Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2009, Side 65

Læknablaðið - 15.01.2009, Side 65
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR GRAY'S ANATOMY Fyrirlestur um útgáfusögu Gray s Anatomy Hannes Petersen yfirlæknir og ritstjóri kafla um myndun eyrans í afmælisútgáfu Gray's Anatomy hélt fróðlegan og skemmtilegan fyrirlestur í byrj- un aðventunnar um útgáfusögu ritsins á vegum Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Sagan spannar 150 ár en fyrsta útgáfan leit dagsins ljós í Englandi 1858. í fyrirlestrinum fjallaði Hannes um höfundana tvo, Henry Gray og Henry Vandyke Carter, en í dagbókum Carters er að finna það litla sem til er um Henry Gray. Hannes kom víða við í fyrirlestrinum og rakti sögu læknisfræðilegra teikninga frá örófi alda en segja má að með fyrstu útgáfu Grey's Anatomy hafi orðið þáttaskil í líffærateikningum. Var gerður góður rómur að fyrirlestrinum og gestir skiptust á reynslusögum af því hvernig gekk á námsárum að innbyrða innihald þessa merka rits. Er ekki að efa að gestir fundarins eru talsvert fróðari um Gray's Anatomy en þau sem stilltu sér upp að baki Hann- esar í lok fyrirlestursins. L LÆKNAblaöið 2009/95 65

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.