Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 9
RITSTJÓRNARGREIN Þorsteinn Blöndal thorsteinn.blondal@ heilsugaeslan.is thorstbl@landspitali.is Höfundur er sérfræðingur í lungnasjúkdómum við Göngudeild sóttvarna Hh, Lyflækningadeild Landspítala og gestaprófessor í lýðheilsuvísindum við HÍ. Immigrant health Thorsteinn Blöndal MD, Med Dr, Visiting professor, University of lceland Heilsufar innflytjenda Hver og einn veikist á sinn sérstaka hátt, sem mótast meðal artnars af fyrri reynslu, persónugerð og áætlunum um framtíðina. Að telja að einkennamynd tiltekins sjúkdóms sé sú sama í öllum sjúklingum með sjúkdóminn er oft fjarri lagi og gefur ekki góða raun í starfi lækna. Hvernig sjúklingar kvarta er þó þjóðlegt fyrirbæri, sem unnt er að kynnast í námi, en myndin brotnar upp þegar íbúar í landinu eru ekki lengur einsleitir. Á íslandi eru nú um 10% íbúa sem hafa haft eða eru með erlendan ríkisborgararétt. I grein Brynhildar og félaga á öðrum stað hér í blaðinu segir frá því að við þriðju komu sjúklings á bráðadeild kom í ljós „eftir töf vegna tungumálaerfiðleika" að sjúklingurinn hafði í heimalandi sínu 20 árum áður verið greind með porfýríu. Sjúklingurinn leitaði bráðadeildar þrisvar á þremur dögum. í fyrstu komu voru „tungumálaörðugleikar" og í annarri komu „var erfitt að fá sögu". I þriðju komu sagði sjúklingur frá því að hann hefði einu sinni greinst með porfýríu og var greiningin staðfest með rannsóknum. Við að heyra þessa sögu óma í eyrum manns raddir ótal kennara: „Hlustaðu á sjúklinginn, hann er að segja þér hvað er að." En hvernig á að hlusta á sjúklinginn ef læknirinn skilur ekki tungumálið? Það er lífseig klisja að ef nauðsynlegt er að nota túlk við samtalið sé það vísbending til læknis um að það verði erfiðara, dýrara og tímafrekara en endranær að greina og leysa vandamálið.1,2 í lögum um réttindi sjúklinga eru þó skýr ákvæði um að sjúklingi eigi að vera tryggð túlkun ef hann talar ekki íslensku. Sú spurning vaknar hvort ekki hefði mátt greina sjúkdóminn fyrr með því að nota túlk strax og ljóst var að tungumálaörðugleikar torvelduðu samtalið. Með því að nota löggiltan túlk kemur óháður aðili að málinu sem er starfi sínu vaxinn og samtalið verður markvissara. Það gerist síður að fagtúlkur fari að stýra samtalinu eins og vill gerast ef ættingi eða vinur túlkar. Læknirinn þarf að vita hvað sjúklingurinn segir og öfugt. Læknirinn á að hindra að túlkur og sjúklingur byrji eitthvert firna spjall. Ef túlkur stendur sig ekki í stykkinu þarf að finna annan. Ef illa er túlkað fellur ábyrgðin á lækninn að lokum. Vandinn að skilja tungumál hvors annars er eitt, en ólíkt litróf sjúkdóma á milli heimsálfa er annað og jafnvel erfiðara vandamál. Getur læknirinn haft alla sjúkdóma ofarlega í huga? Nýgengi sjúkdómanna eins og það er í heimalandinu flyst með til nýja landsins. Á Göngudeild sótt- vama Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur heilbrigðisskoðun innflytjenda sýnt að um 3% hafa virka lifrarbólgu, um 0,5% sárasótt og HIV jákvæðir greinast af og til. Á áttunda áratug síðustu aldar vora aðfluttir aðeins 2,5% meðal berklatilfella á íslandi en á fyrsta áratug þessarar aldar 57%.3' 4 Lyfþol berklastofna hefur aukist marktækt síðustu 40 ár og er einnig marktækt algengara meðal aðfluttra. Sjúkdómatíðni er mjög mismunandi eftir löndum og það á líka við um alla þá sjúkdóma sem ekki era með í skimun innflytjenda, þar með talið porfýría, þalassemía og malaría. Þetta er þó aðeins brot af heilbrigðisvandamálum innflytjenda en um þau hefur myndast ný sérgrein, lækningar innflytjenda.5 Algengt er að einnig aðfluttir hafi enn engan heimilislækni mörgum árum eftir komu til Islands. Þeir búa oft við lakan efnahag og þröngbýli fyrstu árin og leita síður heilbrigðisþjónustu en innfæddir. Sumpart vegna þess að þeir treysta ekki kerfinu, sumpart vegna efnahags. Þeir halda saman og tungumálanámið vill sækjast seint. Þar með falla þeir síður inn í samfélagið og það verður þeim framandi. Það segir sig sjálft að gremja og streita getur komið fram við slíkar aðstæður. Heilsufar innflytjenda hefur lítið verið skoðað hérlendis en vænta má að sömu vandamál séu uppi á teningnum og á öðrum Norðurlöndum og í Bretlandi. Mest er þörfin fyrir aðgang að heimilislækni. Auk þess má nefna þjónustu vegna streitu og geðrænna vandamála, stoðkerfis- sjúkdóma, meðgöngu og kvensjúkdóma. Nauðsynlegt er fyrir starfslið heilbrigðis- þjónustu að vera meðvitað um bakland sjúk- lingsins. í tilfellinu hér að ofan gekk allt upp að lokum en því er ekki alltaf að heilsa. Það er unnt að mæta vandanum betur með því að leggja áherslu á að byggja upp traust, bóka frá byrjun tvöfaldan tíma, nota löggiltan túlk og vera betur með á nótunum varðandi menningu og sjúkdóma á því svæði sem sjúklingurinn kemur frá. Heimildir 1. Carlander AC, Lindholm C. Tolkberoande patient mer resurskrávande. Lákartidningen 1996; 93: 2854-6. 2. Stefánsdóttir Á. Túlkun á læknamóttöku. Ríkið, Tímarit Hugvísindastofnunar Háskóla íslands; 2007; 7: 2-3. 3. Berklaskrá, Göngudeild sóttvama, Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins. 4. Þorvaldsson S, Blöndal Þ, Briem H. Berklar hjá innflytjendum á íslandi. Læknablaðið 1997; 83: 810-6. 5. Gushulak BD, MacPherson W. Migration medicine and health: principle and practice. BC Decker Inc. 2006. LÆKNAblaðið 2010/96 397
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.