Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2009, Page 4

Læknablaðið - 15.01.2009, Page 4
Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu samþykkir lokaformi greinar og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtal- inni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og myndir skulu vera bæði á ensku og íslensku. Tölvuunnar myndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af net- inu. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræði- legra greina: www.laeknabladid.is/fragangur- greina Umræðuhluti Skilafrestur efnis I næsta blað er 20. hvers mánaðar nema annað sé tekið fram. N I RITSTJORNARGREINAR Arna Guðmundsdóttir Læknadagar 2009 Áhugi fyrir þingi Fræðslustofnunar vex, gríðarlegt magn efnis var sent inn og dagskráin var nær fullskipuð eftir fyrsta fund undirbúningsnefndar í vor. Andrés Magnússon Sjálfstæði fjölmiðla og gagnrýnin hugsun Ef við viljum losna við að þær klyfjar sem auðmenn íslands telja að við eigum að axla þarf gagnrýnin hugsun að blómstra I námi á öllum skólastigum, ekki síst í háskólum. FRÆÐIGREINAR Ólafur Samúelsson, Helga Zoéga, Aðalsteinn Guðmundsson, Matthías Halldórsson Algengi geðlyfjanotkunar eldri íslendinga utan stofnana Niðurstöður þessarar úttektar sýna að geðlyfjanotkun eldri íslendinga er almenn, sérstaklega notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja. Sambærilega upplýsingar úr dönskum lyfjagagnagrunni benda til þess að ávísun á geðlyf sé umtalsvert meiri hér á landi. Freyr Gauti Sigmundsson, Þorvaldur Ingvarsson, Ari H. Ólafsson Árangur aðgerða á slitinni fjærsin tvíhöfðavöðva upphandleggs á FSA 1986-2006 Þrátt fyrir beinnýmyndun í mjúkvefjum og væga hreyfiskerðingu í aðgerðararminum virðist se langtímaárangur aðgerðartækni þeirra Boyd og Anderson sé góður. Rétt greining og aðgerð fljótlega eftir áverka reynist vera lykilatriði til þess að sjúklingum farnist vel. Styrmir Sævarsson, Árni Kristjánsson, Haukur Hjaltason Gaumstol: Orsakir, taugalíffærafræðileg staðsetning, kenningar og meðferð Gaumstol er skynröskun eftir heilaskemmdir og lýsir sér í því að sjúklingur bregst ekki við því sem á sér stað til vinstri við hann. Hann les aðeins hægri helming orðs eða setninga, lítur til hægri þegar gengið er framhjá vinstra megin við hann, eða borðar einungis hægra megin af diski. Örvar Arnarson, Tryggvi Þorgeirsson, Helgi J. fsaksson, Orri Einarsson, Friðrik Yngvason, Tómas Guðbjartsson Tilfelli mánaðarins Röntgenmynd af fyrrum reykingakona sýndi þéttingu í hægra lunga og var því fengin tölvu- sneiðmynd af brjóstholi. 11 19 27 35 4 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.