Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2009, Page 63

Læknablaðið - 15.01.2009, Page 63
U M R Æ Ð U R 0 G FRÉTTIR MINNINGARORÐ Kristín á námsárum sínum í New York. Mynd í einkaeign. þá var í smíðum í Fossvogi, var ekki tilbúin. Þarna reyndi mikið á þennan unga sérfræðing sem stóð sig með mikilli prýði og var mjög vel látin bæði af sjúklingum og samstarfsmönnum, þá sem og alla tíð síðan. Kristín giftist Elíasi Davíðssyni, kerfisfræðingi og tónlistarmanni árið 1963. Þau hjónin eignuðust tvær dætur, Ester Auði, f. 1963, og Bergljótu, f. 1965. Á þessum árum varð hlé á störfum Kristínar á Borgarspítalanum, en hún vann að rannsóknum í Tilraunastöðinni að Keldum tvö ár af þessum tíma. Að þeim loknum hóf hún aftur störf á Borgarspítalanum. Kristín hafði alla tíð mikinn áhuga á smit- sjúkdómum og meðferð þeirra. Árið 1972 réð hún sig til starfa á sýkladeild Landspítala og vann þar óslitið í 24 ár, eða þar til hún lét af störfum fyrir ald- urs sakir árið 1996. Þið getið nærri hvílíkur fengur það var fyrir sýkladeildina að fá þennan reynda lyflækni til starfa við þau margvíslegu vandamál sem berast inn á þá deild og lækna vantar oft faglega ráðgjöf til að sinna úti í heilsugæslunni eða inni á sjúkrahúsum. Kristín vann þarna að marg- víslegum rannsóknum auk ráðgjafarstarfanna. Vil ég sérstaklega nefna hér rannsóknir hennar á bóluefninu gegn meningókokkum áður en farið var að nota það til heilsuverndar hér á landi, og ráðgjöf til þáverandi landlæknis um þetta bóluefni og margt annað sem varðaði bakteríur og snerti störf landlæknisembættisins áður en sóttvarnar- læknir tók þar til starfa. Margar ritgerðir um rann- sóknir Kristínar birtust í innlendum og erlendum fræðiritum. Hún sat í ýmsum nefndum og ráðum varðandi sýkingar, sjúkdómavarnir og kennslu í sýklafræði árin sem hún vann á sýkladeildinni og vann öll þau störf sem henni voru falin af sömu alúðinni og vandvirkninni. Starfsferill Kristínar á sýkladeildinni var einnig tengdur Háskóla íslands. Eftir að skrifleg próf í sýklafræði voru tekin upp með nýju námskerfi í læknadeild var Kristín fengin til að vera prófdóm- ari. Þessi próf urðu á ábyrgð kennaranna einna eftir fá ár, eða þegar Háskóli Islands lagði niður prófdómarastéttina. Þegar hjúkrunarnámið færð- ist yfir á háskólastig fékk sýkladeildin nýja dós- entsstöðu. Kristín var ráðin í þessa stöðu og varði eftir það miklum tíma í kennslu við læknadeild og námsbrautir hennar. Svo er það sjálf Kristín. Þessi gegnheila, hógværa og trausta manneskja sem við, vinkonur hennar, bárum afskaplega mikla virðingu fyrir alveg frá skólaárunum til æviloka hennar. Það er okkur öllum erfitt að hún er ekki lengur hér, og við hittum hana ekki oftar. Þessi bráðgreinda og yfirvegaða manneskja naut trausts allra sem kynntust henni í starfi. Eg vona að yngri læknar í þeim hópi hafi fundið í henni fyrirmynd sem þeir vilja líkjast. LÆKNAblaðið 2009/95 63

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.