Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2008, Page 30

Læknablaðið - 15.12.2008, Page 30
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Tafla II. Fylgni á milli þunglyndis og kvíöaeinkenna, bjargráða, vandamála tengdra því aó vera með sykursýki og nýjasta langtíma blóðsykurgildis (HbAlc). HADS-K Fél. st. T-bjargr. V-bjargr. H-bjargr PAID Nýjasta HbAlc HADS-Þ 0,76** -0,48** 0,71** -0,33* 0,02 0,65** -0,05 HADS-K -0,31* 0,64** -0,27* 0,04 0,58** -0,01 Fél.st. -0,30* 0,03 0,01 -0,45** 0,05 T-bjargráð -0,06 0,31* 0,56** 0,01 V-bjargráð 0,17 -0,09 -0,04 H-bjargráð 0,21 0,08 PAID 0,30* *p<0,05; **p<0,001. HADS-K=HADS kvíöakvarói, HADS-Þ=HADS þunglyndiskvarói, Fél.st.=Félagslegur stuöningur, T-bjargráð= Tilfinningamióuð bjargráð, V- bjargráó=Verkefnamióuð bjargráó, H-bjargráð=Hliörunarmiðuó bjargráó, PAID=Vandamál tengd því að vera meö sykursýki. Eins og sjá má í töflu II er allsterk fylgni á milli þunglyndis- og kvíðaeinkenna og vandamála tengdra því að vera með sykursýki (PAID). Aftur á móti er fylgni þunglyndis- og kvíðaeinkenna við nýjasta langtíma blóðsykursgildi (HbAlc) nánast engin. Fylgni á milli vandamála tengdra því að vera með sykursýki og nýjasta langtíma blóðsyk- ursgildis er marktæk en fremur veik. I töflunni má sjá sterka fylgni á milli félagslegs stuðnings og þunglyndis- og kvíðaeinkenna sem og vandamála tengdra því að vera með sykursýki. Einnig má sjá háa fylgni á milli tilfinningamiðaðra bjargráða og fyrrnefndra breyta. Tengsl félagslegs stuðnings og bjargráða við langtíma blóðsykursgildi (HbAlc) eru hins vegar nánast engin. Hversu vel spn félagslegur stuðningur og bjargráð Tafla III. Hversu vel spá félagslegur stuðningur og bjargráð fyrir um 1) kvíðaeinkenni 2) þunglyndiseinkenni, 3) vandamál tengd því að vera með sykursýki. 1) Stigveldisaðhvarfsgreining þar sem spáð er fyrir um skor á HADS-kvíöakvarða. Atdur, kyn og aldur við greiningu sett inn á stigi 1, félagslegur stuðningur á stigi 2 og loks bjargráðabreytur á stigi 3. Stig 1 Beta pgildi Aldur -0,01 >0,10 Kyn -0,03 >0,10 Aldur við greiningu 0,07 >0,10 Stig 2 Aldur 0,06 >0,10 Kyn -0,07 >0,10 Aldur viö greiningu 0,12 >0,10 Félagslegur stuöningur -0,34 0,016 Stig 3 Aldur -0,12 >0,10 Kyn -0,06 >0,10 Aldur við greiningu -0,02 >0,10 Félagslegur stuðningur -0,09 >0,10 Tilfinningamiöuð bjargráð 0,67 <0,001 Verkefnamiöuö bjargráð -0,19 0,09 Hliðrunarmiöuö bjargráð -0,19 >0,10 R2 é stigi 1=0,01 (p>0,10), viðbót R2 á stigi 2= =0,11 (p=0,016), viðbót R2 á stigi 3=0,39 (p<0,001). fyrir um þunglyndis- og kvíðaeinkenni sem og vanda- mál tengd því að vera með sykursýki? Til að kanna betur í hve ríkum mæli félagslegur stuðningur og bjargráð spá fyrir um andlega líðan og vandamál tengd því að vera með sykursýki (PAID) voru gerðar þrjár stigveldisaðhvarfsgrein- ingar þar sem breyturnar aldur og kyn voru settar inn í jöfnuna á fyrsta stigi, félagslegur stuðningur á stigi tvö og bjargráð á stigi þrjú. Háðu breyt- umar voru 1) Skor á H A DS-kvíða kvarða, 2) Skor á HADS-þunglyndiskvarða, og 3) Skor á kvarða fyrir vandamál tengd því að vera með sykursýki (PAID) (sjá töflu III). Ekki var gerð samsvarandi aðhvarfsgreining með blóðsykursgildi sem háða breytu þar sem fylgni þeirra við sálfélagslegar breytur var nánast engin. Betri félagslegur stuðningur spáir fyrir um lægra skor á HADS-kvíðakvarða sem og HADS- þunglyndiskvarða að tilliti teknu til aldurs, kyns og aldurs við greiningu. Bjargráðakvarðar sem heild spá fyrir um skor á HADS-kvíðakvarða sem og skor á HADS-þunglyndiskvarða að tilliti teknu til aldurs, kyns og aldurs við greiningu sem og félagslegs stuðnings. Verkefnamiðuð bjargráð spá fyrir um minni og tilfinningamiðuð bjargráð um meiri einkenni þunglyndis, að tilliti teknu til allra annarra breyta. Þetta er eilítið öðruvísi þegar kemur að kvíða því þar spá tilfinningamiðuð bjargráð fyrir um meiri kvíða en verkefnamiðuð bjargráð spá ekki fyrir um kvíða. Félagslegur stuðningur spáir fyrir um vandamál tengd því að lifa með sykursýki að tilliti teknu til aldurs, kyns og aldurs við greiningu. Sömuleiðis spá tilfinn- ingamiðuð bjargráð fyrir um vandamál tengd því að vera með sykursýki (til aukningar) að teknu tilliti til allra fyrrnefndu breytanna. Umræða Með rannsókninni var kannað hvort sálfélags- legar breytur á borð við bjargráð og félagslegan stuðning geti spáð fyrir um þunglyndi og kvíða, 826 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.