Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 29
Mælitæki FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Coping lnventoryfor Stressful Situations (CISS) Endler og Parker25 settu saman sjálfsmatskvarðann Coping Inventory for Stressful Situations (CISS) til að mæla bjargráðastíl fólks. Þeir skilgreindu þrjá óháða þætti bjargráða; verkefna-, tilfinninga- og hliðrunarmiðuð bjargráð. Hliðrunarmiðuð bjargráð skiptast í tvo tiltölulega aðgreinda und- irþætti, annars vegar félagslega dægrastyttingu og hins vegar afþreyingu. Kvarðinn inniheldur 48 staðhæfingar, 16 í hverjum aðalþætti. Svarað er á fimm punkta Likert-stiku og liggja svarmögu- leikar á bilinu „1 - alls ekki" til „5 - mjög mikið". Þátttakendur eru beðnir um að svara kvarðanum eftir því í hve miklum mæli þeir bregðast við líkt og staðhæfing segir til um, þegar þeir lenda í að- stæðum sem eru erfiðar, streituvaldandi eða koma þeim úr jafnvægi. Areiðanleiki kvarðans í þessari rannsókn reyndist vera A=0,91 fyrir verkefnamið- uð, A=0,91 fyrir tilfinningamiðuð og A=0,84 fyrir hliðrunarmiðuð bjargráð. Social Support Questionnaire, Shortform (SSQSR) SSQSR kvarðinn er notaður til að mæla félags- legan stuðning. SSQ (27 spurningar) var settur saman árið 1983. Arið 1987 var kvarðinn styttur í sex spurningar.22 Spurningum kvarðans er skipt í tvennt til að meta bæði magn og gæði félagslegs stuðnings. I fyrri hluta spuminganna eru þátt- takendur beðnir um að telja upp það fólk, þó ekki fleira en níu manns, sem þeir geta treyst að veiti þeim hjálp eða stuðning á þann hátt sem hver spurning tiltekur. í seinni hluta spurninganna eru þátttakendur beðnir um að merkja við hversu sáttir þeir eru við þann heildarstuðning sem þeir fá. Svarað er á sex punkta Likert-stiku og liggja svarmöguleikar á bilinu „1 - mjög ósátt/ur" til „6 - mjög sátt/ur". I þessari rannsókn var áreiðan- leiki fyrri hluta kvarðans A=0,86 og A=0,90 fyrir seinni hluta hans. Einungis seinni hluti spurn- inganna, sá sem snýr að ánægju með stuðning, var notaður í þessari rannsókn. Tafla I. Meðaltöl og staðalfrávik þunglyndis- og kvíðakvarða HADS, bjargráðakvarða CISS, kvarða fyrir vandamál tengd því að vera með sykursýki (PAID) og nýjustu langtíma blóösykursgilda (HbAlc). Meðaltal Staðalfrávik HAÐS þunglyndiskvarði 3,6 3,7 HADS kvíöakvarði 6,6 4,5 Tilfinningamiðuð bjargráð 42,0 12,5 Verkefnamiðuð bjargráð 52,2 10,8 Hliörunarmiöuö bjargráö 42,6 9,5 Félagslegur stuðningur 31,7 4,0 PAID 40,1 12,2 Nýjustu HbAlc-gildi 8,1 1,6 atriða er mæla kvíða reyndist vera A=0,89 en A 0,85 fyrir þau sem mæla þunglyndi. Problem Areas in Diabetes Scale (PAID) PAID er notaður til að skima eftir streitu tengdri því að vera með sykursýki og var hannaður af Polonsky og félögum árið 1995. Þetta er 20 atriða sjálfsmatskvarði þar sem spurt er um ýmis til- finningaleg vandamál sem Polonsky og félagar töldu tengjast því að lifa með sykursýki. Svarað er á fimm punkta Likert-stiku og liggja svarmögu- leikar á bilinu „ekki vandamál" til „mjög mikið vandamál". Hægt er að skora á bilinu 0 til 100 þar sem hærri skor gefa til kynna meiri vandamál.28' 29 í þessari rannsókn reyndist áreiðanleiki PAID vera A=0,92. Einnig voru lögð fyrir fleiri mælitæki og ýmsar spurningar er varða bakgrunn þátttakenda sem ekki er greint frá í þessari grein. Leitað var í sjúkraskrár þátttakenda til að fá upplýsingar um greiningarár og nýjasta HbAlc gildi á D-G3. Tölfræðileg úrvinnsla Öll úrvinnsla fór fram í tölfræðiforritinu SPSS. Lýsandi tölfræði og fylgni var reiknuð fyrir allar breytur en að auki voru eftirfarandi aðferðir notaðar í úrvinnslu gagna: Stigveldis marghliða aðhvarfsgreining (hierarchical multiple regression), T-próf og marghliða dreifigreining (ANOVA). Hospital Anxiety and Depression Scale (HADS) HADS var þróaður af Zigmond og Snaith árið 1983 til að skima fyrir vanlíðan eins og kvíða og/eða þunglyndi hjá fólki sem dvelur á sjúkrahúsum.27 Listinn mælir einkenni kvíða og þunglyndis en ekki einkenni líkamlegra sjúkdóma sem geta verið svipuð eða þau sömu og í kvíða og þunglyndi. Listinn er alls 14 atriði, sjö þeirra mæla kvíða og sjö þunglyndi. Kvarðanum er svarað á fjögurra punkta stiku þar sem hærra heildarskor gefur til kynna fleiri einkenni kvíða og þunglyndis. Nota má heildartölu kvarðans eða skipta niðurstöðum í þunglyndis- og kvíðaskor. Areiðanleiki þeirra Niðurstöður Lýsandi tölfræði í töflu I má sjá meðaltöl og staðalfrávik fyrir lykil- breytur rannsóknarinnar. Þetta eru breytur sem snúa að bjargráðum og félagslegum stuðningi, sem og breytur sem Iýsa andlegu og líkamlegu ástandi þátttakenda, það er að segja þunglyndi, kvíði, vandamál tengd því að lifa með sykursýki (PAID) og nýjasta langtíma blóðsykursgildi (HbAlc). Fylgni á milli bjargráða, félagslegs stuðnings, þunglyndis og kvíðaeinkenna, vandamála tengdra því að vera með sykursýki og mælinga á nýjasta langtíma blóðsykursgildi (HbAlc) LÆKNAblaðið 2008/94 825
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.