Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 51
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR SVEFNRANNSÓKNIR upp núna," og vilja greinilega ekki dvelja við for- tíðina heldur horfa til framtíðarinnar. Þeir félagar ákváðu við það tækifæri að halda áfram starfsemi í þessum geira þó að Flaga væri horfin úr landi enda mikil sérfræðiþekking á þessu sviði til í hópnum og góð tengsl við inn- lenda og erlenda lækna til staðar. Nú er svo komið að Noxmedical hefur skapað nýja kynslóð svefn- greiningarbúnaðar og með því náð umtalsverðu forskoti á helstu keppinauta sína á alþjóðlegum mörkuðum. Víst er að í framhaldinu vildu fleiri Lilju kveðið hafa. Hægt að rannsaka svefn í eigin rúmi Þróun tækjabúnaðar til svefnrannsókna hefur að sögn þeirra verið í gegnum árin í þá átt að verða einfaldari og fyrirferðarminni; rannsóknir á kæf- isvefni eru algengastar þó vísindamenn í hópi lækna rannsaki einnig aðra þætti svefns, svo sem mismunandi svefnstig. „Kæfisvefn hjá fullorðnum er sífellt að verða algengari og er bein fylgni á milli sjúkdóma eins og sykursýki og háþrýstings og kæfisvefns. Markaðurinn til kæfisvefnsmælinga fullorðinna hefur verið stærstur því meðferð við kæfisvefni er orðin stöðluð og útbreidd með notkun CPAP öndunarvéla. A hinn bóginn hefur einnig verið sýnt fram á að allt að 11 prósent barna þjást af svefntruflunum sem geta haft veruleg áhrif á heil- brigði, lífsgæði þeirra og getu til náms. Þá hafa einnig verið rakin tengsl milli kæfisvefns barna og ofvirkni, hegðunarvandamála, vaxtahömlunar og svo mætti lengi telja. Þar sem enginn hentugur tækjabúnaður er til við greiningu þessa hóps sett- um við okkur það markmið frá upphafi hönnunar- innar að nýja kynslóðin tæki sérstaklega tillit til þarfa svefnmælinga barna." Nýja svefnmælitækið NOX-T3 er bylting- arkennd nýjung, þráðlaust nánast að öllu leyti og ekki stærra en lítill farsími. Stærðarmunur þess og tækja af fyrri kynslóð eins og til dæmis Emblettunnar frá Flögu kallar á samanburð við ferðageislaspilara annars vegar og ipod hinsvegar. Þeir kinka sposkir kolli en lengra nær samanburð- urinn ekki. Guðmundur segir að svefngreining barna geri talsvert aðrar kröfur til tækjabúnaðar og hugbúnaðar en sams konar greining á fullorðn- um einstaklingum og forsendur greiningarinnar séu ekki þær sömu. Auðvelt sé að raska svefni barna með því að setja á þau tækjabúnað og því er þráðleysið og stærð búnaðarins lykilatriði til þess að spilla ekki mælingunni. Auk þess að taka upp tÉV öll hefðbundin merki sem notuð eru við svefn- greiningar þá er tækið einstakt að því leyti að það er með innbyggðan fullkominn hljóðupptökubún- að sem tekur upp allt hljóðumhverfi sjúklingsins meðan hann sefur og opnar þannig nýja mögu- leika við greiningu öndunartruflana. Tækið veitir einnig þann möguleika að svefnmæling barna fari fram í heimahúsi. „Það fæst nákvæmari og betri mæling þegar bömin eru heima hjá sér en bún- aðurinn hefur hingað til verið of viðamikill til þess að það væri hægt. Nú getur læknirinn sent foreldr- ana heim með tækið, kennt þeim hvernig á að setja það upp og svo koma þau með það eftir nokkra daga þar sem læknirinn les úr niðurstöðunum." Til þess notar læknirinnhugbúnaðinn Noxturnal sem fylgir með mælitækinu. Hugbúnaðurinn er einnig af nýrri kynslóð og inniheldur öfluga sjálf- virka greiningu merkja ásamt nýstárlegri fram- setningu hljóðs og gagna. Búnaðurinn auðvelda þannig notandanum mjög yfirferð mælinga og greiningu sjúklinga samanborið við fyrri kyn- slóðir. „Þrátt fyrir að tillit hafi verið tekið til greininga barna er tækið hinsvegar á engan hátt takmarkað við þær. Þvert á móti er það einnig m'kil framför við framkvæmd svefngreininga fullorðinna. Við höfum kynnt tækið á þremur sýningum og viðtök- ur voru gríðarlega góðar á þeim öllum. Ahuginn á tækinu nær því langt út fyrir raðir þeirra sem eru að rannsaka svefn hjá börnum." Þeir eru Noxmedical. Efri röðf.v. Guðmundur Sævarsson, Hjörtur Arnarson, Kormákur Hermannsson. Neðri röð: Björgvin Guðmundsson og Omar Hilmarsson, á myndina vantar Sveinbjörn Höskuldsson og Kolbrúnu Eydísi Ottósdóttur. LÆKNAblaöið 2008/94 847 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.