Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2009, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.01.2009, Qupperneq 39
Ú R UMRÆÐUR O G FRÉTTIR PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Hvað boðar nýárs blessuð sól? Sigríður Ólína Haraldsdóttir sigrohar@landspitali. is Höfundur er lyf- og lungnalæknir starfandi á Landspítala Fossvogi. Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir, formaður Þórarinn Guðnason, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, ritarí Elínborg Bárðardóttir Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir Kristján G. Guðmundsson Sigurður Böðvarsson Valgerður Rúnarsdóttir I pistlunum Úrpenna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Það eru blendnar tilfinningar sem hrærast með okkur í upphafi þess árs sem nú gengur í garð. Mörg hefðum við kosið að hægt væri að færa tím- ann aftur og upplifa fremur upphaf ársins 2007 eða jafnvel 2006. Þá höfðum við ekki áhyggjur af bankahruni, stöðu íslands í alþjóðasamfélaginu eða stöðu þeirra sem missa vinnuna, íbúðina og spariféð sitt. Við lifðum góða tíma þar sem ríkti stórhugur. Á íslandi voru byggðar virkjanir, hafin var bygging glæsilegs tónlistarhúss og mikil vinna var lögð í að skipuleggja byggingu og starfsemi nýs háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Nú er allt breytt, óöryggi ríkir, enginn veit hvaða áhrif hrun fjármálamarkaðarins mun í raun hafa til lengri tíma litið á það samfélag sem hér hefur verið byggt upp. Nú ríður á að standa vörð um velferðarkerfið. Það er mikilvægt að við gerum okkur ljóst að hamfarir af því tagi sem dynja núna yfir geta haft margvísleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks. íslenskt samfélag og íslendingar eru ekki frábrugðnir öðrum, hér ríkja sömu lögmál og ann- ars staðar, en erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á neikvæð áhrif atvinnumissis á heilsu. Undanfarið hefur verið rætt um niðurskurð á útgjöldum rík- isins. Ég teldi það feigðarspor að skera umtalsvert niður útgjöld til heilbrigðismála á þeim tímum sem framundan eru.Við verðum að tryggja góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla og við verðum að geta brugðist við þeim andlegu og líkamlegu kvillum sem upp kunna að koma í kjölfar þessa álagstíma. Bygging nýs háskólasjúkrahúss er mikilvæg á þessum tímum. Leitt hefur verið líkum að því að það kosti meira fé að reka háskólasjúkrahúsið í nú- verandi húsnæði en að byggja nýtt. Uppbyggingin sjálf er atvinnuskapandi og myndi auk þess efla áhuga ungs fólks á þeim fjölmörgu störfum sem fylgja rekstri stórs sjúkrahúss sem hefur tengsl við vísinda- og fræðasamfélag háskólanna. Áhugi á menntun í heilbrigðistengdum greinum myndi án efa aukast, unga fólkið sæi fram á spennandi nám hér á landi og myndi síður flytjast af landi brott til náms og starfa. Mjög brýnt er að við stöndum vörð um laun og kjör okkar. Við verðum að njóta svipaðra kjara og læknar í löndunum í kringum okkur. Það verður að vera eftirsóknarvert fyrir lækna að starfa hér á landi og fyrir unga lækna, sem lokið hafa sérnámi erlendis, að snúa heim til starfa á Islandi. í haust sótti ég alþjóðlegt þing þeirra sem starfa við lækningu og umönnun þeirra sem hafa öndunarfærasjúkdóma og var því erlendis þegar fjármálakerfi íslands hrundi. Mikið af því sem ég heyrði þar var merkilegt en margt er því miður gleymt eins og gengur þegar hlustað er á marga fyrirlestra á dag í tæpa viku. Einn fyrirlest- urinn var þó ógleymanlegur. Þar talaði Michael Bloomberg, borgarstjóri New York borgar, sem er ötull baráttumaður gegn reykingum. Hann lagði áherslu á þau gríðarmiklu áhrif sem reykingar hafa á líf og heilsu fólks og hve miklu við gætum breytt ef við útrýmdum þeim. Hann vitnaði í nýja skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) um reykingar, en þar segir meðal annars að reykingatengdir sjúkdómar muni draga fleiri til dauða á þessu ári í heiminum en malaría, eyðni og berklar til samans. Það er hægt að koma í veg fyrir reykingatengda sjúkdóma. Við verð- um að koma unglingunum í skilning um hvílíkt glapræði það er að byrja að reykja. Kannanir sýna að enn reykja um 10% íslenskra ungmenna sem eru í 10. bekk. Nýleg könnun Gallups hér á landi sýnir að fjórðungur fólks á aldrinum 20-29 ára reykir. Hvað erum við læknar að gera til að breyta þessu? Getum við gert betur? Hingað til hefur það verið fest í lögum um tóbaksvarnir að stjórnvöldum sé skylt að verja ákveðnu hlutfalli af ágóða sínum af brúttósölu tóbaks til tóbaksvarna. Það er mikilvægt að fé til tóbaksvama sé tryggt með þessum hætti. Læknar eiga í auknum mæli að stuðla að forvörnum og það er á ábyrgð okkar að leiðbeina heilbrigðisyfirvöldum um leiðir til að bæta heilsufar þjóðarinnar. Gleðilegt nýtt ár. LÆKNAblaðið 2009/95 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.