Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2009, Qupperneq 11

Læknablaðið - 15.01.2009, Qupperneq 11
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Algengi geðlyfjanotkunar eldri Islendinga utan stofnana Ólafur Samúelsson1 lyf- og öldrunarlæknir Helga Zoéga2 3 aðferðafræðingur Aðalsteinn Guðmundsson1 lyf- og öldrunarlæknir Matthías Halldórsson2 embættislæknir Lykilorð: geðlyf, lyfjanotkun, algengi, aldraðir, ísland. ’öldrunarsviði Landspítala, 2Landlæknisembættinu, 3miðstöð í lýðheilsuvísindum - HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti Ólafur Samúelsson, öldrunarsviði Landspítala Landakoti, 101 Reykjvík. Sími: 5431000 olafs@landspitali. is Ágrip Markmið: Að meta algengi geðlyfjanotkunar aldr- aðra sem bjuggu utan stofnana árið 2006. Efniviður og aðferðir: Lýsandi áhorfsrannsókn sem byggði á gögnum úr lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins. Þýðið var Islendingar 70 ára og eldri sem bjuggu utan stofnana (8,6% af heildarmannfjölda). Algengi þunglyndis-, geð- rofs-, kvíðastillandi- og svefnlyfjanotkunar (ATC- flokkar N06A, N05A, N05B, N05C) var skilgreint sem fjöldi einstaklinga á hverja 100 íbúa sem leysti út eina eða fleiri lyfjaávísun á tiltekin lyf árið 2006. Niðurstöður voru bornar saman við upplýsingar úr lyfjagagnagrunni um geðlyfjanotkun Dana á aldrinum 70 til 74 ára. Niðurstöður: Einstaklingar 70 ára og eldri leystu út þriðjung allra lyfjaávísana á íslandi árið 2006, þar af var fjórðungur á geðlyf. Eldri konur voru líklegri en karlar til að nota geðlyf (RR=1,40 95% CI: 1,37-1,43). Algengi geðlyfjanotkunar í þýð- inu var 65,5% fyrir konur og 46,8% fyrir karla. Algengust var notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja (N05B eða N05C), 58,5% meðal kvenna og 40,3% meðal karla. Algengi þunglyndislyfja- notkunar var 28,8% meðal kvenna og 18,4% meðal karla. Um 5% þýðisins notaði geðrofslyf. Algengi geðlyfjanotkunar meðal 70-74 ára var 1,5 til 2,5 falt hærra á íslandi en Danmörku. Ályktun: Geðlyfjanotkun eldri íslendinga er almenn, einkum í flokkum kvíðastillandi- og svefnlyfja. Samanborið við upplýsingar úr dönsk- um lyfjagagnagrunni fyrir aldurshópinn 70-74 ára er ávísun á geðlyf algengari á Islandi. Inngangur Öldruðum hefur fjölgað í heiminum á síðustu áratugum. Hlutfallsleg fjölgun er mest meðal háaldraðra. Sjúkdómar sem þurfa lyfjameðferðar við verða algengari með aldrinum. I okkar heims- hluta er víða meira en helmingi lyfja ávísað til einstaklinga eldri en 65 ára.1 Ný lyf og ábendingar lyfjameðferðar koma stöðugt fram og algengara er að fleiri en eitt lyf séu notuð samhliða við sömu ábendingu. Lyfjanotkun aldraðra á Norðurlöndunumhefur aukist jafnt og þétt á síðustu áratugum.2'4 Sem dæmi má nefna að í Svíþjóð er meira en fjórðungi lyfja ávísað til einstaklinga 75 ára og eldri sem eru 9% af heildaríbúafjölda.5 Samanburðarrannsókn í Gautaborg á hópum 70 og 80 ára einstaklinga á 30 ára tímabili sýndi að í lok tímabilsins voru að jafnaði notuð fleiri lyf og færri voru lyfjalausir.6 Vandamál tengd óviðeigandi lyfjaávísun, með- ferðarheldni, ofnotkun og vanmeðhöndlun eru öll vel þekkt við lyfjameðferð aldraðra.7'11 Geðlyfjanotkun aldraðra skýrist meðal annars af algengi geðrænna einkenna meðal eldri aldurs- hópa.12'14 Þótt geðlyf virki á einkenni geðsjúk- dóma, svefntruflanir og hegðunarvandamál getur notkun þeirra verið vandkvæðum bundin vegna líffræðilegra breytinga sem tengjast aldri. Aldraðir eru viðkvæmir fyrir aukaverkunum lyfja, svo sem slævandi áhrifum, truflunum á vitrænni getu, utanstrýtueinkennum og byltum.7,15,16 Þær upplýsingar sem liggja fyrir um geðlyfjanotkun aldraðra hér á landi sýna yfirleitt hlutfalls- lega mikla notkun samanborið við lyfjanotkun í nágrannalöndum okkar.17'19,10 Norðurlöndin reka opinbera lýðgrundaða gagnagrunna um lyfjanotkun á landsvísu. Lyfjagrunnarnir sem flestir eru nýir byggjast á upplýsingum frá lyfsölum um lyfseðilsskyld lyf sem leyst hafa verið út í lyfjaverslunum. Áhersla er nú lögð á úrvinnslu úr þessum grunnum til rannsókna og stefnumótunar og við gæðamat. Markmið þessarar rannsóknar var að greina algengi geðlyfjanotkunar á íslandi meðal einstak- linga 70 ára og eldri, sem búsettir voru utan dvalar- og hjúkrunarheimila. Jafnframt var al- gengi geðlyfjanotkunar meðal yngri aldraðra borið saman við sambærilega notkun í Danmörku. Efniviður og aðferðir Um var að ræða lýsandi áhorfsrannsókn sem byggði á gögnum úr lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins. Rannsóknartímabilið náði frá 1. janúar 2006 til og með 31. desember 2006. Þýðið var íslendingar 70 ára og eldri sem bjuggu utan dvalar- og hjúkrunarrýma allt rann- LÆKNAblaðið 2009/95 1 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.