Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2009, Side 40

Læknablaðið - 15.01.2009, Side 40
U M R Æ Ð U R G E N í S O G FRÉTTIR A þröskuldi nýrra tíma Líftæknifyrirtækið Genís hefur um árabil unnið að þróun efnanna kítíns og kítósans úr rækjuskel og gengið í gegnum ýmsar breyt- ingar á eignarhaldi og rekstrarformi á þeim tíma. Núverandi hlut- hafar í Genís eru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Hólshyrna ehf. sem er eignarhaldsfélag þeirra Róberts Guðfinnssonar og Vilhelms Más Guðmundssonar. Kítósan er þekkt efni og mikið notað í fæðubótar- og snyrtivöruiðnaði en frá árinu 2005 hefur Genís, undir stjóm Jóhannesar Gíslasonar, einbeitt sér að þróun á efninu til notkunar við bæklunarskurð- lækningar með ígræðslu í beinvef. Niðurstöður verkefnisins hafa skapað grundvöll fyrir viða- mikla einkaleyfisumsókn en félagið hefur þegar lagt inn nokkrar einkaleyfaumsóknir sem tengjast verkefninu og var fyrsta einkaleyfið formlega veitt í Evrópu á síðasta ári. í verkefninu hefur tekist að þróa nýjar aðferðir til að framleiða vel skilgreindar kítínafleiður sem hafa verið greindar efnafræði- lega og lífefnafræðilega í samstarfi við háskólann í Potsdam í Þýskalandi. Þessar greiningar hafa leitt í ljós mikilvæga eiginleika sem opna tækifæri til að nýta þessar afleiður í læknisfræðilegum til- gangi. Samstarfsmenn Jóhannesar í Genís eru Jón Magnús Einarsson og Ng, Chuen How og hafa þeir starfað saman um árabil og marga fjöruna sopið á þeim tíma. Byggingarefni á fósturstigi Jóhannes Gíslason segir í samtali við Læknablaðið að nú sé nýhafin rannsókn í samstarfi við Tilraunastöðina á Keldum og sérfræðinga Land- spítala í bæklunar- og æðaskurðlækningum sem gefi enn frekari ástæðu til bjartsýni á gagnsemi efnanna sem fyrirtækið hefur þróað. „Kítínhráefnið sem við vinnum með er ein- angrað úr rækjuskel sem við fáum meðal annars frá Primex á Siglufirði. Þetta er fjölsykran kítín sem er náskyld sellulósa en er með amínhóp á Hávar einsykrunni sem gerir eiginleika efnisins mjög frá- Sigurjónsson brugðna eiginleikum sellulósans. Kítin hefur verið til staðar í lífríkinu frá örófi alda og er eitt helsta byggingarefni í stoðkerfi skordýra, skeldýra og finnst einnig í sumum lindýrum. Það er mikilvægt að hafa í huga að í þróunarsögunni kom kítín fram löngu á undan hryggdýrum og síðar spendýrum, þetta er því miklu eldra efni. í þeim dýrum sem notuðu kítín í stoðkerfi sitt þróuðust ensím sem gera dýrunum kleift að umbreyta og endurbyggja vefi sína og skeljar eftir þörfum. Meðal þessara ensíma eru kítínasarnir sem brjóta niður kítínið. Þróunin hefur síðan orðið sú að ein mikilvægasta genafjölskylda kítínasanna inniheldur nú gen sem tjá prótein sem hafa þróast úr því að vera ensím í að vera bindiprótein, binda efnið í stað þess að brjóta það niður. Það eru þessi prótein sem virðast skipta sköpum í nýmyndun vefja á fósturskeiði hryggdýra, spendýra og þar með mannsins en eru síðan ekki virk í heilbrigðum fullorðnum einstak- lingi, fyrr en einhvers konar skemmd eða hrörnun á sér stað; þá fara vefirnir að tjá þessi prótein að nýju og svo virðist sem tjáningin sé viðbrögð vefjarins við skemmdinni. Svo virðist sem eitt af þessum próteinum örvi ákveðna gerð af frumum, fíbróblasta til þess að mæta á svæðið og mynda örvef. Þetta gerist hvort sem um skemmdir af völdum sjúkdóma eða slysa er að ræða. í nokkrum dýramódelum hefur verið sýnt fram á að einmitt á því skeiði þegar fóstrið er að byrja að mynda sína fjölbreyttu og sérhæfðu vefi framleiðir það litlar kítínfásykrur. Þetta virðist vera eina tímabilið á æviskeiði einstaklingsins sem hann framleiðir kítín. Sýnt hefur verið fram á að ef framleiðsla þessara fásykra í fóstrinu er hindruð veldur það mjög alvarlegum vanskapnaði. Af einhverjum ástæðum hafa þessar rannsóknir ekki hlotið mikla 40 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.