Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2009, Síða 9

Læknablaðið - 15.01.2009, Síða 9
RITSTJÓRNARGREINAR Sjálfstæði fjölmiðla og gagnrýnin hugsun Andrés Magnússon andresm@landspitali. is Höfundur er geölæknir á Landspítala. Independent media and critical thinking Andrés Magnússon, MD, PhD Geðdeild LSH Dept. of Psychiatry, National University Hospital, Reykjavik, lceland Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að heildarlántökur ríkissjóðs verði 1600 milljarðar vegna bankahrunsins. Það lætur nærri að vera 10 milljónir á hvern skattgreið- anda. Þar við bætist rýmun lífeyris, svo og verðmæta- rýrnun eigna vegna gengisfellingar. Augljóslega tryggir góð embættismenntun ekki fjárhagslegt öryggi. Það er rándýrt að kasta fyrir róða því sem Forn-Grikkir töldu vera hornstein menntunar, nefnilega gagnrýna sjálf- stæða hugsun, árvekni og umræðu. í lok 17. aldar hófst upplýsingarstefnan til vegs og virðingar. Frumkvöðlar hennar voru á móti því að al- menningi væri haldið fáfróðum og aðeins valdastéttin mætti búa að menntun og þekkingu. Alfræðibækur og upplýsingarit vom prentuð og lögðu grunn að því að almenningur gæti hugsað sjálfstætt um þjóðfélagsmál. Lýðræði varð til. Þessari þróun, upplýsingunni, er hægt að snúa við með því að kaupa upp fjölmiðla og ná stjóm á allri umræðu. Þannig má telja almenningi aftur trú um að ákveðinn hópur auðmanna skuli njóta sérstakra sér- réttinda og lögrýmis. Ekki skulu sett nein höft á athafnir þeirra né íþyngjandi eftirlit haft með gjörðum þeirra. Menn sem predika að það sé hagur almennings að hinir ríku eigendur fjölmiðla verði ennþá ríkari, fá ríkulegt pláss í fjölmiðlum þeirra. Eignarhald bankaeigenda á íslenskum fjölmiðlum hefur gyrt fyrir alla gagnrýna umræðu og varðað leiðina til þess að hægt væri að færa 10 milljónir króna úr vasa sérhvers Islendings til eigenda bankanna/fjölmiðlanna. I þessu samhengi er einnig vert að huga að örlögum margra sparisjóða. Það var algerlega skýrt við stofnun þeirra að þeir ættu ekki að vera gróðafyrirtæki heldur byggjast á hugsjónum, almenningi til hagsbóta. Einkavæddir sparisjóðir eiga nú 600 milljarða og auðmönnum, í skjóli fjölmiðlaein- okunar, hefur tekist að telja okkur trú um að þeir eigi þetta fé en ekki almenningur. Svo lengi sem eigendur banka ráða örlögum fjöl- miðla mun óháð gagnrýnin umræða ekki eiga sér stað eins og nýleg dæmi úr Kastljósi sýna. Því hefur verið haldið fram eftir hrunið að ísland hafi verið orðið eitt af skuldugustu iðnríkjum heims þegar árið 2004. Það er ekki rétt. Skýrsla þeirra Daníels Svavarssonar og Péturs Sigurðssonar á heimasíðu Seðlabankans sýnir að Island var ekki eitt af skuldugustu ríkjunum heldur það lang- skuldugasta, og ekki bara af iðnríkjum heldur af öllum löndum heims,1 þróunarríki meðtalin. Fjölmiðlamenn hafa í gegnum árin haft reglulega samband við Seðlabankann til að leita eftir fréttaefni. Aðspurðir hvers vegna ekki mátti sýna fréttamönnum neinar töflur eða myndir úr þessari sláandi skýrslu sem kom út síðsum- ars 2007 svöruðu Seðlabankamenn að ekki mætti birta neitt sem veikt gæti tiltrú almennings á bönkunum. Reynt var að fá birt línurit úr þessari skýrslu í dagblöð- unum, sjónvarpinu, stöð 2, heimasíðu HI, HA og miklu víðar án árangurs. Við lestur Seðlabankaskýrslunnar má sjá að munurinn á þeirri mynd sem fjölmiðlar drógu upp og á raunverulegu ástandi var himinhrópandi, áþekkur því sem var í kommúnistaríkjunum gömlu þar sem einokun var á fjölmiðlun. Reyndar hafa allar alræðisstjórnir byrjað á því að ná einokun á fjölmiðlun, eftirleikurinn er auðveldur. Ef við viljum losna við þær ofboðslegu klyfjar sem auðmenn Islands eru búnir að telja okkur trú um að við eigum að axla þarf gagnrýnin hugsun að blómstra í námi á öllum skólastigum, ekki síst í háskólunum. Framan af töldu forngrískir lagaspekingar þegnum sínum trú um að lögin væru komin frá Guði. Síðan féllu þeir frá því og það var ekkert leyndarmál að lagasetningar voru mannanna verk. En það er spurn- ing hvort íslenskir lögspekingar hafi áttað sig á þessu. Lagasetning er að festa í orð það sem endurspeglar réttlætiskennd þjóðar. Ef meiri áhersla hefði verið lögð á gagnrýna hugsun í laganáminu, hugsun um hvemig lögin geti náð fram réttlætinu, í stað þess að prófa laga- nemendur í því hvað þeir gætu romsað miklu upp úr sér af utanbókarlærdómi, væru hinir ungu laganemar ekki að leggja af stað út í lífið í dag með tug milljóna skuld á bakinu hver. Laganemar og kennarar þurfa að rannsaka hvaða lög hafi verið brotin, hvernig hægt sé að sækja féð til baka til þeirra sem sitja á því núna. Ef núgildandi lög duga ekki til, hvaða lög þurfum við þá að taka upp sem nágrannaþjóðirnar hafa? Hvernig stendur á því að eiginfjárstaða íslenskubank- anna var skráð 2000 milljarðar í mínus í Seðlabankanum þegar bankamenn sjálfir sögðu hana vera 1000 milljarða í plús? Bankastjóri nokkur sagði að mismunurinn, 3000 milljarðar, væri viðskiptavild og aðrar óefnislegar eignir sem hefðu bæst ofan á fyrirtækin eftir að íslendingar keyptu þau. Er þetta eðlileg bókfærsla? Hér er komið verðugt verkefni fyrir viðskiptadeildir að brýna sig á. Sagnfræðingar þurfa að rannsaka hvort íslensk alþýða hafi þolað meiri kúgun af íslenskum stórbokkum eða erlendum þjóðhöfðingjum í aldanna rás. Hefur hvatinn að lagabótum og umbótum fyrir almenning komið að utan eða innanlands frá. Þannig mætti lengi telja, öll svið háskólasamfélagsins þurfa að leggjast á eitt til að ná aftur lýðræðinu og rannsaka hvernig hin gífurlega tilfærsla skulda einkafyrirtækja yfir á almenning geti gengið til baka. Þannig mun í raun óháð, gagnrýnin hugsun í tímans rás skila meiri auði til háskólamanna, og allra annarra, heldur en fullkomnun í að hafa eftir orð lærimeistaranna. 1. www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5251 LÆKNAblaðið 2009/95 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.