Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 38
ÆÐIGREINAR
IRLITSGREIN
Tafla II. Meðferð tungnasjúkdóms í slímseigjusjúkdómi.4'* 1S-2^26
Meðferðarflokkur Virkni Ábendingar Annaö
Sýklalyf Ræðst gegn sýklum. Bráðar versnanir, bakteríur ræktast í hráka. Sjá nánar í texta.
Berkjuvíkkandi lyf (beta-adrenvirk) Vinna gegn teppu ! loftvegum, en hún er til staðar v/stíflunar loftvega með slími og þykknunar á berkjuvegg v/bólgubreytinga. Notað í flestum fullorðnum sjúklingum, einkum ef astmalík einkenni eru til staöar. Hefur lítil áhrif í langt gengnum sjúkdómi. Einnig notað í versnunum. Fáar stórar rannsóknir hafa verið gerðar varöandi gagnsemi, er þó almennt notað. Lyfin þolast vel.
Lyf sem auka hreinsun loftvega:
3»HýpertónIskt saltvatn í loftúðaformi Eykur hreinsun á slími úr loftvegum, bætir lungnastarfsemi, fækkar versnunum. > Ekki Ijóst hvenær á að gefa, gagnast líklega flestum. > Ódýrt.
>■ DNasi (Pulmozyme) > N-acetyl-cystein (Mucomyst) > Klýfur DNA, minnkar seigju slíms. Bætir lungnastarfsemi. >- Minnkar seigju slíms in vitro, líklega meó því að brjóta súlfíð- tengi. > Sjúklingar meö daglegan hósta og hrákamyndun og a.m.k. væga teppu. > Ekki Ijóst hvenær á að gefa, virðist ekki gagnast mikið. > Dýrt. Gefiö einu sinni á dag í loftúða. > Rannsóknir ekki sannað gagnsemi in vivo.
Bólgueyðandi lyf Minnka bólgu í loftvegum. Astmaeinkenni. Við langvarandi P.aeruginosa sýkingu er hasgt að prófa notkun makrólíða. Sjá nánar í texta.
Sjúkraþjálfun Hjálp við að hósta upp slími. Mikilvæg meðferð hjá öllum sjúklingum sem framleiða hráka daglega. Ýmsar mismunandi aðferöir til: þank, öndunarmynstur og vesti.
Súrefni Notaö í öndunarbilun til að hindra lungnaháþrýsting og hjartabilun (cor pulmonale). Viö alvarlega súrefnisþurrð. Ekki til góðar rannsóknir á gagnsemi.
Lungnaígræðsla Lengir lifun. Stigvaxandi öndunarbilun, versnandi starfræn geta, meiriháttar lungnafyIgikvillar eða vaxandi ónæmi fyrir sýklalyfjum. Fara vel yfir ábendingar og frábendingar áður en ákvörðun er tekin.
alvarleg, svarar ekki sýklalyfjum í töfluformi
eða ef næmispróf sýnir ónæmi fyrir sýklalyfj-
um sem unnt er að gefa í töfluformi.15
í sumum tilvikum eru sýklalyf í töflum gefin
stöðugt þar sem sýklalyfjakúrar við versnanir
duga ekki til þess að uppræta lungnasýking-
ar. Þetta er umdeild meðferð vegna hættu á
myndunar ónæmis fyrir sýklalyfjum og gagn-
semi hefur ekki verið sönnuð.29 Rannsóknir
á tobramycin-úða sýna hins vegar að hann
gagnast sjúklingum með meðalslæman sjúk-
dóm og króníska P. aeruginosa sýkingu, með
því að bæta lungnastarfsemi, minnka þéttni P.
aeruginosa í hráka og fækka innlagnardögum.30
Bólgueyðandi lyf
Bólgan í berkjum sjúklinga með slímseigju-
sjúkdóm er svar við árás sýkla og í þeim
skilningi nauðsynleg, en á hinn bóginn benda
rannsóknir til þess að ýkt bólgusvar og ójafn-
vægi í bólgumiðlum valdi hluta af einkennum
sjúkdómsins, eins og hefur verið rætt um hér
að framan.4-31 Til þess að draga úr bólgu hafa
verið reynd nokkur lyf, meðal annars barkster-
ar, makrólíðar og íbúprófen.
Barksterar í töfluformi gagnast við versn-
unum en aukaverkanir, svo sem hækkun
blóðsykurs, dreri (cataract) og vaxtarskerð-
ing, hindra almenna notkun. Þeir eru hins
vegar notaðir í vissrnn tilvikum, til dæmis ef
astmaeinkenni eru mikil, hjá sjúklingum með
„allergic bronchopulmonary aspergillosis" og
í sumum tilfeflum hjá bráðveikum sjúkling-
um.32' 33 Barksterar í innúða eru notaðir ef
834 LÆKNAblaðið 2008/94