Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2009, Síða 20

Læknablaðið - 15.01.2009, Síða 20
 FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Mynd 2. Hreyfiferlar í rétt- og ranghveífu hjá einkennalausum sextugum manni sjö árum eftir aðgerð. Mynd 3. Beinmyndun í mjúkvefjum hjá 58 ára gömlum mannifimm árum eftir aðgerð. árangri aðgerða á Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) á 21 árs tímabili þar sem fjærsin tvíhöfða upphand- leggs var fest með aðferð Boyds og Andersons. Efniviður og aðferðir Öllum sem gengust undir aðgerð eftir aðferð Boyds og Andersons vegna slitinnar fjærsinar tvíhöfðavöðva upphandleggs á FSA á árunum 1986-2006 var sent bréf þar sem þeim var boðin þátttaka í rannsókninni. Þátttakendur voru beðnir um að svara spurningalista ásamt því að koma í skoðun þar sem mæld var hreyfigeta í olnboga í beygju og rétthverfu framhandleggs ásamt styrkt- armælingu í beygju og rétthverfu framhandleggs í sérhönnuðum kassa. Einnig voru teknar rönt- genmyndir af olnboga og framhandlegg. Hreyfigeta var mæld með hreyfiferilsmæli (go- niometer). Styrkur var mældur í beygju með hand- arkraftmæli gegn fastri mótstöðu í 90° beygju. í rétthverfu var handarkraftmælirinn settur í kassa sérhannaðan af rannsakendum og rétthverfa mæld með olnboga í 90 gráðu beygju, sjá mynd I. Kraftur var mældur þrisvar fyrir hverja hreyfingu og í þrjár sekúndur í hvert sinn. Allir sjúklingar svöruðu DASH-spurninga- listanum (Disabilities of the Arm, Shoulder and Hand questionnaire) sem er sniðinn að sjúk- dómum og fötlunum í öxl, olnboga, framhandlegg og hendi.6 DASH-spurningalistinn samanstendur af 30 atriðum þar sem hægt er að skrá alvarleika einkenna. DASH var ekki til staðlaður á ís- lensku en var þýddur og lagður fyrir þátttakendur. DASH-stigunin er frá 0 sem er engin fötlun til 100 sem er hámarksfötlun. Samanburður á tölfræðilegri marktækni milli tveggja kraftmælinga var gerður með pöruðu t- prófi. Tölfræðiúrvinnsla var unnin í Excel. Eftir aðgerðina voru sjúklingar í gifsi með oln- bogann í 100-110° beygju í sex vikur og eftir það var þeim ráðlagt að forðast að reyna á handlegg- inn í aðrar sex vikur. Fengin voru tilskilin leyfi hjá Vísindasiðanefnd FSA og Persónuvemd. Niðurstöður Tólf af 16 sjúklingum gáfu samþykki sitt og tóku þátt í rannsókninni. Ekki náðist í tvo, einn treysti sér ekki til að taka þátt og einn hafði ekki tök á því að koma til Akureyrar frá Austurlandi. Eftirfylgni var að meðaltali sjö ár (1-17 ár). Misjafnt var hversu langur tími leið frá áverka til aðgerðar eða allt frá því aðgerð var framkvæmd samdægurs til 80 daga eftir áverka, sjá töflu I. Tíu af 12 sjúklingum gengust undir aðgerð innan tveggja vikna. Meðalaldur þátttakenda er þeir hlutu áverkartn var 46 ár (34-53 ár) og meðalaldur við rannsóknina var 53 ár (40-78 ár). í beygju voru átta af 12 sterkari í arminum sem ekki var gerð aðgerð á miðað við aðgerðararminn, sjá töflu II. I rétthverfu voru fimm af 12 sterkari í arminum 20 LÆKNAblaðið 2009/95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.