Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2009, Qupperneq 52

Læknablaðið - 15.01.2009, Qupperneq 52
1 U M R Æ Ð U R O G FRÉTTIR ■ Æ V 1 S Ö G U R L Æ K N A Læknir, stjórnmálamaður og skátahöfðingi Páll Gíslason er einn þeirra lækna sem sett hafa mark sitt á um- hverfið og komið víða við á ferlinum, bæði sem læknir og stjórn- málamaður. Hann var sjúkrahúslæknir á Akranesi um 15 ára skeið, 1955-1970 og yfirlæknir á handlækningadeild Landspítala frá 1970-1994. Hann var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi frá 1962-1970 og borgarfulltrúi í Reykjavík frá 1974-1994. Störf hans fyrir skátahreyfinguna ná aftur á æskuár en hann var Skátahöfðingi íslands árin 1971-1981. Með þessu er aðeins fátt upptalið af félags- og trúnaðarstörfum sem Páll hefur gegnt um ævina en hann féllst góðfúslega á að rifja upp sitthvað af því sem á daga hans hefur drifið þó ekki verði öllu til skila haldið í svo stuttu spjalli sem hér fer á eftir. Páll var brautryðjandi í æðaskurðlækningum hérlendis og hóf slíkar aðgerðir á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Hann vann síðan að uppbyggingu æðaskurðdeildar Landspítala eftir að hann varð yfirlæknir þar. Hávar Sigurjónsson í starfi sínu sem borgarfulltrúi kom Páll að bygg- ingu fjölmargra þjónustuíbúða og hjúkrunarheim- ila fyrir aldraða og gegndi formennsku í bygging- arnefndum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Hann var jafnframt formaður Veitustofnana Reykjavíkur um árabil og átti sinn þátt í að uppbygging Orkuversins á Nesjavöllum varð að veruleika. Hann tekur undir það sjónarmið margra koll- ega sinna að læknum beri nokkur skylda til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins í gegnum stjórnmál eða félagslega þátttöku, hafa skoðun á stefnumörkun í heilbrigðismálum og fylgja henni eftir. „Mér hefur alltaf þótt kostur að vera læknir í þeim verkefnum sem ég hef tekið að mér og tel að læknismenntunin sé góður grunnur fyrir stjórn- málaþátttöku," segir Páll. Páll segir að oft hafi verið mikið að gera þegar mest gekk á í læknistarfinu og pólitíkinni og sumum hafi þótt nóg um. „Þess var krafist að rannsakað yrði hvort ég sinnti starfi mínu á Landspítalanum nægilega vel vegna umsvifa í borgarpólitíkinni. Það kom í ljós að enginn hafði gert fleiri aðgerðir á spítalanum en ég á þeim tíma sem var til skoðunar. Það var ekki minnst á þetta aftur." Þegar Páll rifjar upp atvik úr læknisstarfinu segist hann alltaf hafa lagt áherslu á að kynnast sjúklingum sínum og alls ekki viljað gera aðgerðir á fólki sem hann hafði ekki rætt við áður og skoð- að. „Ég barðist gegn því að sett yrði upp innlagna- skrifstofa þar sem ein manneskja réði því hverjir legðust inn til aðgerða. Með því fyrirkomulagi sér skurðlæknirinn jafnvel ekki sjúklinginn fyrr en á skurðarborðinu en það eru vinnubrögð sem ég kann ekki að meta. Þetta eru ekki bílaviðgerðir." Mikilvægt að þekkja sjúklingana Það er greinilegt að tengsl við sjúklinga skipta Pál miklu og hann kveðst hafa lagt áherslu á það í starfi sínu sem yfirlæknir að ræða við sjúk- lingana, læknana og hjúkrunarfólkið á deildinni til að halda yfirsýn og góðum tengslum. „Þetta þótti mér vera hlutverk yfirlæknisins og reyndi að fylgja þeirri sannfæring". Á langri starfsævi hafa aðgerðirnar orðið æði margar og Páll segist oftar en ekki hitta fólk sem rifjar upp aðgerð sem hann gerði á því. „Þá er mikilvægt að muna eftir nafninu." Páll býr nú ásamt eiginkonu sinni, Soffíu Stefánsdóttur, í þjónustuíbúð fyrir aldraða að Árskógum í Reykjavík. Þar una þau hag sínum vel, á 10. hæð og hafa útsýni til vesturs yfir borg- ina, allt upp á Snæfellsnes. „Hér er gott að vera," segja þau. Á læknisferli sínum segist Páll hafa séð gríð- arlegar breytingar í starfinu og ekki að undra þar sem ferillinn nær yfir allan síðari hluta 20. ald- arinnar. Hann lýkur kandídatsprófi frá HI vorið 1950 og hlýtur sérfræðingsleyfi í handlækningum haustið 1955. Þá ræðst hann sem sjúkrahúslæknir til Akraness og býr þar og starfar næstu 15 árin. „Á Akranesi gerði maður bókstaflega allt. Tók á móti börnum, gerði við beinbrot og allt þar á milli. Ég var á vakt þar í 15 ár má segja, utan eitt ár sem ég var í London við að kynna mér æðaskurðlækn- ingar. Auðvitað hafði ég héraðslæknana með mér en sjúkrahúsið var á mína ábyrgð og þar lauk ég yfirleitt dagsverkinu með því að ganga um sjúkra- húsið milli 10 og 11 á kvöldin og fullvissa mig um að allt væri í lagi fyrir nóttina. Síðan var ég á bakvaktinni þar til morguninn eftir. Ef ég ætlaði að fara frá varð fyrirvarinn að vera góður. Það tók tvo tíma að keyra til Reykjavíkur og oft í mis- 52 LÆKNAblaðið 2009/95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.