Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 44
U M R Æ Ð U R FORSTJÓRI O G L A F R É T T I R_ NDSPÍTALANS Getum verið stolt af Landspítalanum Hulda Gunnlaugsdóttir tók við starfi forstjóra Landspítalans um miðjan október. Hún var ráðin í starfið í sumar og er óhætt að segja að aðstæður hafi breyst frá því hún var ráðin og þar til hún settist í stól forstjórans. Hún segir of snemmt að segja nákvæmlega til um hvaða áhrif kreppuástandið í þjóðfélaginu muni hafa á rekstur spítalans, fjárlög næsta árs hafa verið í biðstöðu og því ekki fullljóst hver fjár- veiting til stofnunarinnar verður á næsta ári. „Mér er hins vegar ljóst að gríðarleg vinna hefur verið lögð í að ná utan um rekstur spítalans og þar hefur mikill árangur náðst á þessu ári. Eflaust mun stofnunin finna fyrir kreppunni og ég væri ekki heiðarleg ef ég gæfi loforð um að ekki kæmi til fækkunar starfsfólks. Það verða dregin saman seglin hér eins og annars staðar." Hulda er hjúkrunarfræðingur að mennt og eftir að hún lauk námi frá Hjúkrunarskóla Islands starfaði hún á gjörgæsludeild Borgarspítalans en réðst þaðan hjúkrunarforstjóri að Kristneshæli í Eyjafirði. Eftir fimm ár í því starfi hélt hún til Oslóar í háskólanám og lauk embættisprófi í stjórnun heilbrigðisstofnana og réð sig síðan sem hjúkrunarframkvæmdastjóra við Ullevall sjúkra- húsið í Osló. Undanfarin fjögur ár hefur hún verið forstjóri Aker háskólasjúkrahússins en í allt eru árin í Noregi orðin 20. „Ég ætlaði aldrei að setjast þar að en örlögin höguðu því þannig að ég giftist norskum manni og starfið var skemmtilegt. Mér fannst þó ekki hægt annað en taka þessari áskorun þegar starf forstjóra Landspítala var auglýst." Hulda segir að sér hafi komið á óvart hversu öflug starfsemi Landspítalans er. „Ég hef aðeins fylgst með íslensku heilbrigðiskerfi úr fjarlægð og vissi að þjónustan væri góð og fagþekkingin Hávar væri eins og best er annars staðar en ég tel að Sigurjónsson Landspítalinn hafi ekki verið nægilega duglegur að koma því á framfæri við almenning hversu öflugur hann er. Ég hef fylgst með umræðunni um Landspítala utan frá og fengið ranga mynd af stöðunni vegna þess hversu neikvæð hún hefur verið oft á tíðum. Við þurfum að skoða vandlega hvað stofnunin segir um sjálfa sig og hvernig hún kemur góðum hlutum á framfæri. Ég vissi að hér væri unnin talsverð rannsóknarstarfsemi en að hún væri jafnmikil og raun ber vitni hefur komið mér verulega á óvart. Hér er verið að vinna að rannsóknum sem þjóðin getur verið mjög stolt af og eiga erindi við ekki bara þjóðina heldur um- heiminn allan. Það er staðreynd að vísindamenn stofnunarinnar birta fleiri fræðigreinar árlega í viðurkenndum alþjóðlegum tímaritum en mörg önnur stór háskólasjúkrahús á Norðurlöndunum geta státað af. Þetta hefur margvísleg jákvæð áhrif á starfsemi spítalans; öflug rannsókna- og vísindastarfsemi styður við daglegt starf sjúkra- hússins með því að bestu aðferðir eru nýttar og gæðin aukast. Hér hefur verið lagt um eitt og hálft prósent af heildarfjárveitingu til spítalans í rann- sóknir og þróun en markmiðið ætti að vera 3%. Fleira þarf en peninga til að stunda rannsóknir. Það þarf tíma, tækjabúnað og aðstoðarfólk til að skapa vísindamönnunum aðstöðu til að sinna rannsóknum sínum." Aðstæður víða erfiðar Hulda hefur á undanförnum vikum farið kerf- isbundið í heimsóknir á allar deildir sjúkrahússins og segist vera að ljúka yfirferðinni. Aðeins sé eftir að heimsækja þær deildir sem eru utan kjarnans en þessu verði lokið fyrir endaðan nóvember. „Þá verð ég komin með yfirsýn yfir byggingarnar, tækjabúnað og aðbúnað sjúklinga og starfsfólks og ég gef mér góðan tíma í þetta, ræði við starfs- fólkið og kynni mér starfsemi deildanna. Ég hlusta 840 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.