Læknablaðið - 15.01.2009, Page 48
U M R Æ Ð
F É L A G
U R 0 G FRÉTTIR
UNGLÆKNA
Framlag yngri lækna æ mikilvægara
„Mikil ábyrgð, mikið vinnuálag og lág laun," er lýsingin sem Hjördís
Þórey Þorgeirsdóttir, formaður Félags ungra Iækna, gefur á starfs-
umhverfi yngri lækna.
Hjördís Þórey var kjörin formaður á aðalfundi FUL í september.
Hún segir að aðstæður í þjóðfélaginu hafi gerbreyst svo á þeim stutta
tíma sem liðinn er frá því hún tók við formennskunni að allar áætlanir
um áherslur í starfi félagsins hafi breyst og kalli á endurskoðun.
„Ég gerði ráð fyrir að aðalstarfið myndi snúast um
endurskoðun samninga og nýjan kjarasamning
fyrir lækna í mars á næsta ári, enda var samning-
urinn sem gerður var í haust í rauninni samþykkt-
ur á þeim forsendum að hann væri bráðabirgða-
samningur. En þá brast skyndilega á með kreppu
og nú er ljóst að allar fyrri áætlanir eru í uppnámi
og þarfnast endurmats."
Nú liggur fyrir fjárlagafrumvarp sem gerir ráð
fyrir niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og spurning
hvaða áhrif það mun hafa á starfsumhverfi yngri
lækna.
„Það hefur vissulega áhrif á okkur. Efst í huga
okkar á þessum tíma er þó hvaða áhrif þetta mun
hafa á þjónustu við sjúklinga. Nú hefur verið boð-
aður 3% niðurskurður á fjárlögum til heilbrigð-
ismála. Því hefur sums staðar verið haldið fram
að þetta muni ekki koma niður á þjónustunni.
Ég held þó að flestir sem starfi á spítalanum og í
heilsugæslunni séu sammála um að það sé mjög
ólíklegt. Við skulum ekki gleyma því að í „góð-
ærinu" undanfarin ár hefur verið sparað, hagrætt
og skorið niður á Landspítala svo það er mjög
erfitt að sjá hvernig vinda á þessar fjárhæðir til
viðbótar úr kerfinu."
Hjördís segir að góðærið svokallaða hafi ekki
skilað sér til lækna og kjarabarátta yngri lækna
fyrr á þessu ári hafi snúist um leiðréttingu til jafns
við aðra hópa í samfélaginu. „Það voru alls ekki
allir sem nutu góðs af góðærinu og ég get heldur
ekki séð að sjúklingar hafi notið þess sérstaklega
og því finnst manni óréttlátt að sá hópur skuli eiga
að taka á sig enn frekari skerðingu vegna hruns
Hávar bankakerfisins. Ég set líka spumingarmerki við
Sigurjónsson þjóðhagslegan ávinning af því að skera niður í
heilbrigðisþjónustunni við þessar aðstæður. Leið
okkar út úr kreppunni byggist jú á mannauði
landsins sem aftur byggist á heilbrigði fólks og
menntun."
Yngri læknar hverfa annað
Hjördís segir að margir yngri læknar séu í þeim
sporum að stefna fyrr eða seinna á framhaldsnám
erlendis og aðstæðurnar hér heima verði eflaust til
þess að margir taki sig upp fyrr en þeir ætluðu.
„Það hefur verið talsverð óánægja meðal yngri
lækna um nokkurt skeið; ekki bara með launakjör
heldur líka vinnuaðstæður og það að oft á tíðum
er vinnuálag óásættanlega mikið. Þegar síðan við
bætist þessi boðaði niðurskurður í heilbrigðiskerf-
inu og ástandið í samfélaginu almennt tel ég að
þetta verði til þess að yngri læknar fari fyrr út og
komi seinna heim en annars hefði verið. Eflaust
munu fleiri en ella setjast að erlendis til frambúðar.
Þetta leiðir að sjálfsögðu til fækkunar í stétt yngri
lækna. Yngri læknum hefur fjölgað talsvert á und-
anförnum árum vegna þess að sífellt meira fram-
boð hefur verið á sérnámi hér heima, hægt hefur
verið að taka fyrrihluta nokkurra sérgreina og ein-
staka greinar alveg og fyrir vikið eru yngri læknar
fleiri en áður, og um leið verður framlag þeirra
mikilvægara í heilbrigðisþjónustunni. Fækkun
þeirra mun ekki verða sársaukalaus fyrir kerfið."
Þegar eðli FUL sem félags er skoðað segir
Hjördís að vandinn við að halda öflugu félags-
starfi gangandi sé þríþættur.
„í fyrsta lagi hefur fólk lítinn tíma til að sinna
félagsstörfum þegar vinnan tekur svo mikinn tíma.
í öðru lagi eru félagsmenn á þeim aldri að þeir eru
margir með ung börn og fjölskylduaðstæður bjóða
ekki upp á mikla félagslega þátttöku. 1 þriðja lagi
er þetta mjög hverfull hópur, það er að segja að
fólk er tiltölulega stutt í félaginu áður en það fer út
eða öðlast sérfræðiréttindi. Einmitt vegna þessa,
ásamt því að yngri læknar hafa engin formleg völd
yfir sínu vinnuumhverfi, tel ég að það sé mikil
þörf á öflugri starfsemi félags ungra lækna, til að
standa vörð um vinnutengd mál félagsmanna."
í starfi unglækna er gert ráð fyrir þjálfun og
kennslu en Hjördís segir að oft verði minna úr
48 LÆKNAblaðiö 2009/95