Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 84

Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 84
Glimeryl - Glimepirid l,2og 3 mg Glimeryl 1 mg, 2 mg og 3 mg töflur. Virk innihaldsefni og styrkleikar: Hver tafla inniheldur 1,2 eða 3 mg af glíme- piríði. Ábendingar: Glimeryl er ætlað til meðferðar á insúlinóháðri sykursýki (sykursýki tegund 2), þegar matar- æði, líkamsþjálfun og megrun hafa ekki borið árangur. Skammtar og lyfjagjöf: Töflur til inntöku. Skammtar eru ákvarðaðir út frá niðurstöðum mælinga á sykurmagni í blóði og þvagi.Upphafsskammtur er 1 mg af glímepíríði á dag. Ef góð stjórnun næst með þessum skammti á að nota hann áfram til viðhaldsmeðferðar. Ef viðunandi stjórnun næst ekki skal auka skammtinn, með hliðsjón af blóð- sykursmælingum I nokkrum þrepum, með 1 til 2 vikna millibili, f 2,3 eða 4 mg af glfmepíríði á dag. Aðeins f undantekningartilvikum næst betri árangur með stærri skömmtum en 4 mg á dag. Ekki er mælt með stærri skömmtum en 6 mg af glímepíríði á dag. Hjá sjúklingum þar sem ekki næst viðunandi blóðsykursstjórnun með hámarksdagsskammti af metformíni.má hefja samhliða meðferð með glímepfríði. Halda skal áfram með sama skammt af metformíni og áður, viðbótarmeðferð með glímepíríði skal hefja með lágum skammti og auka hann síðan smám saman í þann hámarksskammt sem þarf til að ná ákjósanlegri stjórn á efnaskiptum.Samsetta meðferðin skal hafin undir nánu eftirliti læknis. Hjá sjúklingum þar sem ekki næst viðunandi blóðsykursstjórnun með hámarksdagsskammti af Glimeryl.má hefja samhliða insúlfnmeðferð ef þurfa þykir.Glímepíríðskammti er haldið óbreyttum og insúlínmeðferð hafin með lágum skömmtum sem síðan eru auknir þar til ákjósanlegri stjórn á efna- skiptum er náð. Samsetta meðferðin skal hafin undir nánu eftirliti læknis.Venjulega nægir að gefa einn skammt af glímepíríði á sólarhring.Mælt er með að þessi skammtur sé tekinn rétt fyrir eða með staðgóðum morgunverði eða ef ekki er borðaður morgunverður þá rétt fyrir eða með fyrstu máltíð dagsins. Ef skammtur gleymist á ekki að leiðrétta það með því að auka næsta skammt.Töflurnar á að gleypa heilar með vökva. Fái sjúklingur sem tekur 1 mg af Glimeryl á dag einkenni blóðsykursfalls, bendir það til þess að hann geti náð stjórn á blóðsykri með mataræði einu sér.Meðan á meðferð stendur getur þörfin fyrir girrhepíríð minnkað þar sem bætt blóðsykursstjórn tengist auknu insúlínnæmi.Til að forðast blóðsykursfall ætti að íhuga að minnka skammta eða hætta meðferð í tæka tíð. Breytingar á skömmtum geta einnig verið nauðsynlegar.ef breytingarverða á þyngd sjúklingsins eða lifnaðarháttum eða öðrum þáttum sem geta aukið hættuna á lækkun eða hækkun blóðsykurs. Breytt úr notkun annarra blóðsykurslækkandi lyfja til inntöku I G//mery/:Venjulega er hægt að breyta frá notkun annarra blóðsykurslækkandi lyfja til inntöku ÍGIimeryl. Áðuren breytt er í Glimeryl þarf að taka tillit til styrkleika og helmingunartíma fyrra lyfsins. (sumum tilvikum, einkum ef sykursýkislyfið hefur langan helmingunartíma (t.d. klór- própam(ð),er nokkurra daga útskolunartlmabil ráðlagt til að lágmarka hættu á blóðsykursfalli vegna samlegðar- áhrifa lyfjanna. Ráðlagður upphafsskammturer 1 mg af glímepíríði á dag.Með hliðsjón af svörun má auka glíme- píríðskammtinn í þrepum eins og lýst er hér að framan. Breytt úr notkun insúllns ICIimeryl: í undantekningartil- vikum, þar sem insúlínóháðri sykursýki (sykursýki tegund 2) er stjórnað með insúlini, getur breyting yfir í notkun Glimeryl átt við. Breytingin á