Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2009, Qupperneq 3

Læknablaðið - 15.01.2009, Qupperneq 3
Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www. laeknabladid. is Málþing á Læknadögum í tilefni 90 afmælis Læknafélags íslands á liðnu ári ákvað ritstjórn Læknablaðsins í vor að heiðra félagið með málþingi á Læknadögum nú í janúar (s. 71) um lækna, vísindarannsóknir og fjölmiðla. Það varð að ráði að kalla til tvo erlenda gesti: Georg D. Lundberg sem áður stýrði einu stærsta læknablaði heims, JAMA, en leiðir nú heimsþekkt vefrit um vísindi: Medscape, og Charlotte Haug sem er ritstjóri norska læknablaðsins. Fyrirlesararnir eru vel kunnugir þeim siðferðilegu álitamálum sem höfund- ar vísindagreina geta staðið frammi fyrir. Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttamaður og Tryggvi Þorgeirsson unglæknir eru jafnframt þátttakendur í málþinginu. Læknablaðið sendir lesendum sínum og velunnurum velfarnaðaróskir á nýju ári. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Árgjaldið hækkar Árgjald Læknablaðsins hækkar frá og með 1. janúar í 9500 kr. - en við áskriftargjaldi hefur ekki verið hróflað um árabil. Forsíðumyndin að þessu sinni er af verki eftir mynd- listarmanninn Baldur Geir Bragason (f. 1976). Hann hefur verið búsettur í Berlín undanfarið og verið þar við nám og störf. Bakgrunnur hans er í málverki þótt hann hafi ætíð unnið mjög markvisst í skúlptúr og stundum haft viðkomu í öðrum miðlum. Verkið heitir Ruggustóll (2007) og ertil sýnis á einkasýningu Baldurs í Kling og Bang fram eftir janúarmánuði. Um leið og skúlptúrinn minnir á ruggustól er nokkuð Ijóst að hann er gagnslaus sem slíkur, veikbyggður og furðulegur. Eiginleikar ruggustóls koma fram þegar einhver sest í hann og ruggar sér. Þessi sem hér um ræðir er hins vegar í afkáralegum hlutföllum, myndi varla bera nokkurn mann og getur ómögulega ruggað. Hann stendur í stað á kantaðri undirstöðu í stað eiginlegs boga. Þannig er gildi þeirrar myndar sem Baldur Geir setur fram sjálfkrafa brenglað. Burðargrindin er heftuð og límd saman úr þunnum spýtum og á hana er strengdur strigi sem mótar setu og bak. Síðan er ailt málað í hlutlausum brúntónum. Efniviðurinn, meðferð hans og kantaður strúktúrinn vísa til efniseiginleika málverka þar sem strigi er strengdur á hornréttan blindramma. Þegar horft er á málverk dregur myndefnið mann gjarnan frá verkinu sem slíku og yfir í ímyndaðan heim. Listamaðurinn snýr þessari tilhneigingu myndmálsins viö, í stað málverks af ruggustól er kominn ruggustóll úr málverki. Margræður myndheimur Baldurs Geirs hverfist oftar en ekki um sjálfan sig. Um leið og hann setur fram grípandi hluti og einfaldar myndir sem eiga sér kunnuglegar fyrirmyndir, nær vísun þeirra fyrst og fremst til ferlis listaverksins. Að listamaðurinn hafi gert verk, sett það fram og að áhorfandi sjái það. Þótt verkið kunni að minna á hitt eða þetta nær sú tenging skammt enda myndmálið gjarnan sótt í eitthvað tiltölulega blátt áfram, teiknimyndir, bíó, tölvuleiki eða myndasögur. Það er ekki þar með sagt að verkin séu sjálfhverf í neikvæðum skilningi, þvert á móti koma þau mjög til móts við áhorfandann í einfaldleika sínum. Þau beina sjónum hins vegar að spurningunni um hvað myndlist sé yfir höfuð og hvaða væntingar fólk beri til hennar, bæði listamaðurinn við vinnu sína og áhorfandinn við upplifun hennar. Markús Þór Andrésson Mynd: Hávar Sigurjónsson Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Bryndís Benediktsdóttir Engiibert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Margrét Árnadóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@iis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prentsmiðjan Oddi Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskílur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch) og Journal Citation Reports/Science Edition. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch) and Journal Citation Reports/Science Edition. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2009/95 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.