Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Umlykjandi lífhimnuhersli - tvö tilfelli og yfirlit yfir sjúkdóminn Margrét Árnadóttir1 nýrnasérfræðingur Fjölnir Elvarsson1 deildarlæknir Ólafur Skúli Indriðason1 nýrnasérfræðingur Lýður Ólafsson2 deildarlæknir Jón Gunnlaugur Jónasson3 sérfræðingur í meinafræði Páll Helgi Möller2 sérfræðingur í almennum skurðlækningum Lykilorð: umlykjandi lífhimnuhersli, kviðskilun, lífhimnubólga. ’Lyflækningasviði, 2skurðlækningasviði, 3rannsóknastofu í meinafræði á Landspítala. Bréfaskipti og fyrirspurnir Margrét Árnadóttir, nýrnadeild 14-F, lyflækningasviði 1, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. 543 6650 (skrifstofusími), 825 5081 (farsími) margarn@landspitali.is Ágrip Umlykjandi lífhimnuhersli (encapsulating peritoneal sclerosis) er alvarlegur fylgikvilli kviðskilunar. Nýgengi þess fer vaxandi á heimsvísu. Talið er að langtímanotkun ólífvænna skilvökva sé helsti orsakavaldurinn en sjúkdómurinn greinist oft eftir bráða lífhimnubólgu. Horfur hafa batnað með notkun lyfja og þróun skurðaðgerðar. Hér á landi hefur umlykjandi lífhimnuhersli greinst hjá tveimur af 124 kviðskilunarsjúklingum. Samanlagt nýgengi er þannig 1,6% sem er svipað og annars staðar. Sjúkrasaga sjúklinganna tveggja var lík; þeir veiktust báðir í kjölfar bráðrar lífhimnubólgu, svöruðu sykursterameðferð vel í bráðafasa sjúkdómsins en þurftu síðar á skurðaðgerð að halda þar sem smágirnið var frílagt (enterolysis). Aðgerð heppnaðist vel í báðum tilvikum. Bakgrunnur Kviðskilun var fyrst reynd sem meðferð við nýma- bilun árið 1923.1 Hún varð þó ekki sjálfsagður val- kostur sem meðferð við nýrnabilun á lokastigi fyrr en rúmum fimmtíu árum síðar. Það gerðist eftir að Popovich og félagar birtu reynslu sína af nýju formi kviðskilunar sem gerði sjúklingum kleift að sjá sjálfir um meðferðina í heimahúsum.2 Hún fólst í því að skipt var um skilvökva 4-5 sinnum á sólarhring í gegnum kviðlegg. Meðferðin var nefnd continuous ambulatory peritoneal dialysis en á íslensku hefur hún verið kölluð kviðskilun með pokaskiptum. Þá er vísað til þess að skilvökvinn kemur í plastpokum í magni sem hentar fyrir eina áfyllingu, oftast tveir lítrar. Nú orðið geta sjúklingar valið milli pokaskipta og meðferðar að næturlagi með aðstoð sjálfvirkrar vélar sem skiptir um skilvökva með reglulegu millibili (automated peritoneal dialysis). Skilvökvi er hafður í kviðarholi sjúklings, allan sólarhringinn í tilviki pokaskipta en tæplega hálfan sólarhringinn í tilviki næturvélar. Allir skilvökvar innihalda hæfilegt magn salta og búfferefna en eru að öðru leyti mismunandi eins og fram kemur í töflu I. Efni ferðast undan þéttnihalla milli háræðablóðs og skilvökva þannig að hinn nýrnabilaði losnar við úrgangsefni og sölt [skilun (dialysis)]. Há glúkósaþéttni í skilvökva veldur osmótískum þrýstingsmun á milli blóðs og skilvökva. Því flyst vökvi úr blóði í skilvökva þannig að hinn nýrnabilaði safnar síður á sig vökva [vökvabrottnám (ultrafiltration)]. Þrátt fyrir mikla þróunarvinnu eru allir skilvökvar að einhverju leyti ólífvænir (bio- incompatible) og á það bæði við um þá vökva sem notaðir eru á nýrnadeild Landspítala (tafla I)3 og vökva annarra framleiðenda. Mestum áhyggjum veldur hin háa glúkósaþéttni en ekki hefur tekist að finna hentugt efni sem gæti að öllu leyti komið í stað glúkósa. Henni fylgir hár osmótískur þrýst- ingur, skaðleg niðurbrotsefni sem myndast við dauðhreinsun skilvökvans (glucose degradation products = GDP) og glúkósaskotin eggjahvítuefni í lífhimnu (advanced glucose end products = AGE).4'5 GDP og AGE hvetja framleiðslu efna sem örva bólgu (cytokines), bandvefsmyndun (trans- forming growth factor beta) og nýæðamyndun (vascular endothelial growth factor).6 Þessir þættir geta að miklu leyti skýrt þær breytingar sem verða á lífhimnu kviðskilunarsjúklinga með tímanum; iðraþekjufrumur (mesothelium) losna, bandvefur eykst og nýæðamyndun eykst.7 Með vaxandi fjölda smáæða eykst gegndræpi lífliim nu og osmótískur þrýstingsmunur milli blóðs og skilvökva eyðist hratt.8 Þá minnkar vökvaflæði úr blóði í skilvökva og sjúklingurinn fær bjúg. Vökvavandamál af þessum toga (ultrafiltration failure) eru algeng ástæða þess að kviðskilun er hætt9. Sjúklingar eru mjög misnæmir fyrir þessari þróun en til að fylgjast með henni er gegndræpi lífhimnu metið með einföldu prófi af og til. Helstu fylgikvillar kviðskilunar eru ofan- greind vökvavandamál, bráð lífhimnubólga og afleiðingar aukins þrýstings í kviðarholi, til dæmis haulmyndun. Umlykjandi lífhimnuhersli (encapsulating peritoneal sclerosis) er hins vegar alvarlegasti fylgikvilli þeirrar ólífvænu meðferðar sem kviðskilun hlýtur að teljast. í þessari grein er sagt frá þeim tveimur sjúklingum sem greinst hafa hér á landi með umlykjandi lífhimnuhersli, rakið það sem vitað er um algengi, orsakir, greiningu og LÆKNAblaðið 2008/94 815
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.