Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 35
 F R ÆÐIGREINAR Y F I R L I T Brynja Jónsdóttir1 deildarlæknir Hörður Bergsteinsson2 barnalæknir Ólafur Baldursson1-3 lyf- og lungnalæknir Lykilorð: slímseigjusjúkdómur, CFTR, meingerð, greining, með- ferð. 1 Lyflækningadeild Landspítala Hringbraut og Fossvogi, 2 Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 3 lyfjafræðideild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Ólafur Baldursson olafbald@lsh.is Slímseigj usj úkdómur (cystic fibrosis): meingerð, greining og meðferð Yfirlitsgrein Ágrip Slímseigjusjúkdómur er arfgengur víkjandi sjúk- dómur sem orsakast af stökkbreytingu í CFTR geninu, en próteinafurð þess myndar jónagöng sem stýra salt- og vökvabúskap í þekjufrumum. Yfir 1500 stökkbreytingar eru þekktar. Tíðni sjúk- dómsins er 1/2.000-3.000 í evrópskum þjóðum. Galli í CFTR hefur áhrif á seyti þekjuvefs og upp- töku um hann í ýmsum líffærum. Áhrifin eru mis- munandi eftir því hvaða líffæri á í hlut, en teppa í seyti útkirtla er sameiginlegt vandamál. Helstu líffæri sem verða fyrir áhrifum eru öndunarfæri, bris, meltingarfæri og svitakirtlar. Sjúkdómurirtn greinist oftast á fyrstu mánuðum lífs og eru vanþrif, saltur sviti og hægðabreytingar vegna vanmeltingar á fitu algeng birtingarmynd. Til að greina sjúkdóminn er mögulegt að gera svitapróf, erfðaefnispróf og fleira. Öndunarfærasjúkdómur er oftast alvarlegasti hluti sjúkdómsins, með lang- vinnum sýkingum með ýktu bólgusvari auk þess sem lungnaslím er þykkara og öðruvísi samsett en í heilbrigðum. Samspil sýkla við þekjuvef veldur því að S.aureus og síðar Raeuruginosa breytast í slímmyndandi form sem erfitt er að uppræta og gerir þessar tegundir því helstu skaðvaldana. Helstu lyf við öndunarfæraeinkennum eru sýkla- lyf, berkjuvíkkandi lyf, lyf sem auka seyti loftvega og bólgueyðandi lyf. 90% sjúklinga hafa vanstarf- semi briss sem er meðhöndlað með brisensímum. Gott næringarástand er mikilvæg forsenda allrar meðferðar. Horfur sjúklinga hafa batnað mikið undanfama áratugi með vaxandi þekkingu og er meðalaldur nú 37 ár í Bandaríkjunum. Inngangur Slímseigjusjúkdómur (cystic fibrosis) er arfgengur sjúkdómur sem hefur áhrif á mörg líffæri, einkum öndunarfæri, bris og meltingarfæri. Einnig hafa sjúklingar óvenju saltan svita. Sjúkdómnum var fyrst lýst á miðöldum en þá var hinn salti sviti bendlaður við galdra og börn með sjúkdóminn stundum talin andsetin. Síðan þá hefur þekk- ingu um sjúkdóminn fleygt fram. Á fimmta áratug síðustu aldar kom í ljós að sjúkdómurinn er erfðasjúkdómur sem erfist víkjandi. Árið 1983 var sannað að sjúkdómnum veldur brenglun á flutningi klóríðjóna yfir frumuhimnur' en 1989 var sjúkdómsgenið og próteinafurð þess skilgreint.2 Orsök sjúkdómsins er stökkbreyting í CFTR (cystic fibrosis transmembrane conductance re- gulator) geni á litningi 7, en CFTR er prótein sem myndar klóríðgöng í himnum þekjuvefsfrumna. Fyrsta stökkbreytingin og sú algengasta fannst árið 1989 (AF508) en síðan þá hafa að minnsta kosti 1500 stökkbreytingar fundist. Erfðirnar eru víkj- andi (autosomal recessive).2-3 Tíðni sjúkdómsins er 1/2000-3000 í þjóðum af evrópskum uppruna4, en íslenskar rannsóknir benda til þess að tíðnin sé mun lægri hérlendis.5 Meinmyndun Ymsar kenningar eru um það hvemig stökkbreyt- ing í CFTR veldur sjúkdómseinkennum og meina- fræðilegum breytingum hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm. CFTR próteinið er staðsett á efra borði þekjuvefsfrumna í húð, öndunarfærum, meltingarfærum og þvag- og kynfærum, og er jónagöng fyrir klóríðjónir. Galli í því hefur þannig áhrif á seyti þekjuvefsins og upptöku um hann.6-7 Ahrifin eru mismunandi eftir því hvaða líffæri á í hlut og einnig er þekkt að mismunandi stökk- breytingar hafa mismunandi áhrif á líffærakerfin.1 Til dæmis eru sjúklingar arfhreinir fyrir AF508 stökkbreytingunni ávallt með vanstarfsemi briss en brisstarfsemi helst nær óskert hjá sjúklingum með sumar aðrar stökkbreytingar. Mismunurinn stafar af því hvar í myndunarferli próteinsins gallinn er.8-9 Þó er einnig þekkt að sjúklingar með sömu arfgerð geta haft gjörólíka klíníska mynd, og talið er að umhverfisþættir og önnur gen og afurðir þeirra hafi þar áhrif.6-9 CFTR próteinið, sem tilheyrir flokki próteina er nefnast ATP-binding cassette, er virkjað af cAMP (cyclic AMP).1-7 Talið er að CFTR hafi áhrif á önnur jónagöng í frumuhimnunni annaðhvort beint eða LÆKNAblaðið 2008/94 831
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.