Læknablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 4
EFNISYFIRLIT
Frágangur
fræðilegra greina
RITSTJÓRNARGREINAR
Höfundar sendi tvær geröir handrita
til ritstjórnar Læknablaðsins,
Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi.
Annað án nafna höfunda, stofnana
og án þakka sé um þær að ræða.
Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis
að allir höfundar séu samþykkir
lokaformi greinar og þeir afsali sér
birtingarrétti til blaðsins.
Handriti skal skilað með tvöföldu
línubili á A-4 blöðum. Hver hluti
skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtal-
inni röð:
• Titilsíða: höfundar, stofnanir,
lykilorð á ensku og íslensku
• Ágrip og heiti greinar á
ensku
• Ágrip á íslensku
• Meginmál
• Þakkir
• Heimildir
Töflur og myndir skulu vera bæði
á ensku og íslensku.
Tölvuunnar myndir og gröf komi
á rafrænu formi ásamt útprenti.
Tölvugögn (data) að baki gröfum
fylgi með, ekki er hægt að nýta
myndir úr PowerPoint eða af net-
inu.
Eftir lokafrágang berist allar greinar
á tölvutæku formi með útprenti.
Jóhannes Björnsson
Útrás í gagnagrunna
í október barst ritstjórn tilkynning frá vísindasviði Hl’
um að í Ijósi skráningar Læknablaðsins á ISI væri
blaðið nú „15 stiga tímarit".
803
Matthías Halldórsson
Heilbrigðiskerfi á tímum kreppu og
atvinnuleysis
805
( Farsóttafréttum kemur fram að lítil aukning hafi verið á
aðsókn að heilbrigðisþjónustu vikurnar eftir fregnir af bágum
horfum í efnahag þjóðarinnar.
FRÆÐIGREINAR
Ármann Jónsson, Sverrir Harðarson, Vigdís Pétursdóttir, Helga B. Pálsdóttir,
Eiríkur Jónsson, Guðmundur V. Einarsson, Tómas Guðbjartsson
Nýrnafrumukrabbamein greind við krufningu á íslandi
1971-2005: Samanburður við æxli greind í sjúklingum á lífi
Nýgengi nýrnafrumukrabbameins hefur aukist hérlendis, einkum síðasta áratug, og er með því
hæsta í heiminum. Megintilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka mein greind við krufningu
og bera saman við æxli greind í sjúklingum á lífi.
Margrét Árnadóttir, Fjölnir Elvarsson, Ólafur Skúli Indriðason, Lýður Ólafsson,
Jón Gunnlaugur Jónasson, Páll Helgi Möller
Umlykjandi lífhimnuhersli - tvö tilfelli og
yfirlit yfir sjúkdóminn
Kviðskilun fylgja vökvavandamál, lífhimnubólga og afleiðingar þrýstings í kviðarholi. Umlykjandi
lífhimnuhersli er alvarlegasti fylgikvilli kviðskilunar. Lýst er tveimur sjúklingum sem greinst hafa,
rakið algengi, orsakir, greining og meðferð sjúkdómsins og þýðing hans fyrir meðferð nýrnabil-
unar á lokastigi.
Sjá upplýsingar um frágang fræði-
legra greina:
www.laeknabladid.is/fragangur-
greina
Umræðuhluti
Skilafrestur efnis í næsta blað
er 20. hvers mánaðar nema
annað sé tekið fram.
Fjóla Katrín Steinsdóttir, Hildur Halldórsdóttir, Arna Guðmundsdóttir,
Steinunn Arnardóttir, Jakob Smári, Eiríkur Örn Arnarson
Ungtfólk með sykursýki 1: Fylgni sálfélagslegra þátta,
blóðsykursstjórnunar, þunglyndis og kvíða
Niðurstöðurnar sýna mikilvægi þess að kenna og efla notkun á verkefnamiðuðum bjargráðum í
stað tilfinningamiðaðra bjargráða hjá fólki með sykursýki. Félagslegur stuðningur er mikilvægur
fyrir ungt fólk með sykursýki og aðstandendur þurfa fræðslu um sjúkdóminn og mikilvægi þess
að veita réttan stuðning.
Brynja Jónsdóttir, Hörður Bergsteinsson, Ólafur Baldursson
Slímseigjusjúkdómur (cystic fibrosis): meingerð,
greining og meðferð - Yfirlitsgrein
Sjúkdómurinn er arfgengur og hefur áhrif á mörg líffæri; öndunarfæri, bris og meltingarfæri
og sjúklingar hafa óvenju saltan svita. Honum var fyrst lýst á miðöldum og var hinn salti sviti
tengdur göldrum og börn með sjúkdóminn talin andsetin. Síðan þá hefur þekkingu um sjúk-
dóminn fleygt fram.
800 LÆKNAblaðið 2008/94