að vera undir nánu eftirliti læknis. Frábendingar: Glimeryl skal ekki nota í eftirfarandi tilvikum: við insúlínháðri sykursýki, sykursýkisdái, ketón- blóðsýringu (ketoacidosis), alvarlegum nýrna- eða lifrarsjúk- dómum, þekktu ofnæmi fyrirglímepíríði,öðrum súlfónýlúrea- lyfjum eða súlfónamíðum eða hjálparefnum í töflunum.Við alvarlega skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi skal skipta yfir ( insúlínmeðferð. Þetta lyf inniheldur laktósa. Sjúklingar með sjaldgæft arfgengt galalaktósaóþol,t.d.laktasaþurrð eða glúkósa-galaktósa vanfrásog.skulu ekki taka lyfið inn. Litarefnin IGIimeryl 2 mg töflum.SunsetYellow FCF (E110) og Tartrazine (E102) geta valdið ofnæmisviðbrögðum. Varnaðarorð og varúðarreglur: Glimeryl skal taka rétt fyrir eða með mat. Ef máltíðir eru óreglulegar eða þeim sleppt.getur meðhöndlun með Glimeryl valdið blóð- sykursfalli. Hugsanleg einkenni blóðsykursfalls eru m.a. höfuðverkur, ofsafengið hungur, ógleði, uppköst, þróttleysi, syfja, svefnerfiðleikar, eirðarleysi, árásargirni, skert ein- beiting, skert árvekni, skertur viðbragðsflýtir, þunglyndi, rugl.tal- og sjóntruflanir, málstol, skjálfti, lömun.skyntrufl- anir, svimi, hjálparleysi, tap á sjálfstjórn, óráð, krampar, svefnhöfgi og meðvitundarleysi sem getur leitt til dauða- dás.grunn öndun og hægur hjartsláttur.Auk þess hafa vísbendingar um adrenvirka mótsvörun sést, s.s. aukin svitamyndun, rök húð, kvíði, hraður hjartsláttur, hækkun á blóðþrýstingi, hjartsláttarónot, hjartaöng og hjartsláttar- óregla.Þau klínísku einkenni sem sjást við alvarlega lækkun á blóðsykri geta líkst þeim sem sjást við heilablóðfall. Yfirleitt er hægt að ná góðri stjórnun á einkennum strax eftir inntöku á kolvetnum.Gervisætuefni hafa engin áhrif. Við notkun annarra súlfónýlúrealyfja hefur sést að blóð- sykurslækkunin getur endurtekið sig þrátt fyrir að fyrri meðferðir hafi borið árangur. Alvarleg eða langvarandi blóðsykurslækkun, sem aðeins lagast tímabundið með venjulegu magni af sykri, þarfnast tafarlausrar meðferðar og stundum sjúkrahúsvistunar. Atriði sem auka hættu á blóðsykursfalli eru m.a.:Samstarfsvilji ekki fyrir hendi (algengara hjá eldri sjúklingum) eða getuleysi sjúklings til samstarfs.vannæring.óreglulegar máltíðir.máltíðum sleppt eðafastað.breytingará mataræði,ójafnvægi milli líkams- áreynslu og inntöku kolvetna, neysla alkóhóls, sérstaklega ef máltíðum er einnig sleppt, skert nýrnastarfsemi.alvar- legir lifrarsjúkdómar.ofskömmtunaf Glimeryl.ákveðnir ómeðhöndlaðir sjúkdómar í innkirtlakerfinu sem hafa áhrif á efnaskipti kolvetna eða þegar gagnstjórnun á blóðsykurs- lækkuninni á sér stað (t.d.við ákveðnartruflanir á starfsemi skjaldkirtils, heiladinguls eða við vanstarfsemi nýrna- hettubarkar),samtímis notkun ákveðinna annarra lyfja.Við meðferð með Glimeryl er þörf á reglulegum mælingum á sykurmagni í blóði og þvagi. Auk þess er mælt með að hlutfall af sykurtengdum blóðrauða sé staðfest. Reglu- bundið eftirlit með lifrar- og blóðhag (sérstaklega hvltum blóðkornum og blóðflögum) er nauðsynlegt við meðferð með Glimeryl. (tengslum við álag (s.s. slys, bráðaaðgerðir, sýkingar með hita o.s.frv.) getur reynst nauðsynlegt að skipta yfir I insúlín tímabundið. Engin reynsla er af notkun Glimeryl hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi eða hjá sjúklingum í blóðskilun. Hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi er mælt með að skipta yfir í insúlínmeðferð. Milliverkanir: Samtímis notkun Glimeryl og annarra lyfja getur valdið óæskilegri hækkun eða lækkun