremur
tilfellum var ekki hægt að meta gráðu. Í sjö (6,5%)
tilfellum voru meinvörp til staðar, oftast í eitlum.
Ekki voru marktækar breytingar á stærð, stigun,
gráðun, vefjagerð eða aldri sjúklinga á fimm ára
tímabilum (p>0,l).
Tafla II sýnir samanburð á krufningagreindum
æxlum og þeim sem greindust í sjúklingum á lífi.
Kynjahlutfall var sambærilegt, einnig hlutfall æxla
í hægra og vinstra nýra. Krufningagreindu tilfellin
voru marktækt minni eða 3,7 cm samanborið við
7,3 cm (p<0,001). Totumyndandi æxli voru hlut-
fallslega algengari meðal þeirra sem greindust
við krufningu (p<0,001). Aftur á móti var tær-
frumugerð algengari meðal þeirra sem greindust
í lifandi lífi (p<0,001). Krufningagreindu æxlin
reyndust á lægri stigum og gráðum (p<0,001).
í töflu III er sýndur samanburður á nýrna-
frumukrabbameini greindu við krufningu og hjá
lifandi sjúklingum sem greindust fyrir tilviljun.
Þeir sem greindust við krufningu voru marktækt
eldri en hinir en æxlin voru hins vegar marktækt
minni og mirnaði 1,7 cm (p<0,001). Auk þess voru
þau á lægri stigum (p=0,0001) og gráðum (p=0,04)
en tilviljanagreindu æxlin, enda þótt munurinn
væri ekki jafnmikill og fyrir allan hópinn sem
greindur var lifandi. Totumyndandi æxlisgerð var
sömuleiðis hlutfallslega algengari í krufninga-
greinda hópnum en tærfrumugerð sjaldgæfari.
Tafla II. Samanburður á nýrnafrumukrabbameinum greindum við krufningu og hjá þeim
sjúklingum sem greindir voru lifandi.
Lifandi greindir Krufningagreindir p-gildi
Fjöldi 913 110
Meöalaldur 65,0 74,4 <0,001
Hlutfall karla/kvenna 1,6 1,6 0,96
Æxli hægra megina 471(51,8) 52 (49,1) 0,45
Meðalstaerð (cm)b 7,3 3,7 <0,001
Vef|agerðc
Tærfrumuæxli 743 (89,4) 80(74,1)
Totumyndandi æxli 66 (7,9) 23 (21,3) <0,001
Annað 22 (2,6) 5 (4,6)
Fuhrman gráðund
1 53 (6,4) 19 (17,8)
2 413 (49,9) 72 (67,3) <0,001
3 277 (33,5) 13 (12,1)
4 85 (10,3) 3 (2,8)
TNM stige
1 269(29,5) 89 (83,2)
II 113 (12,4) 5(4,7) <0,001
III 216 (23,7) 6 (5,6)
IV 313 (34,4) 7 (6,5)
aUpplýsingar vantaói fyrir fjögur æxli í báöum hópum. bUpplýsingar vantaöi fyrir 67 og 15 æxli í hópunum tveimur. cUpplýsingar vantaði fyrir 82 og tvö æxli. dUpplýsingar vantaöi fyrir 85 og þrjú æxli. eUpplýsingar vantaói fyrir tvö og þrjú æxli í hópunum tveimur.
LÆKNAblaðið 2008/94 809