Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2009, Side 19

Læknablaðið - 15.01.2009, Side 19
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Arangur aðgerða á slitinni fjærsin upphandleggsvöðva á FSA1986-2006 Ágrip Freyr Gauti Sigmundsson1 læknir í sérnámi Ari H. Ólafsson1 hand- og bæklunarskurðlæknir Þorvaldur Ingvarsson1’23 bæklunarskurðlæknir Rannsókn framkvæmd á bæklunardeild Sjúkrahússins á Akureyri. Lykilorð: tvíhöfðavöðvi upphand- leggs, sinaslit, langtímaárangur, DASH, styrktarmælingar, hreyfifer- ilsmælingar, skurðmeðferð, beinmyndun í mjúkvefjum. 'bæklunardeild Sjúkrahúss Akureyrar, 2Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri, 3læknadeild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Freyr Gauti Sigmundsson Ortopediska Kliniken Karlshamn och Karlskrona Blekingesjukhuset Karlshamn 37480 Karlshamn Svíþjóð freyr. gauti. sigmundsson@ ltblekinge.se Inngangur: Slit á fjærsin tvíhöfðavöðva upp- handleggs (biceps brachi) er sjaldgæfur áverki og árangur af aðgerðum því lítt þekktur. Lýst er ár- angri af aðgerðum þar sem fjærsin tvíhöfðavöðva upphandleggs er endurfest með aðgerð kenndri við Boyd og Anderson. Þá eru notaðar tvær leiðir til að komast að sininni og endurfesta. Efniviður og aðferðir: Þeir sem höfðu slitið fjærsin tvíhöfðavöðva upphandleggs á árunum 1986-2006 og gengist undir aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar voru beðnir að taka þátt í rannsókninni sem fólst í líkamsskoðun, hreyfiferils- og styrktarmælingum, svörun spurningalista og röntgenmyndatöku af olnboga og framhandlegg. Niðurstöður: Sextán manns (15 karlar, 1 kona), meðalaldur 46 ár (24-53) gengust undir aðgerð þar sem sinin var endurfest með aðferð Boyds og Andersons. Tólf sjúklingar samþykktu að taka þátt í rannsókninni, allt rétthendir karlmenn. Tíu af 12 sjúklingum gengust undir aðgerðina innan tveggja vikna frá áverkanum (0-80 dagar). Allar sinamar greru eftir að þær voru endurfestar. Munur var ekki tölfræðilega marktækur á styrk í aðgerðararmi og þeim armi sem ekki var gerð aðgerð á. Meðal DASH-stigun var 11,7 sem telst lágt. Helmingur sjúklinga hafði merki um bein- nýmyndun í mjúkvefjum. Ályktun: Þrátt fyrir beinnýmyndun í mjúkvefjum og væga hreyfiskerðingu í aðgerðararminum virð- ist langtímaárangur aðgerðartækni þeirra Boyds og Andersons góður. Rétt greining og aðgerð fljótlega eftir áverka virðist vera lykilatriði til þess að sjúklingum farnist vel. Inngangur Slit á fjærsin tvíhöfðavöðva upphandleggs er sjaldgæfur áverki. Talið er að 3% af sinarslitum á tvíhöfðavöðva upphandleggs eigi sér stað á fjærsin vöðvans en slit á lengri nærsin vöðvans (caput longum) er mun algengari.1 Oftast slitnar sinin við skyndilegt átak eða högg á framhand- legg þegar tvíhöfðavöðvinn er spenntur. Einkenni slits er skyndilegur verkur í olnbogabót ásamt bólgu á sama stað og minnkaður kraftur í beygju um olnboga og rétthverfu um framhandlegg. Við skoðun þreifast fjærsinin ekki eða illa ef miðað er við heilbrigðu hliðina. Hægt er að staðfesta grein- inguna með ómskoðun eða segulómskoðun sé um vafatilvik að ræða. Sé sinin ekki fest að nýju á sveifarhrjónu (tuberositas radii) tapast styrkur í beygju og rétthverfu.2-3 Aðgerðir við sliti á fjærsin tvíhöfðavöðva upp- handleggs þykja áhættusamar með tilliti til líf- færafræði olnbogabótar. Á árum áður var oftast notast við fremri aðgang sem kenndur er við Henry en þar er sinin endurfest við sveifarhrjónu eða að sinin var einfaldlega saumuð við upparms- og sveifarvöðvann (m. brachioradialis).1'4 Þessar aðgerðir þóttu áhættusamar og lýst var áverkum á miðtaug (n.medianus), aftari millibeinataug (n.interosseus posterior) og hliðlægri framarms- húðtaug (n.cutaneus antebrachii lateralis) og upp- armsslagæð (a.brachialis). Þegar sinin var saumuð við upparms- og sveifarvöðvann hélst þokkalegur styrkur í beygju um olnboga en styrkur í rétt- hverfu tapaðist. Árið 1961 þróuðu Boyd og Anderson nýja aðferð til að festa að nýju hina slitnu tvíhöfðasin á sveifarhrjónu. Þetta aðgerðarform naut fljótlega vinsælda og var við þá kennt.5 Aðgerðin felst sér- staklega í því að notast er við tvo aðganga, annars vegar fremri aðgang í gegnum olnbogabót og hins vegar aftan til og hliðlægt á olnboganum. Við fremri aðganginn er sinin þrædd í gegnum göng sín og við aftari aðganginn bundin um borholur í gegnum sveifarhrjónuna. Eftir aðgerðina var olnboginn settur í beygju í gifsspelku í sex vikur og að því loknu hófst endurhæfing. Kosturinn við aðferð Boyds og Andersons er að sinin er endurfest á sinn rétta stað á sveif- arhrjónu og því er möguleiki á að endurheimta bæði beygju- og rétthverfugetu með minni hættu á áverkum á taugar og æðar í olnbogabót. Langtímarannsóknir á árangri þessara aðgerða eru fáar, sennilega mest fyrir þær sakir að þessi áverki er sjaldgæfur. Tilgangur rannsóknarinnar er að lýsa langtíma- LÆKNAblaðið 2009/95 19

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.