á blóðsykursáhrifum glímepíríðs.Vegna þessa á aðeins að taka önnur lyf (samráði við lækni eða sam- kvæmt ávísun hans.Glímepíríð umbrotnar fyrir tilstilli cýtókróm P450 2C9 (CYP2C9).Vitað er að samtímis notkun CYP2C9 hvata (t.d. rífampisíns) eða hemla (t.d.flúkónazóls) hefur áhrif á umbrot glímepíri'ðs. Niðurstöður úr in vivo rannsóknum á milliverkunum, sem birtar hafa verið.sýna að um tvöföld aukning verður á AUC glímepíríðs vegna áhrifa flúkónazóls, sem er einn virkasti CYP2C9 hemillinn. Samkvæmt reynslu af notkun Glimeryl og annarra súlfónýlúrealyfja er nauðsynlegt að minnast á eftirfarandi milliverkanir: Aukning á blóðsykurslækkandi áhrifum, sem i sumum tilvikum getur leitt til blóðsykursskorts, getur áttsér stað þegar eftirfarandi lyferu tekin inn samhliða Glimeryl: Fenýlbútazón, azaprópazón og oxýfenbútazón, insúlín og sykursýkislyf til inntöku, metformín, salisýlöt og p-amínósalisýlsýra,vefjaaukandi sterarog karlhormón, klóramfeníkól, kúmarín segavarnarlyf,fenflúramín,fíbröt, ACE-hemlar, flúoxetín, allópúrinól, andadrenvirk lyf, cýkló-, tr(- og ífósfamíð,súlfínpýrazón,ákveðin langverkandi súlfónamíð, tetrasýkh'n, MAO-hemlar, kínólón sýklalyf, próbenesið, míkónazól, pentoxýfýllín (háir skammtar gefnir sem inndæling),trítókvalín,flúkónazól .Blóðsykurslækkandi áhrifglimepiriðs geta minnkað, sem leiðir til verri btóðsykurs- stjórnar efGlimeryl er tekið inn með eftirfarandi lyfjum: Estrógen og prógestagen.saltræsilyf (saluretics),tfazíð þvagræsilyf.lyf sem örvaskjaldkirtil,sykursterar,fenótíazín afleiður, klórprómazín, adrenalín og adrenvirk lyf, nikótín- sýra (háir skammtar) og nikótínsýruafleiður, hægðalyf (langtímanotkun),fenýtóín,díazoxíð, glúkagon, barbitúröt og rífampicín,acetoxólam(ð.H2-blokkar,beta-blokkar, klónídín og reserpín geta ýmist aukið eða minnkað blóð- sykurslækkandi áhrif.Merki um adrenvirka mótsvörun við blóðsykurslækkun getur minnkað eða alveg horfið við notkun á andadrenvirkum lyfjum, s.s.beta-blokkum, klónídíni, guanetidíni eða reserpíni. Neysla alkóhóls getur á ófyrirsjáanlegan hátt aukið eða minnkað blóðsykurs- lækkandi áhrif glímepíríðs.Gjöf glímepíríðs getur aukið eða minnkað áhrif kúmarín afleiða. Meðganga og brjóstagjöf: /Meðgango.-Áhætta tengd sykursýki: Aukin tíðni fæðingar- galla og aukin dánartíðni við fæðingu getur verið afleiðing óeðlilegs blóðsykurs á meðgöngu. Fylgjast þarf því vel með blóðsykri á meðgöngutímanum til að komast hjá hættu á vansköpun.Við þannig aðstæðurerþörf á insúlínmeðferð. Sjúklingar sem íhuga barneignir skulu láta lækninn vita. Áhætta tengd glimepíriði: Ekki liggja fyrir neinar fullnægj- andi rannsóknarniðurstöður um notkun glímepíríðs á meðgöngu.Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á skaðleg áhrif á frjósemi sem líklega má rekja til lyfhrifa (blóðsykurs- lækkun) glfmepíríðs. Þess vegna ætti ekki að nota glime- piríð á meðgöngu. Ef konur á meðferð með glimepíríði huga að barneignum eða verða þungaðar, verður að skipta yfir í meðferð með insúlíni eins fljótt og hægt er. Brjóstagjöf: Ekki er vitað hvort lyfið berist í brjóstamjólk.Glimepíríð berst í mjólk hjá rottum.Þar sem aðrar súlfónýlúreaafleiður skiljast út i brjóstamjólk og vegna hættu á blóðsykurs- lækkun hjá brjóstmylkingum er ekki mælt með brjóstagjöf samhliða meðferð með glimepíríði. