Læknablaðið - 15.12.2008, Síða 35
F R
ÆÐIGREINAR
Y F I R L I T
Brynja
Jónsdóttir1
deildarlæknir
Hörður
Bergsteinsson2
barnalæknir
Ólafur
Baldursson1-3
lyf- og lungnalæknir
Lykilorð: slímseigjusjúkdómur,
CFTR, meingerð, greining, með-
ferð.
1 Lyflækningadeild
Landspítala Hringbraut og
Fossvogi,
2 Barnaspítala Hringsins,
Landspítala Hringbraut,
3 lyfjafræðideild HÍ.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Ólafur Baldursson
olafbald@lsh.is
Slímseigj usj úkdómur
(cystic fibrosis): meingerð,
greining og meðferð
Yfirlitsgrein
Ágrip
Slímseigjusjúkdómur er arfgengur víkjandi sjúk-
dómur sem orsakast af stökkbreytingu í CFTR
geninu, en próteinafurð þess myndar jónagöng
sem stýra salt- og vökvabúskap í þekjufrumum.
Yfir 1500 stökkbreytingar eru þekktar. Tíðni sjúk-
dómsins er 1/2.000-3.000 í evrópskum þjóðum.
Galli í CFTR hefur áhrif á seyti þekjuvefs og upp-
töku um hann í ýmsum líffærum. Áhrifin eru mis-
munandi eftir því hvaða líffæri á í hlut, en teppa
í seyti útkirtla er sameiginlegt vandamál. Helstu
líffæri sem verða fyrir áhrifum eru öndunarfæri,
bris, meltingarfæri og svitakirtlar. Sjúkdómurirtn
greinist oftast á fyrstu mánuðum lífs og eru
vanþrif, saltur sviti og hægðabreytingar vegna
vanmeltingar á fitu algeng birtingarmynd. Til að
greina sjúkdóminn er mögulegt að gera svitapróf,
erfðaefnispróf og fleira. Öndunarfærasjúkdómur
er oftast alvarlegasti hluti sjúkdómsins, með lang-
vinnum sýkingum með ýktu bólgusvari auk þess
sem lungnaslím er þykkara og öðruvísi samsett en
í heilbrigðum. Samspil sýkla við þekjuvef veldur
því að S.aureus og síðar Raeuruginosa breytast í
slímmyndandi form sem erfitt er að uppræta og
gerir þessar tegundir því helstu skaðvaldana.
Helstu lyf við öndunarfæraeinkennum eru sýkla-
lyf, berkjuvíkkandi lyf, lyf sem auka seyti loftvega
og bólgueyðandi lyf. 90% sjúklinga hafa vanstarf-
semi briss sem er meðhöndlað með brisensímum.
Gott næringarástand er mikilvæg forsenda allrar
meðferðar. Horfur sjúklinga hafa batnað mikið
undanfama áratugi með vaxandi þekkingu og er
meðalaldur nú 37 ár í Bandaríkjunum.
Inngangur
Slímseigjusjúkdómur (cystic fibrosis) er arfgengur
sjúkdómur sem hefur áhrif á mörg líffæri, einkum
öndunarfæri, bris og meltingarfæri. Einnig hafa
sjúklingar óvenju saltan svita. Sjúkdómnum var
fyrst lýst á miðöldum en þá var hinn salti sviti
bendlaður við galdra og börn með sjúkdóminn
stundum talin andsetin. Síðan þá hefur þekk-
ingu um sjúkdóminn fleygt fram. Á fimmta
áratug síðustu aldar kom í ljós að sjúkdómurinn
er erfðasjúkdómur sem erfist víkjandi. Árið 1983
var sannað að sjúkdómnum veldur brenglun á
flutningi klóríðjóna yfir frumuhimnur' en 1989 var
sjúkdómsgenið og próteinafurð þess skilgreint.2
Orsök sjúkdómsins er stökkbreyting í CFTR
(cystic fibrosis transmembrane conductance re-
gulator) geni á litningi 7, en CFTR er prótein sem
myndar klóríðgöng í himnum þekjuvefsfrumna.
Fyrsta stökkbreytingin og sú algengasta fannst
árið 1989 (AF508) en síðan þá hafa að minnsta kosti
1500 stökkbreytingar fundist. Erfðirnar eru víkj-
andi (autosomal recessive).2-3 Tíðni sjúkdómsins
er 1/2000-3000 í þjóðum af evrópskum uppruna4,
en íslenskar rannsóknir benda til þess að tíðnin sé
mun lægri hérlendis.5
Meinmyndun
Ymsar kenningar eru um það hvemig stökkbreyt-
ing í CFTR veldur sjúkdómseinkennum og meina-
fræðilegum breytingum hjá sjúklingum með
slímseigjusjúkdóm. CFTR próteinið er staðsett á
efra borði þekjuvefsfrumna í húð, öndunarfærum,
meltingarfærum og þvag- og kynfærum, og er
jónagöng fyrir klóríðjónir. Galli í því hefur þannig
áhrif á seyti þekjuvefsins og upptöku um hann.6-7
Ahrifin eru mismunandi eftir því hvaða líffæri á
í hlut og einnig er þekkt að mismunandi stökk-
breytingar hafa mismunandi áhrif á líffærakerfin.1
Til dæmis eru sjúklingar arfhreinir fyrir AF508
stökkbreytingunni ávallt með vanstarfsemi briss
en brisstarfsemi helst nær óskert hjá sjúklingum
með sumar aðrar stökkbreytingar. Mismunurinn
stafar af því hvar í myndunarferli próteinsins
gallinn er.8-9 Þó er einnig þekkt að sjúklingar með
sömu arfgerð geta haft gjörólíka klíníska mynd,
og talið er að umhverfisþættir og önnur gen og
afurðir þeirra hafi þar áhrif.6-9
CFTR próteinið, sem tilheyrir flokki próteina er
nefnast ATP-binding cassette, er virkjað af cAMP
(cyclic AMP).1-7 Talið er að CFTR hafi áhrif á önnur
jónagöng í frumuhimnunni annaðhvort beint eða
LÆKNAblaðið 2008/94 831