Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2009, Qupperneq 7

Læknablaðið - 15.01.2009, Qupperneq 7
Arna Guðmundsdóttir arnagu@landspitali.is Arna Guðmundsdóttir sérfræðingur i innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum á Landspítala og formaður Fræðslustofnunar Læknafélags jslands sem stendur fyrir hinum árlegu Læknadögum RITSTJÓRNARGREI N A R Læknadagar 2009 Nú líður að Læknadögum 2009 og birtist dag- skráin í heild sinni í þessu tölublaði Læknablaðsins. Þetta er í 14. sinn sem þingið er haldið og langar mig til að nota þetta tækifæri og auglýsa eftir góðri enskri þýðingu á orðinu Læknadagar. Hér verður farið stuttlega yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið milli ára og hvað er í sjónmáli. Fyrst ber að nefna breyttan þingstað. Eins og menn muna voru Læknadagar haldnir á Radisson SAS hóteli í janúar 2008. Þar sáu ráðstefnugestir illa á skjái í fyrirlestrasölum og sýningarsvæði þótti dimmt og úr alfaraleið. Nú verður snúið aftur á Hilton Reykjavík Nordica hótel þó að á því húsnæði séu ýmsir vankantar. Undirbúningsnefndin hafði hlakkað mikið til að slá um sig í nýju Tónlistar- og ráðstefnuhúsi árið 2010 en verður líklegast að bíða aðeins lengur eftir þeirri ánægju, af augljósum ástæðum. Læknadaga 2008 sóttu yfir 900 manns. Þar af voru rúmlega 200 sem ekki greiða aðgangseyri þ.m.t. fyrirlesarar, gestir og nemar. Erlendir gestir voru 22 í fyrra en verða eitthvað færri á þessu ári eða um 15. Það er athyglisvert þegar reikningar fyrra árs eru skoðaðir að flugfargjöld hingað til lands voru á bilinu 40-60 þúsund, með einni und- antekningu upp á 160 þúsund. Nú ber svo við að einstakir flugmiðar frá Bandaríkjunum kosta okkur yfir 400 þúsund krónur og segir sig sjálft að það kann að verða enn frekari fækkun erlendra gesta ef ástandið verður viðvarandi. Ekki svo að skilja að Læknadagar séu háðir erlendum gestum en það kryddar vissulega tilveruna að geta boðið hingað þekktum vísindamönnum og góðum fyr- irlesurum sem oft á tíðum hafa einnig verið yfir- menn eða samstarfsmenn íslenskra lækna sem námu á erlendri grundu. Þá er þetta gott tækifæri til að styrkja enn frekar tengslanetið sem er okkur svo mikilvægt. Undirbúningsnefndin í ár tók þó ákvörðun í ljósi þessa að þeir erlendu fyrirlesarar sem kæmu hingað í okkar boði myndu taka þátt í málþingum en myndu ekki halda hádegisfyr- irlestra eingöngu. Til þess höfum við nóg af góðu fólki innanlands. Áhuginn fyrir þinginu fer enn vaxandi, gríð- arlegt magn var sent inn af áhugaverðu efni og má segja að dagskráin hafi verið fullskipuð eftir fyrsta fund nefndarinnar síðastliðið vor. Það er óvenjulegt. Breytingar verða oft á síðustu stundu og þetta ár var engin undantekning. Hér skall á kreppa mikil og brugðust menn skjótt við með því að setja saman áhugaverð málþing sem snúa bæði að heilsufari þjóða á krepputímum og okkar sjálfra sem tilheyrum læknastétt. Tvö fyrirtæki eru aðalstyrktaraðilar þingsins, GlaxoSmithKline og Novartis. Við munum bjóða upp á þá nýjung að aukabakhjarlar geta staðið fyrir morgunverðarfrmdum kl. 7:30-9:00. Þessu er ætlað að auka möguleika lækna til að sækja fræðslu sem síðan eru bókaðir í móttöku eða aimað það sem eftir er dagsins en einnig til að minni lyfjafyrirtækin hafi tækifæri til að halda málþing án þess að leggja í þann kostnað sem fylgir aðal- styrktaraðild. Fyrirfram skráning á hádegisverð- arfundi verður lögð af og gildir þá að fyrstur kemur, fyrstur fær. Aðgangseyri verður sem fyrr stillt í hóf en netskráning fyrirfram er ódýrari en skráning á staðnum. Sú skemmtilega hefð að setja þingið með nokk- urri viðhöfn er að festa sig í sessi. I ár höfum við leitað til Margrétar Guðnadóttur prófessors sem er okkur mörgum að góðu kunn.Við höfum bryddað upp á þeirri nýjung að halda heiðursmálþing í samvinnu við sjóð prófessors Níelsar Dungals sem að þessu sinni verður tileinkað Margréti. Þar verð- ur rætt um orsakir og meðferð MS-sjúkdómsins. Mér þótti kaldhæðnislegt að sjá dagskrá Læknadaga í desemberhefti Læknablaðsins enda á auglýsingu frá dönsku fyrirtæki sem gerði íslenskum læknum gylliboð um að flytja úr landi og kanna hvort ekki væri grænna hinum megin við hafið. Ég vonast til að það muni koma skýrt í ljós á þessu þingi að hér er mikið af góðu fólki sem er í mun að standa saman á þessum tímum og fara hvergi. Standa saman um hag stéttarinnar, standa saman um að varðveita gott heilbrigðiskerfi og viðhalda góðu heilsufari þjóðar. Þessari samkomu er ætlað að gera einmitt þetta, efla samkennd og samstöðu íslenskra lækna ásamt því að stuðla að símenntun okkar. Góðar stundir. LÆKNAblaðið 2009/95 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.