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Einbeitingarhæfni og við- bragðsflýtir sjúklinga getur skerst vegna blóðsykurslækk- unar eða blóðsykurshækkunar eða t.d.vegna sjóntruflana. Þetta getur valdið hættu við aðstæður þar sem þessir eiginleikar eru mikilvægir (t.d við akstur eða notkun véla). Sjúklingum er ráðlagt að gera varúðarráðstafanir til þess að koma í veg fyrir blóðsykursfall við akstur. Þetta er sérstak- lega mikilvægt fyrir þá sem verða síður eða alls ekki varir við varúðareinkenni blóðsykursfalls eða fá oft blóðsykurs- fall.lhuga ætti hvort skynsamlegtséaðaka bíl eða nota vélar við þessar aðstæður. Aukaverkanir: Sjaidgæfar (> 1/1.000 og < 1/100): Sjóntruflanir (venjulega tímabundnar og koma helst fram (upphafi rneðferðar.vegna breytinga á blóðsykursgildum). Ofnæmi í húð, s.s. kláði, útbrot, ofsakláði. Mjög sjaldgæfar (> 1/10.000 og < 1/1.000): Breytingar á blóðmynd (sem ganga venjulega til baka eftir að meðferð er hætt), þ.m.t.: miðlungs til alvarleg blóðflagnafæð (thrombocytopenia), hvítfrumnafæð (leukopenia), rauðkornafæð (erythrocytopenia), kyrningafæð (granulocytopenia), kyrningahrap (agranulocytosis), blóðlýsublóðleysi (haemolytic anaemia), blóðfrumnafæð (pancytopenia).Hækkun á lifrarensímum. lörfáum tilvikum (<1/10.000, þarmeð talin einstök tilvik): Vægt ofnæmi getur þróast (alvarlegt ofnæmi með andþrengslum (dyspnoea), blóðþrýstingsfalli og hugsanlega losti.Ofnæmisæðabólga. Krossofnæmi við súlfónýlúrea, súlfónamíð og skyld efni. Blóðsykurslækkun (á sér oftast stað strax, getur orðið alvar- leg og er ekki alltaf auðveld (meðhöndlun. Eins og við aðrar blóðsykurslækkandi meðferðir fer ofangreind svörun eftir einstaklingsbundnum þáttum eins og matarvenjum og skammtastærð). Óþægindi frá meltingarvegi, s.s. ógleði, uppköst, niðurgangur, þrýstings- eða uppþembutilflnning og kviðverkir (þessar verkanir leiða sjaldan til þess að notkun lyfsins sé hætt).Skert lifrarstarfsemi,t.d.með gallteppu og gulu.Lifrarbólga (getur þróast í lifrarbilun). Ljósnæmi. Blóðnatríumlækkun.Ofskömmtun: Eftir inntöku á of stórum skammti getur komið fram blóðsykurs- lækkun, sem getur varað frá 12-72 klst. eftir inntöku og getur komið fram aftur eftir að náðst hefur jafnvægi á blóðsykri. Einkenni koma stundum ekki fram fýrr en allt að 24 klst. eftir inntöku á Glimeryl. Almennt séð er því mælt með sjúkrahúsvist.Ógleði, uppköst og kviðverkir geta komið fram. Blóðsykurslækkuninni fylgja venjulega taugaeinkenni, s.s. óróleiki, skjálfti, sjóntruflanir, erfiðleikar við samhæfingu, syfja, meðvitundarleysi (dá) og krampar. Meðferðin felst aðallega (þv( að hindra frásog glímepíríðs með því að framkalla uppköst og síðan láta sjúkling drekka vatn eða límonaði með lyfjakolum (aðsogar) og natríum- súlfati (hægðalyf). Ef stórir skammtar hafa verið teknir, er mælt með magaskolun, síðan lyfjakolum og natríumsúlfati. 1 mjög alvarlegum tilvikum af ofskömmtun er mælt með gjörgæsluvist á sjúkrahúsi. Hefja skal gjöf glúkósa, eins fljótt og hægt er, ef nauðsyn krefur þá á að byrja með 50 ml af glúkósa 50% með inndælingu íæð,fylgja því svo eftir með innrennsli 10% lausnar og fylgjast nákvæmlega með blóðsykursgildum. Frekari meðferð skal haga eftir einkenn- um.Sérstaklega skal athuga við ofskömmtun hjá smábörn- um og ungum börnum að skammtinum sem geflnn er af glúkósa sé nákvæmlega stjórnað til að koma í veg fyrir að hættuleg blóðsykurshækkun verði.Nákvæmlega skal fylgjast með glúkósa í blóði. Pakkningar og hámarksverð í smásölu 1. febrúar 2007: Töflur 1 mg, 90 stk.: 1.975 kr„ 2 mg, 90 stk.: 3.203 kr„ 3 mg, 90 stk.: 4.028 kr. Afgreiðslutilhögun: R Greiðsluþátttaka: * Markaðsleyfishafi: Actavis hf.Desember 2005 actavis hagur i heilsu 880 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.