Læknablaðið - 15.01.2009, Síða 28
FRÆÐIGREINAR
YFIRLITSGREIN
Nýleg rannsókn25 bendir til þess að það geti skipt
sköpum um hvort gaumstol komi fram hvort
tengslabrautir í hvíta efni heilans milli drekafell-
ingar (e. parahippocampal gyrus} og hringfellingar
(e. angular gyrus) skemmist. Þó svo að rökrætt sé
um mikilvægi hvers þessara svæða, og hvemig
samspili þeirra sé háttað, er líklegast að öll leiki
þau hlutverk í gaumstoli.26'27
Rannsóknir með myndgreiningaraðferðum á
heilum heilbrigðra þátttakenda hafa líka gefið
vísbendingar um hugræna starfsemi þeirra svæða
sem helst tengjast gaumstoli. IPL-svæðið og svæð-
ið sem markast af neðri og aftari hluta hvirfilblaðs,
efri hluta gagnaugablaðs og aftari hluta skorar
Sylvians (e. Sylvian fissure) sem nefnt er á ensku
temporal parietal junction (TPJ) tengist athygli,
sjónrænni rúmskynjun og samþættingu upplýs-
inga frá mismunandi skynfærum.15-2M0 Auk þess
hafa rannsóknir með segulörvun (e. transcranial
magnetic stimulatiori), sem hefur áhrif á heilastarf
á afmörkuðum svæðum sýnt að tímabundin
truflun á virkni þessara svæða getur leitt til gaum-
stolseinkenna hjá heilbrigðum þátttakendum.31
Rannsóknir benda ennfremur til þess að TPJ gegni
mikilvægu hlutverki í að beina rýmdarathygli
okkar að hlutum sem skipta okkur mestu máli
hverju sinni.28 Vegna mikillar taugalíffærafræði-
legrar skörunar þessara umræddu svæða, þar sem
stór hluti IPL er í raun hluti af TPJ, getur reynst
erfitt að aðgreina hlutverk þessara svæða,22'32 og
líklegt að truflun á starfsemi annars hafi áhrif á
virkni hins þó óskemmt sé. Danckert og Ferber22
halda fram að STG tengi saman svæði í hvirfil- og
ennisblaði sem bæði tengjast athygli og þar af leið-
andi geti skemmdir á þessu svæði valdið gaum-
stoli. Ef rétt reynist gæti það að hluta skýrt misvís-
andi rannsóknaniðurstöður um taugalíffærafræði
gaumstols.
Mikilvægt er að taka fram að frumskynsvæði
heilabarkar, svo sem sjónbörkur í hnakkablaði,
eru að jafnaði óskemmd hjá gaumstolssjúkling-
um. Gaumstol er röskun á virkni athygliskerfa
en ekki frumskynsvæða. Þrátt fyrir að sjónsviðs-
skerðing geti verið til staðar hjá gaumstolssjúk-
lingum er hún það engan veginn í öllum tilfellum.
Sjónsviðsskerðing skýrir því ekki gaumstol.
Gaumstol er röskun á starfsemi annarra kerfa
en sjónkerfis. Skemmdir í hnakkaberki geta hins
vegar leitt til blindu eða sjónsviðsskerðingar An
þess að einkenni gaumstols komi fram.33
Kenningar um eðli gaumstols
Ýmsar kenningar hafa verið settar fram á síð-
ustu áratugum um hvaða hugræna starfsemi fari
úrskeiðis í gaumstoli. Sumar kenninganna fjalla
um truflun á starfsemi taugakerfa eða tauganeta,
aðrar um að úrvinnsla og samhæfing upplýsinga
sem berast um mismunandi skynfæri sé trufluð.34
Mest fer fyrir kenningum um truflun á verkan
athygliskerfa.
Með mismunandi athygliskenningum er reynt
að útskýra eðli gaumstols í því ljósi að það er yf-
irleitt sterkara og þrálátara við skemmdir í hægra
heilahveli. Þennan vanda sjúklinga má skýra
með mismunandi hætti. Til dæmis á þann hátt
að athygli þeirra beinist síður til vinstri, beinist í
auknum mæli til hægri eða því að áreiti í hægra
skynsviði haldi í athygli þeirra og sjúklingunum
veitist erfitt að beina athyglinni frá þeim. Til þess
að útskýra athyglisbrestinn til vinstri hafa verið
settar fram kenningar um að vinstra heilahvel
beini athygli okkar til hægri en hægra heilahvel
bæði til hægri og vinstri.35 Verði skemmd í vinstra
heilahveli eru minni líkur á gaumstoli eða athygl-
isvanda þar sem hægra heilahvelið beinir athygli
til beggja sjónátta. Verði skemmd í hægra heila-
hveli verður hins vegar truflun á getu sjúklingsins
til þess að beina athyglinni til vinstri. Samkvæmt
velþekktri kenningu Kinsboumes11' 36 kemur
gaumstolið til vinstri hins vegar ekki einungis til
vegna truflana á virkni hægra heilahvels heldur
vegna þess að óskert virkni þess vinstra verður
ríkjandi. Kinsbourne gerir ráð fyrir stefnulægri
stjórnun hvors heilahvels á athyglinni, að það
vinstra beini athyglinni til hægri, og það hægra
til vinstri. Þótt jafnvægi ríki hjá heilbrigðum ein-
staklingum samkvæmt kenningu Kinsbourne er
þó hin stefnubundna stjórnun vinstra heilahvels
að jafnaði sterkari. Það útskýrir að gaumstol verð-
ur meira við skaða í hægra heilahveli. Gaumstol
er því afleiðing ójafnvægis sem verður á þess-
ari athyglisstjórnun heilahvelanna. Gaumstol til
vinstri kemur því ekki einungis til vegna vangetu
hægra heilahvels til að beina athygli til vinstri
heldur einnig á óskertri getu vinstra heilahvels til
að beina henni til hægri.
Onnur athygliskenning um gaumstol er kenn-
ing Posners.37 í þeirra kenningu er gert ráð fyrir að
þegar við beinum athygli okkar að nýju áreiti feli
það ferli í sér þrjú þrep: Fyrst þurfi að slíta athygli
okkar frá því áreiti sem hún beinist að, beina henni
svo að nýja áreitinu og festa loks athyglina við
nýja áreitið. Samkvæmt kenningunni stafar gaum-
stol af því að áreiti hægra megin halda í athygli
sjúklings, sjúklingurinn nær ekki að slíta (e. dis-
engage) athygli sína frá áreitum hægra megin.
Fjöldi rannsókna hefur stutt þessa kenningu.38-40
Sem dæmi má nefna tilraun Marks og fleiri.41 Á
blaði fyrir framan sjúklinga voru línur hægra og
vinstra megin og áttu sjúklingar að merkja við
allar línurnar. Gaumstol sjúklinganna kom fram
í því að þeir merktu við línur til hægri en misstu
28 LÆKNAblaðið 2009/95