Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 48
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR LÍFFÆRAFRÆÐI GRAYS Ritstýrði kafla í afmælis- útgáfu Gray's Anatomy Hin fornfræga líffærafræði Grays (Gray's Anatomy) kom nýverið út í sérstakri af- mælisútgáfu til að fagna því að 150 ár eru liðin frá því fyrsta útgáfa verksins kom út í Bretlandi. Þau tíðindi gerast með nýjustu útgáfunni að Hannes Petersen, sérfræð- ingur í háls-, nef- og eyrnalækningum og dósent við læknadeild HÍ, er ritstjóri kafl- ans um eyrað og er það í fyrsta sinn sem íslenskur læknir er fenginn til að leggja lið þessari gagnmerku útgáfu. Hávar Sigurjónsson Hannes hefur á undanförnum árum stundað rann- sóknir á myndun eyrans, þá sérstaklega innra eyr- anu þar sem hann beitir aðferðum tilraunalegrar fósturfræði (experimental embryology) og notar Kápan af glænýrri útgáfu bókarinnar sem er sú fertugasta í 150 ára sögu. þá sérstaklega kjúklingafóstur. „í litningum kjarna okfrumunnar og síðar í kjörnum allra fruma næriþekju og fósturkíms og að lokum fullmynd- aðs einstaklings eru upplýsingar um byggingu þeirrar lífveru sem um ræðir ásamt upplýsingum um síðari starfsemi. Að þekkja þau gen er liggja að baki ákveðnu útliti, hvað og hvernig þau ræs- ast og hvernig umritun þeirra er háttað, er mikið rannsakað nú. Minn áhugi hefur fyrst og fremst beinst að myndun innra eyrans frá eyrafragi að eyrablöðrungi, hvaða gen koma þar við sögu og hvort frumur taugakambs taka þátt í lokamyndun innra eyrans," segir Hannes. Þessar rannsóknir leiddu til þess að hann vann fyrir nokkrum árum við Developmental Neurobiology einingu King's College í London þar sem hann kynntist aðalrit- stjóra Gray's Anatomy, prófessor Susan Standring. „Hún bað mig að ritstýra kaflanum sem snýr að myndun eyrna og varð ég auðvitað góðfúslega við því. Segja má að stórsæ líffærafræði hafi lítið sem ekkert breyst frá því frumútgáfan kom út og sann- arlega hefur hún í meginatriðum staðist tímans tönn þótt bókin sé mun ítarlegri og betri nú en þá. Hinn hefðbundni texti stórsærrar líffærafræði er framsettur á mun kennsluvænni hátt og studdur myndum í hæsta gæðaflokki. Miklar framfarir í þekkingu á smásærri líffærafræði og nátengt myndgreiningu á sama sviði, hefur texti þess efnis aukist mikið og einnig allur texti er snýr að mynd- un líffæra og líkama. Þannig er vísað til allra nýj- ustu og helstu heimilda sem lesandinn getur leitað í eftir nánari upplýsingum um hvaðeina. Einnig er lögð gríðarleg vinna í myndefni bókarinnar sem er í algjörum sérflokki, bæði kennslufræðilega og tæknilega." Hannes er sannarlega dómbær á gæði teikninga því eftir hann liggur verk lækn- isfræðilegra teikninga sem notaðar hafa verið við kennslu hérlendis og í útgáfum bóka og bæklinga innanlands og utan. „Ég vann í mörg sumur við líffærafræðiteikningar fyrir forvera minn, prófess- or Hannes Blöndal, sem voru síðan notaðar við kennslu í læknadeildinni." Gray's Anatomy kom síðast út fyrir þremur árum 2005 og er því ekki langt stórra högga á milli. Hannes segir þó verulegan mun á bókunum tveimur, sérstaklega hvað varðar gæði myndefn- 844 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.