Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2009, Side 49

Læknablaðið - 15.01.2009, Side 49
UMRÆÐUR 0 G FRETTIR FÉLAG UNGLÆKNA Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir, formaður Félags ungra lækna. þeim þætti en skyldi, meðal annars vegna þess að vinnuálagið sé oft á tíðum allt of mikið. „Það segir sig sjálft að þegar fólk er á hlaupum við að slökkva elda allan daginn, bjarga hlutum og tímapressan er mikil, þá verður lítill tími til þess að læra. Það gefst ekki tími til að velta fyrir sér þeim tilfellum sem mæta manni og leita svara við spurningum sem vakna. Þetta er mjög slæmt. Á Landspítala er unnið mjög gott starf á skrifstofu kennslu, vís- inda og þróunar og góður vilji þar til að stuðla að bættri kennslu yngri lækna. Vandinn er sem fyrr segir að svigrúmið til þess er hreinlega allt of lítið vegna vinnuaðstæðna. Þetta á sérstaklega við um kandídatana sem upplifa oft á tíðum að þeim sé hent í djúpu laugina og sagt að læra að synda. Vinnuálagið var eitt af því fyrsta sem stakk mig þegar ég byrjaði sem kandídat. Það er ríkjandi misskilningur í okkar hópi að streita og áhyggjur af því að ná ekki að sinna öllum sínum verkefnum sé einkamál viðkomandi; það er það ekki heldur vísbending um óhóflegt álag og ætti að skoðast sem lært mat viðkomandi á því að sjúklingar geti verið í hættu. Þetta þarf að taka mjög alvarlega og ég vil vinna að þessu á vettvangi FUL, að verksvið og verkmagn yngri lækna verði betur skilgreind. Víða erlendis eru mjög skýrar reglur um hversu marga sjúklinga kandídat megi hafa, hversu marga deildarlæknir og svo framvegis. Sé vikið frá þessu er það skráð og fylgst vandlega með því. Hér vantar slíka umgjörð og sjálfsagt eftirlit. Svo lengi sem svo er ekki getur vinnuálagið hæglega farið langt yfir öryggismörk, án þess að nokkrar viðvörunarbjöllur hringi. Þetta er sérstaklega mik- ilvægt nú þegar frekari niðurskurður er boðaður því hætt er við því að það leiði til kröfu um enn aukið vinnuálag yngri lækna." Breytingar kalla á breytt viðhorf Annað sem Hjördís segir FUL vilja vinna að er að auka á samstarf og jákvæða samvinnu milli heil- brigðisstétta. „Yngri læknum er að fjölga og samsetning hópsins að breytast frá því sem áður var. Konum fjölgar jafnt og þétt í læknastétt. Þetta kallar á breytt viðhorf til samstarfs þeirra stétta sem vinna innan heilbrigðiskerfisins og við viljum leggja okkar af mörkum til að samvinnan verði sem best. Þetta er eitt af því sem þarf að huga að í þróun læknisstarfsins. Þjóðfélagið hefur breyst og allir hafa málfrelsi og tillögurétt í samstarfi, alveldi og einræði tíðkast ekki lengur á vinnustöðum, og það þarf að hugsa ýmsa hluti upp á nýtt svo breyting- arnar hafi jákvæð áhrif." Breytingar í samfélaginu hafa haft sfn áhrif á kröfur og hugmyndir fólks um hvemig forgangs- raða eigi í tilverunni. „Það hefur lengst af verið gengið út frá því að vinnusemi og ósérhlífni séu göfugustu eiginleikar sem fólk hafi og ekki síst meðal karla í læknastétt. Vinnuálagið sem læknar búa við er arfur þessara sjónarmiða. Samhliða því sem konum fjölgar í læknastétt breytast þessi viðhorf því þau samræmast illa fjölskyldusjón- armiðum. Ég tala örugglega fyrir munn mjög margra kollega minna þegar ég segi að ég hafi mikinn faglegan metnað sem læknir, en ég hef líka LÆKNAblaðiö 2009/95 49

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.