Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR beint og skipulega á við vandamál og breyta aðstæðum sem valda vanlíðan. Tilfinningamiðuð bjargráð fela í sér að huga að tilfinningum sínum er tengjast vandamáli og vinna út frá þeim og hliðrunarmiðuð bjargráð fela í sér að dreifa hug- anum frá erfiðleikunum frekar en að takast beint á við aðstæður.1 Fyrri rannsóknir hafa sýnt að til lengri tíma litið eru tilfinninga- og hliðrunarmiðuð bjargráð líkleg til að hafa minna aðlögunargildi en verkefnamiðuð bjargráð í langvarandi sjúkdóm- um og við áföll. Það fer þó að einhverju leyti eftir því í hvaða aðstæðum viðkomandi er og við hvað hann er að kljást.2-16-17 Rannsóknir hafa einnig sýnt að ef hægt er að hafa einhverja stjórn á sjúkdómi sem veldur streitu, gagnast betur að nota verkefnamiðuð bjargráð. Hér má nefna astma og sykursýki. Jákvæð fylgni hefur komið í ljós á milli tilfinningamiðaðra bjargráða og þunglyndis, kvíða og hægfara bata, til dæmis í rannsókn frá 200116 á fólki með sykursýki af tegund 2. Einnig kom þar fram neikvæð fylgni á milli verkefna- miðaðra bjargráða og þunglyndis. Þar sem fólk með sykursýki hefur kost á að hafa mikla stjóm á framgangi sjúkdómsins og þar með líðan er líklegt að bjargráðastíll hafi mikil áhrif. I rannsókn- kom fram að ef hægt er að hafa stjórn á birtingarmynd sjúkdóms, eins og til dæmis sykursýki, er yfirleitt betra að nota verkefna- frekar en tilfinningamiðuð bjargráð. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt, öfugt við flestar, að neikvæð fylgni sé á milli verkefnamið- aðra bjargráða og blóðsykursstjórnunar. Getgátur eru um að þessi tengsl komi fram þar sem erf- iðleikar við stjórnun sykursýkinnar eru miklir og að viðkomandi fari þess vegna að beita verkefna- miðuðum bjargráðum og slík bjargráð séu þannig stundum frekar afleiðing en undanfari góðrar blóðsykursstjórnunar.2-18 Á síðustu árum hefur athygli í auknum mæli verið beint að áhrifum félagslegs stuðnings á framvindu langvarandi sjúkdóma. Rannsóknir hafa gefið til kynna að langvarandi veikt fólk sem er ánægt með þann stuðning sem það fær eða getur fengið, takist á við veikindi sín á skilvirkari máta en það sem ekki á kost á slíkum stuðningi. i3, w-22 pannsókn frá 200613 á fólki með sykursýki leiddi í ljós að eftir því sem samband við aðstand- endur var nánara því færri einkenni þunglyndis sýndi fólk. I umfjöllun kemur einnig fram að stuðningur frá fjölskyldu veiti hvað mesta forspá um meðferðarheldni fólks með sykursýki af teg- und 2. Tengsl félagslegs stuðnings og sykursýki af tegund 1 hafa verið talsvert rannsökuð hjá börn- um og unglingum. Verri blóðsykursstjórnun hefur fundist hjá börnum á aldrinum sjö til ellefu ára sem axla sjálf mikla ábyrgð á mataræði, hreyfingu, blóðsykursmælingum og insúlínsprautun, hvort sem þau hafa þekkingu á sjúkdómnum eða ekki. Aftur á móti virðist blóðsykursstjórnun vera betri hjá þeim sem eiga foreldri sem er vel upplýst um sykursýki og veitir aðhald.23 Á aldrinum 18-20 ára flyst fólk hérlendis af göngudeild fyrir börn og unglinga með sykursýki yfir á göngudeild fullorðinna. Reynslan hefur sýnt að á þessum aldri, þegar flutningur á sér stað, dregur oft úr meðferðarheldni.24 Hugsanleg skýr- ing á þessu er að stuðningur eða aðhald minnkar á sama tíma frá foreldrum og heilbrigðisstarfsfólki. Megintilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tengsl sálfélagslegra breyta, einkenna kvíða og þunglyndis og framgangs sykursýki af tegund 1 hjá fólki á aldrinum 20-30 ára. í rannsókninni var einkum kannað forspárgildi félagslegs stuðnings og bjargráða fyrir vandamál tengd því að vera með sykursýki og einkenni kvíða og þunglyndis. Því var spáð að betri félagslegur stuðningur og meiri notkun verkefnamiðaðra bjargráða tengdust minna þunglyndi og kvíða og færri vandamálum tengdum því að lifa með sykursýki. Búist var við að meiri notkun tilfinningalegra bjargráða tengd- ust meira þunglyndi og kvíða, sem og fleiri vanda- málum tengdum því að vera með sykursýki. Efniviður og aðferðir Þátttakendur Þátttakendur voru 56 ungmenni með sykursýki á aldrinum 20-30 ára, fædd á árunum 1976-1986, sem mætt hafa í eftirlit á göngudeild sykursjúkra (D-G3) á Landspítala. Úrtakið var takmarkað við fólk sem greindist fyrir 18 ára aldur og hafði verið í eftirliti á göngudeild fyrir böm og unglinga með sykursýki en flust yfir á fullorðinsdeild. Listi yfir mögulega þátttakendur var fenginn frá barnalækni á sykursýkisdeild Landspítala. Alls vora 95 manns á listanum en 72 af þeim uppfylltu þátttökuskilyrði, þar af voru 45 karlar og 27 konur. Öllum var boðið að taka þátt en svarhlutfall var 78%, þar af 36 (64,3%) karlar og 20 (35,7%) konur. Meðalaldur þátttakenda við greiningu var tíu ára og sjö mánaða. Stór hluti þátttakenda sagðist búa á höfuðborgarsvæðinu eða 64,3% en 33,9% á lands- byggðinni, einn þátttakandi tók ekki fram hvar á landinu hann byggi. Þátttakendur fengu ekki greitt fyrir þátttöku sína en þeim sem áttu eldra en sex mánaða langtíma blóðsykursgildi var boðið að fara í blóðprufu sér að kostnaðarlausu. Framkvæmdastjóri lækninga, yfirlæknir á göngudeild sykursjúkra (D-G3) og Siðanefnd Landspítalans veittu leyfi til rannsóknarinnar. Einnig var rannsóknin tilkynnt til Persónuverndar og leyfi fengið fyrir afturvirkum hluta hennar. 824 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.