Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
Ármann
Jónsson1
læknanemi
Sverrir
Harðarson2
meinafræðingur
Vigdís
Pétursdóttir2
meinafræðingur
Helga Björk
Pálsdóttir1
læknanemi
Eiríkur
Jónsson13
þvagfæraskurðlæknir
Guðmundur V.
Einarsson3
þvagfæraskurðlæknir
Tómas
Guðbjartsson1'4
brjóstholsskurðlæknir
Lykilorð: Nýrnafrumukrabbamein,
krufningagreining, krufningatíðni,
tilviljanagreining, nýgengi,
vefjagerð.
1Læknadeild HÍ,
2rannsóknarstofu
Landspítala í meinafræði,
3þvagfæraskurðdeild,
4hjarta- og
lungnaskurðdeild
Landspítala
Fyrirspurnir og
bréfaskipti:
Tómas Guðbjartsson,
skurðdeild Landspítala
Hringbraut,
101 Reykjavík
tomasgud@landspitali. is
Nýrnafrumukrabbamein greind við
krufningu á íslandi 1971-2005:
Samanburður við æxli greind
í sjúklingum á lífi
Ágrip
Inngangur: Nýgengi nýmafrumukrabbameins
hefur aukist hér á landi, einkum síðasta áratug,
og er með því hæsta sem þekkist í heiminum.
Aukninguna má að hluta skýra með því að fleiri
æxli greinast fyrir tilviljun í sjúklingum á lífi
vegna vaxandi notkunar myndgreiningartækja.
Megintilgangur þessarar rannsóknar var að rann-
saka nýrnafrumukrabbamein sem greind eru við
krufningu og bera þau saman við æxli sem greind
eru í sjúklingum á lífi. Einnig að kanna hvort tíðni
æxla sem greind eru við krufningu gæti haft áhrif
á nýgengi nýrnafrumukrabbameins á Islandi.
Efniviður og aðferðir: Krufningagreind nýrna-
fmmukrabbamein greind árabilið 1971-2005 voru
borin saman við æxli greind í sjúklingum á lífi
á sama tímabili. Tíðni krufningagreindra æxla
var stöðluð með því að reikna út tíðni á hverjar
1000 krufningar og með því leiðrétt fyrir auknum
fólksfjölda á tímabilinu og fyrir helmings fækkun
krufninga. Vefjasýni beggja hópa voru yfirfarin og
upplýsingar um fjölda krufninga og mannfjölda
fengust frá Hagstofu Islands.
Niðurstöður: Alls greindist nýmafrumukrabba-
mein hjá 110 einstaklingum við krufningu eða í
7,1 einstaklingi/1000 kmfningar. Alls greindust
913 á lífi, þar af 255 fyrir tilviljun án einkenna.
Meðalaldur þeirra sem greindust við kmfningu
var hærri en hjá sjúklingum sem greindust á lífi
(74,4/65 ár). Kynjahlutfall og hlutfall æxla f hægra
og vinstra nýra voru hins vegar áþekk. Æxli greind
við krufningu vom marktækt minni en hjá þeim
sem greindust á lífi (3,7/7,3 cm) og hlutfallslega
oftar af totumyndandi gerð. Krufningagreindu
æxlin reyndust á lægra sjúkdómsstigi (88%/42%
á stigum I+II) og með lægri æxlisgráðu (85%/56%
á gráðu I+II) (p<0,001). Ekki var marktæk breyt-
ing á tíðni krufningagreindra æxla á rannsókna-
tímabilinu, þótt tilhneiging til lækkunar hafi sést
síðasta áratuginn.
Ályktun: Nýmafrumukrabbamein sem greind eru
við krufningu greinast á lægra sjúkdómsstigi, með
lægri æxlisgráðu og hjá eldri sjúklingum en æxli
sem greind eru hjá sjúklingum á lífi. Sama á við
þegar krufningagreindu æxlin eru borin saman við
æxli greind fyrir tilviljun hjá sjúklingum á lífi þótt
þar sé munurinn minni. Tíðni krufningagreindra
æxla hefur staðið í stað á síðustu árum. Aukið
nýgengi nýrnafrumukrabbameins virðist því ekki
skýrast af fjölgun kmfningagreindra tilfella.
Inngangur
Á síðasta áratug hefur nýgengi nýmafrumu-
krabbameins aukist umtalsvert hér á landi og er nú
með því hæsta sem þekkist í heiminum.13 Árlega
greinast um 27 karlar og 17 konur með sjúkdóm-
inn hér á landi samkvæmt Krabbameinsskrá
Krabbameinsfélags íslands. Aukningin hefur aðal-
lega verið rakin til svokallaðrar tilviljanagreining-
ar hjá sjúklingum sem greinast á lífi, sem aðallega
skýrist af vaxandi notkun ómskoðana og tölvu-
sneiðmynda við uppvinnslu óskyldra sjúkdóma
í kviðarholi.4-5 Til dæmis greindist rúmlega helm-
ingur nýmafrumukrabbameinstilfella hér á landi
fyrir tilviljun árið 20056, en sambærileg þróun
hefur einnig sést erlendis.7’9 Aukið nýgengi verður
þó líklega ekki skýrt með tilviljanagreiningu einni
saman, til dæmis hefur í íslenskum rannsóknum
verið sýnt fram á að tilviljanagreining hefur aukist
hjá báðum kynjum en nýgengi fyrst og fremst hjá
körlum4. Svipuð þróun hefur sést annars staðar, til
dæmis í Japan, þó í flestum löndum hafi nýgengi
aukist hjá báðum kynjum.5, m 11
Aukningin á tilviljanagreindum æxlum í
sjúklingum á lífi getur gefið skakka mynd af
þróun sjúkdómsins. Þannig þarf nýgengi ekki að
hækka vegna fjölgunar nýrra krabbameina heldur
getur það skýrst af auknum fjölda greindra tilfella
(detection bias). Nýmafmmukrabbamein greind
við krufningu geta geymt mikilvægar upplýsingar
um hegðun sjúkdómsins. Þótt fækkun krufninga
gæti leitt til lækkunar á nýgengi sjúkdómsins
gætu breytingar á tíðni nýmafrumukrabbameins,
greindum við krufningu hjá einkennalausum
einstaklingum, gefið hugmynd um hvort aukið
nýgengi sé vegna fjölgunar æxla eða vegna tilvilj-
anagreindra æxla. Þegar til lengri tíma er litið má
þó gera ráð fyrir að krufningagreindum æxlum
fækki eftir því sem fleiri mein greinast í sjúkling-
um á lífi.
LÆKNAblaðið 2008/94 807